Innlent

Rýmingu ekki aflétt á Seyðisfirði

Samúel Karl Ólason skrifar
Hreinsunarstarf er sagt ganga vel.
Hreinsunarstarf er sagt ganga vel. Lögreglan á Austurlandi

Ákveðið hefur verið að aflétta ekki rýmingu Fossgötu á Seyðisfirði að svo stöddu. Er það vegna úrkomuspár og var ákvörðunin tekin á samráðsfundi lögreglunnar á Austurlandi, almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra, Veðurstofu Íslands og Múlaþings í dag.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að unnið sé að hreinsunarstarfi í Fossgötu og í Múla og að það gangi vel. Samhliða því sé unnið að því að mynda varnargarð við Fossgötu og dýpka farveg Búðarár. Er vonast til þess að því ljúki innan fárra daga.

Þar segir einnig að vonast sé til þess að hægt verði að aflétta rýmingu í Fossgötu og við Múla á sunnudag eða mánudag.

Á fundinum var einnig rætt um að afléttingu rýmingar við Stöðvarlæk en þar er enn unnið að mælingum vegna sprungna sem hafa myndast á svæðinu og tengjast stóru aurskriðunni sem féll 18. desember.

„Ekki er talið ráðlegt að aflétta rýmingum þar fyrr en frekari mælingar og greiningar hafa verið gerðar. Stefnt verður að ákvörðun um þau hús eins fljótt og auðið er,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.

Seyðisfjörður: Rýmingu ekki aflétt í bili - Hreinsunarstarf á Seyðisfirði gengur vel. //English translation...

Posted by Lögreglan á Austurlandi on Wednesday, 13 January 2021

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×