Fótbolti

Wolfsburg bjargaði sæti sínu með sigri á Hoffenheim

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Grafite fagnar marki sínu í dag.
Grafite fagnar marki sínu í dag. Nordic Photos / Bongarts
Gylfi Þór Sigurðsson lék fyrstu 84 mínúturnar er Hoffenheim tapaði fyrir Wolfsburg, 3-1, á heimavelli í lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Mario Mandzukic skoraði tvívegis fyrir Wolfsburg eftir að Roberto Firmino hafði náð forystunni fyrir Hoffenheim í upphafi síðari hálfleiks.

Grafite tryggði svo sigur Wolfsburg með marki á 78. mínútu og þar við sat. Sigurinn gulltryggði Wolfsburg úrvalsdeildarsætið en liðið hafnaði í fimmtánda sæti deildarinnar. Hoffenheim endaði í ellefta sæti.

Meistarar Dortmund kláruðu tímabilið með stæl en liðið vann 3-1 sigur á Frankfurt á heimavelli. Leverkusen varð í öðru sæti en liðið vann 1-0 sigur á Freiburg á útivelli.

Bayern varð svo í þriðja sæti en liðið vann Stuttgart í lokaumferðinni, 2-1 á heimavelli. Þrjú efstu liðin komast í Meistaradeild Evrópu en Bayern þarf að taka þátt í undankeppninni.

Frankfurt og St. Pauli féllu úr deildinni en Gladbach þarf að taka þátt í umspili um sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Úrslit dagsins:

Dortmund - Frankfurt 3-1

Bayern - Stuttgart 2-1

Freiburg - Leverkusen 0-1

Hamburg - Gladbach 1-1

Hannover - Nürnberg 3-1

Hoffenheim - Wolfsburg 1-3

Kaiserslautern - Bremen 3-2

Köln - Schalke 2-1

Mainz - St. Pauli 2-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×