Öryggistilfinningin komi ekki að fullu aftur fyrr en með nýju hættumati Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. febrúar 2021 14:32 Gauti Jóhannesson, forseti sveitarstjórnar Múlaþings, segir íbúa Seyðisfjarðar hafa brugðist við ástandinu í bænum af fádæma æðruleysi. Hann á ekki von á að öryggistilfinning bæjarbúa komi fyrr en nýtt hættumat liggi fyrir. Vísir/Egill Aðalsteinsson/ Vilhelm Gunnarsson Íbúar Seyðisfjarðar eru margir hverjir orðnir langþreyttir á að búa við ógn og rýmingu en þrátt fyrir allt sem á undan hefur gengið takast þeir á við ástandið af fádæma æðruleysi. Þetta segir forseti sveitarstjórnar Múlaþings. Í morgun bárust þær fréttir að Veðurstofa Íslands hefði aflétt hættustigi vegna snjóflóðahættu. Fólk, til heimilis á reitum 4 og 6 skv. rýmingakorti, fékk því að snúa aftur til síns heima. Í dag er útlit fyrir að verði úrkomulítið á Austurlandi en áfram verður þó hlýtt í veðri með áframhaldandi leysingu. Af þeim sökum verður óvissustig vegna snjóflóðahættu í gildi enn um sinn. Klukkan fimm síðdegis er á dagskrá íbúafundur sem verður streymt á Facebooksíðu Múlaþings þar sem fólk verður upplýst um stöðu mála. Gauti Jóhannesson, forseti sveitarstjórnar Múlaþings, segir íbúafundina mikilvægir til að halda öllum upplýstum og á sömu blaðsíðu. „Ég held margir séu orðnir langþreyttir á ástandinu en hins vegar eru Seyðfirðingar hörkutól. Þetta er náttúrulega ástand – yfirvofandi snjóflóðahætta – sem margir íbúanna hafa búið við árum saman og það kannski auðveldar þeim að takast á við þetta. Nú leggjast allir á eitt að koma daglegu lífi í eðlilegt horf eftir það sem á undan er gengið.“ Verkefnið fram undan sé að nýta hvert tækifæri sem gefst til áframhaldandi hreinsunar-og uppbyggingarstarfs. „Það sem skiptir öllu máli fyrir okkur er að við komum aftur undir okkur fótunum í atvinnulífinu; að við komum aftur af stað þessu öfluga og fjölbreytta atvinnulífi sem var og er á Seyðisfirði. Það skiptir gríðarlega miklu máli.“ Gauti segir að margir hafi glatað sinni öryggistilfinningu þegar aurskriðurnar féllu með mikilli eyðileggingu í desember. Viðbragðsaðilar og stofnanir sem að málum koma hafi staðið sig vel. „Þessi viðbótarvöktun sem er í gangi hérna verður til þess að auka öryggi íbúanna. En fullkomið öryggi og fullkomin ró næst ekki fyrr en búið verður að komast til botns í þessu nýja hættumati. Og við bara bíðum eftir niðurstöðum þess.“ Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Veður Almannavarnir Tengdar fréttir Óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna ofanflóðahættu á Austurlandi. Það tekur gildi klukkan átta í kvöld vegna mikillar rigningaspár næsta einn og hálfa sólarhringinn. 13. febrúar 2021 17:52 215 milljónir til uppbyggingar atvinnulífs á Seyðisfirði Ríkisstjórnin hefur ákveðið að gera samkomulag til þriggja ára við sveitarfélagið Múlaþing og Austurbrú, samstarfsvettvang stjórnsýslu á Austurlandi, um uppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði. Verkefninu fylgir 215 milljóna framlag á næstu þremur árum. 12. febrúar 2021 13:20 Fjögur hús á Seyðisfirði verða ekki aftur íbúðarhús Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi sínum síðdegis að óska eftir stuðningi Ofanflóðasjóðs við uppkaup fjögurra húseigna á Seyðisfirði. Um er að ræða byggðina við Stöðvarlæk, fjögur hús við Hafnargötu. 1. febrúar 2021 18:23 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Innlent Fleiri fréttir Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Sjá meira
Í morgun bárust þær fréttir að Veðurstofa Íslands hefði aflétt hættustigi vegna snjóflóðahættu. Fólk, til heimilis á reitum 4 og 6 skv. rýmingakorti, fékk því að snúa aftur til síns heima. Í dag er útlit fyrir að verði úrkomulítið á Austurlandi en áfram verður þó hlýtt í veðri með áframhaldandi leysingu. Af þeim sökum verður óvissustig vegna snjóflóðahættu í gildi enn um sinn. Klukkan fimm síðdegis er á dagskrá íbúafundur sem verður streymt á Facebooksíðu Múlaþings þar sem fólk verður upplýst um stöðu mála. Gauti Jóhannesson, forseti sveitarstjórnar Múlaþings, segir íbúafundina mikilvægir til að halda öllum upplýstum og á sömu blaðsíðu. „Ég held margir séu orðnir langþreyttir á ástandinu en hins vegar eru Seyðfirðingar hörkutól. Þetta er náttúrulega ástand – yfirvofandi snjóflóðahætta – sem margir íbúanna hafa búið við árum saman og það kannski auðveldar þeim að takast á við þetta. Nú leggjast allir á eitt að koma daglegu lífi í eðlilegt horf eftir það sem á undan er gengið.“ Verkefnið fram undan sé að nýta hvert tækifæri sem gefst til áframhaldandi hreinsunar-og uppbyggingarstarfs. „Það sem skiptir öllu máli fyrir okkur er að við komum aftur undir okkur fótunum í atvinnulífinu; að við komum aftur af stað þessu öfluga og fjölbreytta atvinnulífi sem var og er á Seyðisfirði. Það skiptir gríðarlega miklu máli.“ Gauti segir að margir hafi glatað sinni öryggistilfinningu þegar aurskriðurnar féllu með mikilli eyðileggingu í desember. Viðbragðsaðilar og stofnanir sem að málum koma hafi staðið sig vel. „Þessi viðbótarvöktun sem er í gangi hérna verður til þess að auka öryggi íbúanna. En fullkomið öryggi og fullkomin ró næst ekki fyrr en búið verður að komast til botns í þessu nýja hættumati. Og við bara bíðum eftir niðurstöðum þess.“
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Veður Almannavarnir Tengdar fréttir Óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna ofanflóðahættu á Austurlandi. Það tekur gildi klukkan átta í kvöld vegna mikillar rigningaspár næsta einn og hálfa sólarhringinn. 13. febrúar 2021 17:52 215 milljónir til uppbyggingar atvinnulífs á Seyðisfirði Ríkisstjórnin hefur ákveðið að gera samkomulag til þriggja ára við sveitarfélagið Múlaþing og Austurbrú, samstarfsvettvang stjórnsýslu á Austurlandi, um uppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði. Verkefninu fylgir 215 milljóna framlag á næstu þremur árum. 12. febrúar 2021 13:20 Fjögur hús á Seyðisfirði verða ekki aftur íbúðarhús Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi sínum síðdegis að óska eftir stuðningi Ofanflóðasjóðs við uppkaup fjögurra húseigna á Seyðisfirði. Um er að ræða byggðina við Stöðvarlæk, fjögur hús við Hafnargötu. 1. febrúar 2021 18:23 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Innlent Fleiri fréttir Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Sjá meira
Óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna ofanflóðahættu á Austurlandi. Það tekur gildi klukkan átta í kvöld vegna mikillar rigningaspár næsta einn og hálfa sólarhringinn. 13. febrúar 2021 17:52
215 milljónir til uppbyggingar atvinnulífs á Seyðisfirði Ríkisstjórnin hefur ákveðið að gera samkomulag til þriggja ára við sveitarfélagið Múlaþing og Austurbrú, samstarfsvettvang stjórnsýslu á Austurlandi, um uppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði. Verkefninu fylgir 215 milljóna framlag á næstu þremur árum. 12. febrúar 2021 13:20
Fjögur hús á Seyðisfirði verða ekki aftur íbúðarhús Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi sínum síðdegis að óska eftir stuðningi Ofanflóðasjóðs við uppkaup fjögurra húseigna á Seyðisfirði. Um er að ræða byggðina við Stöðvarlæk, fjögur hús við Hafnargötu. 1. febrúar 2021 18:23