Veður

Á­fram mikil rigning á Aust­fjörðum en dregur úr vætu síð­degis

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Seyðisfirði þar sem mikið hefur rignt síðustu daga. Aurskriður hafa fallið úr sunnanverðum firðinum.
Frá Seyðisfirði þar sem mikið hefur rignt síðustu daga. Aurskriður hafa fallið úr sunnanverðum firðinum. Vísir/egill

Spáð er norðaustan 10 til 15 metrum á sekúndu í dag en 15 til 23 metrum norðvestantil. Rigning eða slydda með köflum norðan- og austanlands, talsverð eða mikil rigning á Austfjörðum og snjókoma til fjalla.

Frá þessu segir í hugleiðingum veðurfræðings. Þurrt að kalla sunnan- og vestalands. Lægir heldur austantil síðdegis og dregur úr vætu. Hiti 0 til 9 stig, hlýjast syðst.

„Norðlæg átt, 15-23 m/s og snjókoma eða slydda á N-verðu landinu á morgun, en hægara og léttskýjað aunnan heiða. Kólnandi veður.“

Spákortið fyrir klukkan 14.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Norðan og norðaustan 15-23 m/s, hvassast og snjókoma á Vestfjörðum, annars rigning eða slydda á N- og A-landi og hiti kringum frostmark. Hægari norðanátt og bjart með köflum syðra og hiti 1 til 7 stig.

Á sunnudag og mánudag (vetrarsólstöður): Allhvöss eða hvöss norðanátt með snjókomu eða éljagangi, en hægara og léttskýjað sunnan heiða. Kólnandi veður.

Á þriðjudag: Minnkandi norðlæg átt, stöku él og talsvert frost.

Á miðvikudag (Þorláksmessa): Fremur hæg vestlæg eða breytileg átt, él á víð og dreif og áfram kalt í veðri.

Á fimmtudag (aðfangadagur jóla): Útlit fyrir vaxandi sunnanátt með slyddu eða rigningu á V-verðu landinu seinni partinn og hlýnar heldur í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×