Salan á Íslandsbanka

Fréttamynd

Fjármálaráðherra gefur grænt ljós á frekari sölu á Íslandsbanka

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um að stofnunin hefji undirbúning hið fyrsta að framhaldi á sölumeðferð á eftirstandandi 65 prósenta eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka innan næstu tveggja ára, háð því að markaðsaðstæður séu hagfelldar.

Innherji
Fréttamynd

Inngrip lækka söluverð Íslandsbanka, segir formaður efnahagsnefndar

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að tillaga Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra um að skylda viðskiptabankana til að verja hluta af hagnaði sínum í að niðurgreiða vexti sé til þess fallin að lækka verðmiðann á Íslandsbanka þegar ríkið selur eignarhlutinn sem eftir stendur.

Innherji
Fréttamynd

Væntingar um bankasölu magna upp sveiflur í Kauphöllinni

Fjárfestar halda að sér höndum vegna væntinga um sölu ríkissjóðs á stórum hlut í Íslandsbanka en lítil velta í Kauphöllinni hefur þannig magnað upp sveiflur sem rekja má til verðlækkana á erlendum hlutabréfamörkuðum. Viðmælendur Innherja á fjármálamarkaði benda þó á að skráðu íslensku félögin standi á styrkum fótum og samsetning Kauphallarfélaga sé hagfelld í þessum aðstæðum.

Innherji
Fréttamynd

Bankasýslan óskar eftir heimild til að selja restina af Íslandsbanka

Bankasýsla ríkisins lagði í gær fram tillögu til fjármála- og efnahagsráðherra um að stofnunin fái heimild til ársloka 2023 til að selja alla eignarhluti ríkisins í Íslandsbanka í nokkrum áföngum og að höfðu samráði við ráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar.

Innherji
Fréttamynd

Ís­lands­banki: Eftir hverju er að bíða?

Það var reglulega ánægjulegt að fylgjast með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra taka við verðlaunum fyrir viðskipti ársins að mati dómnefndar Innherja, nýs viðskiptamiðils Vísis.

Skoðun
Fréttamynd

Sögu­lega leiðin­legt þing í ár

Salan á Ís­lands­banka var stærsta pólitíska hita­mál ársins 2021 að mati flestra sem frétta­stofa ræddi við þegar farið var í upp­rifjun á af­rekum þingsins fyrir annál. Það segir lík­lega sína sögu um hve tíðinda­litlu og leiðin­legu ári er að ljúka fyrir á­huga­menn um pólitík.

Innlent
Fréttamynd

Strangari reglur hjá Seðlabankanum en ráðuneytinu í útboði Íslandsbanka

Engum starfsmanni Seðlabanka Íslands var heimilt að taka þátt í hlutafjárútboði Íslandsbanka en langflestum starfsmönnum fjármála- og efnahagsráðuneytisins var heimilt að kaupa bréf í útboði bankans, að því gefnu að þær byggju ekki yfir innherjaupplýsingum. Þetta kemur fram í svari stofnananna við fyrirspurnum Innherja.

Innherji
Fréttamynd

Hluthöfum fækkar um fjögur þúsund

Hluthöfum í Íslandsbanka hefur fækkað um fjögur þúsund frá því bankinn var skráður á hlutabréfamarkað í síðasta mánuði. Þetta kemur fram í Markaði Fréttablaðsins í dag en fækkunin nemur liðlega sautján prósentum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bjarni ánægður með fjölmennasta hluthafahóp landsins

Hluthafar Íslandsbanka verða um tuttugu og fjögur þúsund eftir hlutafjárútboð bankans og fleiri en í nokkru öðru skráðu fyrirtæki. Umfram eftirspurn eftir hlutabréfum var margföld og fjármálaráðherra segir stóran eigendahóp hafa mikla þýðingu fyrir samfélagslega sátt söluna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verðmeta Íslandsbanka á 155 til 242 milljarða króna

Fossar markaðir, sem er á meðal ráðgjafa vegna fyrirhugaðrar sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka, áætlar að virði bankans sé á bilinu 222 til 242 milljarðar króna. Sjálfstæði greiningaraðilinn Jakobsson Capital metur bankann á 155 til 218 milljarða króna.

Viðskipti innlent