Aurskriður á Seyðisfirði

Fréttamynd

Húsið sem skriðan hreif með sér væntan­lega ó­nýtt

Einbýlishúsið Breiðablik á Seyðisfirði er væntanlega ónýtt eftir að aurskriða tók húsið með sér í nótt og flutti það til um fimmtíu metra. Þetta segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Áfram hættustig á Seyðisfirði og aurskriða féll í Eskifirði

Hættustig almannavarna mun áfram vera í gildi á Seyðisfirði vegna skriðuhættu. Þá er óvissustig einnig í gildi á Austurlandi vegna skriðuhættu. Þrjú hlaup urðu í Búðará í dag auk aurskriðuflóðs við Selsstaði sem lokaði vegi. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Almannavarna.

Innlent
Fréttamynd

Samheldni á Seyðisfirði

Einhverjar hreyfingar hafa verið í fjallinu á Seyðisfirði í kvöld. Það mun þó ekki vera mikið en mikið myrkur er og ekki hægt að skoða fjallið vel. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn, segir litlar hreyfingar hafa verið í fjallinu í allan dag.

Innlent
Fréttamynd

Telur að skoða þurfi verkferla í tengslum við skriðuföll

Sveitarstjóri Múlaþings segist sammála því að skoða þurfi verkferla í tengslum við skriðuföll. Guðrún Ásta Tryggvadóttir, sem á hús við Botnahlíð þar sem aurskriður féllu, hafði haft áhyggjur af mögulegum skriðuföllum og kallað eftir upplýsingum um verkferla. Henni var sagt að lítil hætta væri á skriðuföllum.

Innlent
Fréttamynd

Vaxandi norðan­átt og á­fram­haldandi rigning og slydda fyrir austan

Veðurstofan spáir vaxandi norðanátt í dag, tíu til átján metrum á sekúndu, þar sem hvassast verður norðvestantil og við suðausturströndina. Dálítil rigning eða slydda á Norður- og Austurlandi og mikil rigning á Austfjörðum í fyrst. Síðan verður heldur úrkomuminna um tíma, en bætir aftur í rigningu seinni partinn. Hins vegar verður þurrt að kalla á Suður- og Vesturlandi.

Veður
Fréttamynd

Enn hættustig á Seyðisfirði

Enn er hættustig í gildi á Seyðisfirði og verður í nótt. Rigning hefur verið talsverð í dag og er búist við því að svo verði áfram í nótt og er ekki talið að það verði óhætt að fara inn á rýmingarsvæðið eins og heimilað var í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Ekki óhætt að snúa aftur heim næsta sólarhringinn

Ólíklegt þykir að fólkið sem þurfti að yfirgefa heimili sín í gær vegna skriðuhættu á Seyðisfirði geti snúið aftur í bráð. Í það minnsta ekki næsta sólarhringinn því hættustig er áfram í gildi í bænum. Staðan er þó í metin í sífellu.

Innlent
Fréttamynd

Von á enn meiri rigningu á Aust­fjörðum í kvöld

Áfram má reikna með norðaustanátt í dag en að vind lægi þó aðeins. Spáð er lítilsháttar úrkomu norðan- og austanlands, rigningu eða slyddu við ströndna en snjókomu í innsveitum. Í kvöld má svo aftur búast við talsverðri rigningu á Austfjörðum.

Veður
Fréttamynd

Enn falla aurskriður á Seyðisfirði

Ný aurskriða féll á Seyðisfirði skömmu fyrir níu í kvöld. Hún féll á sömu slóðum og aurskriðurnar fyrr í kvöld og fór hún neðarlega. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, segir skriðuna hafa fallið að efstu húsum svæðisins en það þurfi að skoða það betur í fyrramálið.

Innlent
Fréttamynd

Hús rýmd á Seyðisfirði vegna aurskriða

Tvær skriður féllu úr Botnum utan við Nautaklauf á Seyðisfirði á þriðja tímanum í dag og ná nær niður á jafnsléttu. Önnur skriðan féll á hús en samkvæmt fyrstu upplýsingum eru skemmdir sagðar óverulegar. Nokkur hús við hafa verið rýmd vegna ofanflóðahættu.

Innlent