Þýski boltinn

Fréttamynd

Marco Pezzaiuoli hækkaður um tign - Nýr aðalþjálfari Gylfa

Marco Pezzaiuoli hefur verið ráðinn nýr aðalþjálfari Hoffenheim í Þýskaland en með liðinu leikur íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson. Ralf Rangnick var þjálfari en sagði upp vegna óánægju með þá ákvörðun félagsins að selja Luiz Gustavo til FC Bayern.

Fótbolti
Fréttamynd

Almeida ákvað að fara til Tyrklands

Portúgalski framherjinn Hugo Almeida hefur ákveðið að skipta um félag þessi jólin því tyrkneska liðið Besiktas er búið að kaupa hann frá þýska liðinu Werder Bremen. Kaupverðið er 2 milljónir evra.

Fótbolti
Fréttamynd

Neuer orðaður við FC Bayern og Man. Utd

Þýski markvörðurinn Manuel Neuer virðist vera á förum frá Schalke en hann hefur hingað til ekki viljað skrifa undir nýjan samning við félagið en núverandi samningur rennur út árið 2012. Það þýðir að Schalke verður helst að selja hann næsta sumar ef hann fæst ekki til þess að skrifa undir nýjan samning.

Fótbolti
Fréttamynd

Gylfi og félagar mæta Wolfsburg-bönunum í Energie Cottbus

Eftir leikir kvöldsins í þýska bikarnum í fótbolta var dregið í átta liða úrslitin sem fara fram í lok janúar. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Hoffenheim drógust á móti b-deildarliðinu Energie Cottbus sem vann 3-1 útisigur á Wolfsburg fyrr í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Alexander meiddur í baki

Alexander Petersson gat ekki spilað með Füchse Berlin þegar liðið vann öruggan sigur á Wetzlar, 28-19, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær.

Handbolti
Fréttamynd

Markvörður Dortmund til Aston Villa?

Roman Weidenfeller, markvörður Borussia Dortmund í Þýskalandi, er sterklega orðaður við Aston Villa. Þessi þrítugi leikmaður hefur haldið oftar hreinu í þýsku deildinni en nokkur annar það sem af er tímabili.

Enski boltinn
Fréttamynd

Bruno Labbadia verður þriðji þjálfari Stuttgart á tímabilinu

Bruno Labbadia hefur verið ráðinn þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Stuttgart og mun verða kynntur til leik seinna í dag. Labbadia fær það krefjandi verkefni að koma þessu gamla stórliði upp út fallsæti en það eru aðeins þrjú ár síðan liðið varð þýskur meistari.

Fótbolti
Fréttamynd

Gylfi lék allan leikinn í jafnteflisleik

Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Hoffenheim í þriðja sinn á tímabilinu og lék allan leikinn þegar liðið vann gerði 1-1 jafntefli á heimavelli á móti Nürnberg í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Gylfi: Er alltaf klár þegar kallið kemur

Gylfi Þór Sigurðsson er í viðtali á heimasíðu FIFA, fifa.com, þar sem hann ræðir um fyrstu mánuðina í herbúðum þýska liðsins Hoffenheim. Hafnfirðingurinn hefur slegið í gegn hjá félaginu og skoraði 5 mörk í 11 leikjum þó svo hann fái ekki alltaf að spila mikið.

Fótbolti
Fréttamynd

Eitt sinn kallaður Saddam en nú er það Skröggur

Felix Magath, þjálfari Schalke, er umdeildur maður og hefur meðal annars verið kallaður Saddam og öðrum álíka vinsælum nöfnum. Hann hefur fengið nýtt nafn þetta árið eftir að hann ákvað að stytta jólafrí leikmanna liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Ísmaðurinn Gylfi Þór slær í gegn

Gylfi Þór Sigurðsson gengur undir nafninu ísmaðurinn í þýskum fjölmiðlum í dag eftir jöfnunarmarkið sem hann skoraði fyrir Hoffenheim gegn Leverkusen í gær.

Fótbolti