Bjarni fellst á tillögu um sölu frekari eignarhluta í Íslandsbanka Eiður Þór Árnason skrifar 11. febrúar 2022 11:13 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um sölu frekari eignarhluta í Íslandsbanka. Tillagan felur í sér að Bankasýslan fái heimild til að selja alla eignarhluti ríkisins í Íslandsbanka í nokkrum áföngum og að höfðu samráði við ráðherrann. Fellst fjármálaráðherra á að stofnunin hefji undirbúning hið fyrsta að framhaldi á sölumeðferð á eftirstandandi 65% eignarhlutum ríkisins í bankanum innan næstu tveggja ára, háð því að markaðsaðstæður séu hagfelldar. Telur Bjarni nú skynsamlegt að halda áfram sölumeðferð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Greinargerð og fylgigögn um áformin hafa verið send fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins að óskað hafi verið eftir formlegri umsögn frá Seðlabanka Íslands um jafnræði bjóðenda, líkleg áhrif sölu á gjaldeyrismarkað, gjaldeyrisforða og laust fé í umferð. Eftir að umsagnir nefnda Alþingis og Seðlabanka Íslands liggja fyrir verður tekin endanleg ákvörðun um hvort sölumeðferð eignarhlutarins verði hafin í samræmi við efni greinargerðarinnar fjármálaráðherra. „Með skráningu bankans á skipulegan verðbréfamarkað og sölu hlutabréfa á honum er áherslum um opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni í lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum mætt með sem ákjósanlegustum hætti,“ segir í greinargerð vegna framhalds á sölu á hlutum ríkisins á Íslandsbanka. Leggja til að salan verði tekin í nokkrum áföngum Bankasýsla ríkisins horfir til þess að selja eignarhluti ríkisins með blöndu af tilboðsfyrirkomulagi og miðlunaráætlun. Fram kemur í greinargerðinni að fyrri aðferðin felist í útboði til hæfra fjárfesta, en sú síðari í því að verðbréfafyrirtæki fái fyrirmæli um að selja ákveðinn hluta fjölda hluta yfir visst tímabil, háð framboði og eftirspurn hverju sinni. „Umfang áætlaðrar sölu er mikið miðað við stærð útboða í Kauphöll Íslands. Þess vegna er horft til þess að salan á öllum eftirstandandi 65% eignarhlut ríkisins í bankanum verði í nokkrum áföngum yfir allt að tveggja ára tímabil. Nákvæm tímasetning og fjárhæð einstakra söluáfanga mun því taka mið af ytri aðstæðum eins og sveiflum í hagkerfinu, stöðu fjármálamarkaða, hlutabréfamarkaða og þróun heimsmála almennt. Því er mikilvægt að í sölumeðferðinni ríki viss sveigjanleiki við ákvörðun um einstaka söluáfanga. Miðað við fyrrgreint er horft til þess að hægt verði að ljúka við sölu á eftirstandandi eignarhlutum ríkisins í Íslandsbankahlutabréfanna á markaði fyrir árslok 2023,“ segir jafnframt í greinargerð fjármálaráðherra. Gætu fengið um 160 milljarða fyrir hlutinn Dagslokagengi hlutabréfa Íslandsbanka þann 1. febrúar var 123 og var heildar markaðsvirði hlutabréfa í bankanum þá um 246 milljarða króna. Samkvæmt því var virði 65% eignarhlutar ríkisins þá um 160 milljarðar króna. Ef miðað er við sölu á 25% hlut í fyrsta áfanga væri markaðsvirði hlutarins um 61,5 milljarðar króna. Dagslokagengi Íslandsbanka var 126,4 krónur í gær og hefur farið hækkandi. Ríkið seldi 35% hlut fyrir 55,3 milljarða í frumútboðinu á síðasta ári þegar fyrsta skrefið var tekið í sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka. Í kjölfarið voru hlutarnir teknir til viðskipta á aðalmarkaði Kauphallar Íslands þann 22. júní. Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Fellst fjármálaráðherra á að stofnunin hefji undirbúning hið fyrsta að framhaldi á sölumeðferð á eftirstandandi 65% eignarhlutum ríkisins í bankanum innan næstu tveggja ára, háð því að markaðsaðstæður séu hagfelldar. Telur Bjarni nú skynsamlegt að halda áfram sölumeðferð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Greinargerð og fylgigögn um áformin hafa verið send fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins að óskað hafi verið eftir formlegri umsögn frá Seðlabanka Íslands um jafnræði bjóðenda, líkleg áhrif sölu á gjaldeyrismarkað, gjaldeyrisforða og laust fé í umferð. Eftir að umsagnir nefnda Alþingis og Seðlabanka Íslands liggja fyrir verður tekin endanleg ákvörðun um hvort sölumeðferð eignarhlutarins verði hafin í samræmi við efni greinargerðarinnar fjármálaráðherra. „Með skráningu bankans á skipulegan verðbréfamarkað og sölu hlutabréfa á honum er áherslum um opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni í lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum mætt með sem ákjósanlegustum hætti,“ segir í greinargerð vegna framhalds á sölu á hlutum ríkisins á Íslandsbanka. Leggja til að salan verði tekin í nokkrum áföngum Bankasýsla ríkisins horfir til þess að selja eignarhluti ríkisins með blöndu af tilboðsfyrirkomulagi og miðlunaráætlun. Fram kemur í greinargerðinni að fyrri aðferðin felist í útboði til hæfra fjárfesta, en sú síðari í því að verðbréfafyrirtæki fái fyrirmæli um að selja ákveðinn hluta fjölda hluta yfir visst tímabil, háð framboði og eftirspurn hverju sinni. „Umfang áætlaðrar sölu er mikið miðað við stærð útboða í Kauphöll Íslands. Þess vegna er horft til þess að salan á öllum eftirstandandi 65% eignarhlut ríkisins í bankanum verði í nokkrum áföngum yfir allt að tveggja ára tímabil. Nákvæm tímasetning og fjárhæð einstakra söluáfanga mun því taka mið af ytri aðstæðum eins og sveiflum í hagkerfinu, stöðu fjármálamarkaða, hlutabréfamarkaða og þróun heimsmála almennt. Því er mikilvægt að í sölumeðferðinni ríki viss sveigjanleiki við ákvörðun um einstaka söluáfanga. Miðað við fyrrgreint er horft til þess að hægt verði að ljúka við sölu á eftirstandandi eignarhlutum ríkisins í Íslandsbankahlutabréfanna á markaði fyrir árslok 2023,“ segir jafnframt í greinargerð fjármálaráðherra. Gætu fengið um 160 milljarða fyrir hlutinn Dagslokagengi hlutabréfa Íslandsbanka þann 1. febrúar var 123 og var heildar markaðsvirði hlutabréfa í bankanum þá um 246 milljarða króna. Samkvæmt því var virði 65% eignarhlutar ríkisins þá um 160 milljarðar króna. Ef miðað er við sölu á 25% hlut í fyrsta áfanga væri markaðsvirði hlutarins um 61,5 milljarðar króna. Dagslokagengi Íslandsbanka var 126,4 krónur í gær og hefur farið hækkandi. Ríkið seldi 35% hlut fyrir 55,3 milljarða í frumútboðinu á síðasta ári þegar fyrsta skrefið var tekið í sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka. Í kjölfarið voru hlutarnir teknir til viðskipta á aðalmarkaði Kauphallar Íslands þann 22. júní.
Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira