Aurskriður á Seyðisfirði

Fréttamynd

Bráðvantaði rafstöðvarnar í flóðinu

Þrettán björgunarsveitir fengu í dag afhentar færanlegar rafstöðvar sem eiga að efla fjarskiptaöryggi þegar gerir óveður eða náttúruhamfarir verða. Björgunarsveitarmaður segir að slíkar stöðvar hefðu komið að miklum notum þegar aurskriður féllu á Seyðisfirði fyrir jól.

Innlent
Fréttamynd

Veitu­skurði og varnar­kanti komið fyrir eftir sam­tal við íbúa

Undirbúningur er hafinn við að koma fyrir veituskurði og varnarkanti fyrir ystu húsin í Botnahlíð á Seyðisfirði, eftir samtal fulltrúa almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á Austurlandi við íbúa. Verða þau í líkingu við þær varnir sem þar hefur þegar verið komið fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Hættustigi lýst yfir á Seyðisfirði

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands lýst yfir hættustigi á Seyðisfirði vegna mögulegra á skriðufalla. Rýma á hátt í fimmtíu hús í bænum.

Innlent
Fréttamynd

Rýma þrjú hús vegna snjóflóðahættu á Seyðisfirði

Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að rýma skuli skilgreind svæði á Seyðsfirði vegna snjóflóðahættu. Rýming tekur gildi nú klukkan níu í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Enn ó­vissu­á­stand á Aust­fjörðum

Sérfræðingar á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands funduðu um miðjan dag í dag um óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austurlandi. Miklar rigningar hafa verið á svæðinu frá því í gær og er gert ráð fyrir áframhaldandi úrkomu fram á nótt með rigningu í byggð sem nær líklega upp á fjallatoppa.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum ekki úr stáli“

„Náttúruhamfarirnar á Seyðisfirði í árslok 2020 eru þær verstu sem ég hef lent í á mínum ferli. Þarna voru ólýsanlegar, lífshættulegar aðstæður, þar sem maður óttaðist um eigið líf og annarra, bæði líf bæjarbúa og félaganna sem voru að sinna björgunarstörfunum.“

Innlent
Fréttamynd

Krefjandi að setja eigin hagsmuni til hliðar á ögurstund

„Það má eiginlega segja að ég hafi verið í útkalli frá 15. desember fram til 9. janúar. Það er lengsta útkall sem ég hef farið í. Þegar ég lít til baka til þessara daga finnst mér að það hafi verið auðvelt að vera í björgunarstörfunum borið saman við það að horfa á eftir heimilinu mínu eyðileggjast í vatnselg. En björgunarmaðurinn í mér gengur sáttur frá borði“.

Innlent
Fréttamynd

Ógnin í fjallinu

Ofanflóð á Flateyri og Seyðisfirði í fyrra hafa minnt Íslendinga rækilega á að baráttunni við að verja byggðir landsins er hvergi nærri lokið. Þrátt fyrir aukið eftirlit og uppbyggingu varnarvirkja mátti litlu muna að manntjón yrði.

Innlent
Fréttamynd

Hreppsómagar samtímans

Ég hef ekki verið heima hjá mér í 46 daga.Ég hef búið á hættusvæði C í rúm sjö ár.Húsið hefur verið á hættusvæði C í næstum tuttugu ár.

Skoðun
Fréttamynd

Rýmingu aflétt á hluta Seyðisfjarðar

Ákveðið hefur verið að lækka almannavarnastig á Seyðisfirði vegna skriðuhættu úr hættustigi á óvissustig. Þá hefur rýmingu verið aflétt á hluta bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Finnur fyrir aukinni eftir­sókn hjá Seyð­firðingum eftir sál­rænum stuðningi

Sigríður Rún Tryggvadóttir, prestur á Seyðisfirði, segir það stórt og mikilvægt skref að geðheilbrigðisþjónusta hafi verið aukin á Austfjörðum í kjölfar aurskriðanna sem féllu á Seyðisfirði í desember. Heilbrigðisráðherra samþykkti í liðinni viku að auka fjárframlag til Heilbrigðisstofnunar Austurlands um sautján milljónir króna og mun það renna til geðheilbrigðismála.

Innlent
Fréttamynd

Rýmingu af­létt á Seyðis­firði

Rýmingu á þeim húsum sem rýmd voru á Seyðisfirði á föstudag hefur nú verið aflétt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Búast ekki við að rýmingu verði af­létt strax

Rýming er enn í gildi á Seyðisfirði og fylgjast sérfræðingar náið með stöðunni. Talsverðri úrkomu var spáð á Seyðisfirði í nótt en var hún þó minni en búist var við. Sérfræðingar gera allt eins ráð fyrir því að úrkoman gæti orðið meiri í dag.

Innlent
Fréttamynd

Seyð­firðingar fá aukna sál­fræði­þjónustu

Heilbrigðisstofnun Austurlands hefur verið veitt 17 milljóna króna viðbótarfjárframlagi til þess að efla geðheilbrigðisþjónustu í þágu Seyðfirðinga vegna aurskriðanna sem féllu í desember. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins.

Innlent
Fréttamynd

Hluti Seyðis­fjarðar rýmdur vegna mikillar úr­komu

Lögreglustjórinn á Austurlandi í samráði við Ríkislögreglustjóra og Veðurstofu Íslands hefur ákveðið að rýma hluta Seyðisfjarðar vegna úrkomuspár. Stefnt er að því að rýmingu verði lokið klukkan tíu í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra.

Innlent
Fréttamynd

Gul viðvörun á Austfjörðum vegna mikillar rigningar

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir Austfirði vegna talsverðrar eða mikillar rigningar. Viðvörunin tekur gildi klukkan eitt í nótt og stendur til klukkan þrjú síðdegis á morgun, laugardag. Þá á að draga úr úrkomuákefð.

Innlent
Fréttamynd

Rýmdu frystihús og sigldu með fólk í bæinn í öryggisskyni

Lögreglan á Austfjörðum ákvað að láta rýma hús á vinnusvæði nærri þeim stað þar sem stór skriða féll á Seyðisfirði í desember. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ábendingar hafi borist klukkan hálf tólf í morgun um að sprunga sem myndaðist í fyrrnefndri skriðu 18. desember hefði hugsanlega gliðnað. Vinnusvæði þar fyrir neðan hefði í kjölfarið verið rýmt og því lokað.

Innlent
Fréttamynd

Rýmingu ekki aflétt á Seyðisfirði

Ákveðið hefur verið að aflétta ekki rýmingu Fossgötu á Seyðisfirði að svo stöddu. Er það vegna úrkomuspár og var ákvörðunin tekin á samráðsfundi lögreglunnar á Austurlandi, almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra, Veðurstofu Íslands og Múlaþings í dag.

Innlent