Viðskipti innlent

Hlut­hafar í Ís­lands­banka 24 þúsund eftir út­boðið

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Um er að ræða mesta fjölda hluthafa allra skráðra fyrirtækja á Íslandi.
Um er að ræða mesta fjölda hluthafa allra skráðra fyrirtækja á Íslandi. vísir/vilhelm

Um 24 þúsund hlut­hafar verða í Ís­lands­banka eftir hluta­fjár­út­boð bankans sem lauk á há­degi í dag. Það er mesti fjöldi hlut­hafa allra skráðra fyrir­tækja á Ís­landi.

Hluta­fjár­út­boðið hófst á mánu­daginn í síðustu viku og var stærsta frumút­boð hluta­bréfa sem farið hefur fram á Ís­landi.

Marg­föld um­fram­eftir­spurn var í út­boðinu og ljóst að gríðar­legur á­hugi var meðal Ís­lendinga á að eignast hlut í bankanum. Heildar­eftir­spurn nam sam­tals 486 milljörðum króna en heildar­sölu­and­virði út­boðsins er ekki nema 55,3 milljarðar króna ef val­réttir til að mæta um­fram­eftir­spurn verða nýttir að fullu.

Um­fram­eftir­spurnin nam því 430,7 milljörðum króna.

Sjá einnig: Hluta­fjár­út­boð hafið og markaðs­virði Ís­lands­banka á­ætlað 150 milljarðar króna.

Verð á hverjum út­boðs­hlut er 79 krónur og voru til­boð upp að einni milljón króna ekki skert.

Erlendir fjárfestar munu eiga um 11 prósent

Í til­kynningu frá bankanum segir að upp­lýsingar um út­hlutun hluta verði veittar ekki seinna en á morgun, mið­viku­daginn 16. júní.

„Bankinn og seljandinn hafa, í þágu um­sjónar­aðila út­boðsins, skuld­bundið sig til að selja ekki frekari hluti í bankanum í 180 daga eftir fyrsta við­skipta­dag hluta­bréfanna,“ segir einnig í til­kynningunni en til sölu var allt að 35 prósent hlutur í bankanum.

Eftir út­boðið verður 65 prósent bankans því enn í eigu ríkisins en gera má ráð fyrir að inn­lendir fjár­festar fari með um 24 prósent og er­lendir fjár­festar með um 11 prósent af heildar­hluta­fé bankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×