Náttúruhamfarir

Fréttamynd

Mikil flóð í Nýja Suður-Wales

Um átján þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín í Ástralíu vegna mikilla flóða í Nýja Suður-Wales en gríðarlegar rigningar hafa verið á svæðinu síðustu daga.

Erlent
Fréttamynd

Tryggingar gegn náttúru­ham­förum

Náttúruöflin hafa svo sannarlega minnt á sig að undanförnum misserum. Nýliðið ár hófst með snjóflóðum á Flateyri og lauk með aurskriðum á Seyðisfirði. Undanfarnar vikur hafa einkennst af stöðugum jarðskjálftum á Reykjanesskaga sem búa okkur undir frekari jarðhræringar og jafnvel eldgos.

Skoðun
Fréttamynd

Á tíu ára afmæli flóðbylgjunnar; lærdómur sögunnar gildir í dag

Á þessum degi fyrir tíu árum stóð japönsk kona á áttræðisaldri, Nobuku Kono, frammi fyrir erfiðu vali. Hún bjó í Rikuzen-takata, 24 þúsund manna bæ sem var byggður sitt hvoru megin við árfarveg við sjávarströndina norðarlega í Japan. Það hafði orðið harður jarðskjálfti og hún þurfti að ákveða hvort hún gerði eins og stjórnvöld ráðlögðu og leitaði skjóls í fjöldahjálparstöð í skólabyggingu innar í dalnum.

Skoðun
Fréttamynd

Hafa opnað veginn yfir Jökulsá á Fjöllum

Vegurinn yfir Jökulsá á Fjöllum hefur verið opnaður á ný en með takmörkunum. Veginum var lokað í gær vegna vísbendinga um að hreyfing væri komin á klakastífluna sunnan við brúna yfir ána.

Innlent
Fréttamynd

Ekki hægt að útiloka að aðrar stíflur séu að myndast

Vatnshæð við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum hefur lækkað frá því síðdegis í gær og gæti bent til þess að áin sé hægt og rólega að losa um krapann á yfirborðinu. Farið verður í eftirlitsflug nú síðdegis til að kanna betur aðstæður í ánni. Ekki sé hægt að útiloka að aðrar stíflur séu að myndast í ánni.

Innlent
Fréttamynd

Ógnin í fjallinu

Ofanflóð á Flateyri og Seyðisfirði í fyrra hafa minnt Íslendinga rækilega á að baráttunni við að verja byggðir landsins er hvergi nærri lokið. Þrátt fyrir aukið eftirlit og uppbyggingu varnarvirkja mátti litlu muna að manntjón yrði.

Innlent
Fréttamynd

Sér­fræðingar farnir norður og geta metið stöðuna á morgun

Vatnshæð í Jökulsá á Fjöllum er enn yfir þröskuldi Veðurstofu Íslands. Vatnshæðin náði hámarki um klukkan tíu í gærmorgun og var þá 530 sentímetrar, eða tíu sentimetrum yfir þröskuldinum. Veðurstofan hefur sent sérfræðinga norður en áætlað er að þeir geti metið stöðuna í ánni á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Syllan brytjuð niður með vinnuvélum

Unnið hefur verið að því síðdegis og í kvöld að brjóta niður stærðarinnar snjósyllu fyrir ofan Vesturfarasetrið á Hofsósi. Lögreglan á Norðurlandi vestra lokaði hafnarsvæðinu á Hofsósi vegna stærðarinnar sprungu í snjólögum sem uppgötvaðist fyrir ofan setrið í gærkvöldi, fyrir árvekni ungs pilts.

Innlent
Fréttamynd

Bara krapi svo langt sem augað eygir

Á morgun verður hafist handa við að ýta út krapa sem hefur safnast við veginn við Jökulsá á Fjöllum. Í gær þurfti að loka þjóðvegi eitt milli Mývatns og Egilsstaða vegna krapastífllu sem flæddi yfir veginn.

Innlent