Innlent

Hættustigi lýst yfir á Seyðisfirði

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Talin er hætta á skriðuföllum á Seyðisfirði.
Talin er hætta á skriðuföllum á Seyðisfirði. Vísir/Arnar

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands lýst yfir hættustigi á Seyðisfirði vegna mögulegra á skriðufalla. Rýma á hátt í fimmtíu hús í bænum.

Í kvöld og nótt er gert ráð fyrir mikilli úrkomu á Seyðisfiði. Hitastig er núna yfir frostmarki í fjallahæð og talsverð leysing hefur verið síðan um helgina.

Vegna þessa hefur verið ákveðið að rýma hátt í fimmtíu hús. Það er öll húsin við Botnahlíð, Múlaveg 37, Baugsveg 5, húsin við Austurveg 36, 38b, 40b, 42, 44, 44b, 46b, 48, 50, 52, 54 og 56, Fossagötu 4, 5 og 7, Múli og húsin við Hafnargötu 10, 11, 12, 14, 15, 16b og 18c.

Rýmingin er í varúðarskyni þar sem óvissa er um stöðugleika hlíðanna í Botnabrún eftir skriðuföllin í desember. 

Staða rýmingar verður endurmetin á morgun. Búist er við hægt kólnandi veðri á miðvikudag og að á fimmtudag verður aftur komið frost til fjalla. 


Tengdar fréttir

Ekkert frést af flóðum á Seyðisfirði

Ekkert hefur frést af því að snjóflóð hafi fallið á Seyðisfirði í nótt að sögn ofanflóðafræðings hjá Veðurstofu Íslands.

215 milljónir til upp­byggingar at­vinnu­lífs á Seyðis­firði

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að gera samkomulag til þriggja ára við sveitarfélagið Múlaþing og Austurbrú, samstarfsvettvang stjórnsýslu á Austurlandi, um uppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði. Verkefninu fylgir 215 milljóna framlag á næstu þremur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×