Kjallarinn hjá Sjöfn fullur af vatni og ástandið á svæðinu hræðilegt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. júlí 2021 12:00 Það er óhætt að segja að það sé allt á floti í þýska bænum Inden. Vísir/Sjöfn Fleiri en hundrað eru látin í miklum flóðum í Belgíu, Hollandi, Lúxemborg og vesturhluta Þýskalands. Sjöfn Mueller Thor býr vestast í Þýskalandi og hefur staðið í ströngu við að dæla vatni úr kjallaranum hjá sér. Langflest hinna látnu voru Þjóðverjar, eða 93. Tólf eru sömuleiðis látin í Belgíu. Björgunarstarf á svæðinu hefur verið afar umfangsmikið enda hefur fjöldi húsa hrunið og fólk ýmist festst í rústunum eða uppi á húsþökum. Mikils fjölda er enn saknað og heilu bæirnir eru í rúst. Sjöfn er prestur Íslendinga í Lúxemborg og býr í þýska bænum Inden, nærri landamærunum við Belgíu, Holland og Lúxemborg. Áin sem rennur í gegnum bæinn flæddi yfir bakka sína. „Núna er vatnið að byrja að ganga til baka og fólk er að reyna að pumpa upp úr kjöllurum sínum. Allar pumpur eru í notkun eins og er enda allir kjallarar fullir,“ segir Sjöfn. Áin Inde, sem rennur í gegnum bæinn, hafi nú gengið töluvert til baka. „Hún braust hérna í gær niður í kolanámuna sem er við bæinn og það var mikill léttir því þá fór vatnið að ganga til baka. Þá var það komið upp á hæðina hjá okkur. En það var sömuleiðis hræðilegt því það varð manntjón þarna niðri. Þar var maður sem fórst.“ Áin hafi farið úr farveginum og ekki sé ljóst hvort hún fari aftur í sinn farveg. Sjöfn segir langtímaáhrif flóðanna verða mikil í bænum enda sé óvíst að hægt verði að nýta kolanámuna aftur. Fjöldi gæti misst vinnuna. Vatn flæddi inn í kjallarann hjá Sjöfn af krafti. „Maður hugsar kannski að aðrir hafi lent verr í því en við. Þetta er bara allt dót. Kjallarinn fylltist alveg, við náðum að hlaupa upp með jóladótið, það var allt. Allt annað var niðri. Herbergi dóttur minnar er þarna niðri. Það er allt ónýtt,“ segir Sjöfn. Húsið sé prestbústaður og fjölskyldan eigi það því ekki. Hvorki kirkjan né prestsbústaðurinn séu tryggð og gólfin séu öll ónýt. Þýskaland Belgía Lúxemborg Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Áttatíu látnir í flóðunum í Þýskalandi Tala látinna í Þýskalandi af völdum flóðanna þar í landi er nú komin í áttatíu manns og er ljóst að um mestu flóð í áratugi er að ræða. 16. júlí 2021 06:47 Tugir hafa látist í flóðum í Þýskalandi og Belgíu Minnst 58 hafa látist af völdum flóða í norðurhluta Þýskalands. Tala látinna í Belgíu er komin í sex. Fjölmargra er saknað í Vestur-Evrópu. 15. júlí 2021 21:34 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Langflest hinna látnu voru Þjóðverjar, eða 93. Tólf eru sömuleiðis látin í Belgíu. Björgunarstarf á svæðinu hefur verið afar umfangsmikið enda hefur fjöldi húsa hrunið og fólk ýmist festst í rústunum eða uppi á húsþökum. Mikils fjölda er enn saknað og heilu bæirnir eru í rúst. Sjöfn er prestur Íslendinga í Lúxemborg og býr í þýska bænum Inden, nærri landamærunum við Belgíu, Holland og Lúxemborg. Áin sem rennur í gegnum bæinn flæddi yfir bakka sína. „Núna er vatnið að byrja að ganga til baka og fólk er að reyna að pumpa upp úr kjöllurum sínum. Allar pumpur eru í notkun eins og er enda allir kjallarar fullir,“ segir Sjöfn. Áin Inde, sem rennur í gegnum bæinn, hafi nú gengið töluvert til baka. „Hún braust hérna í gær niður í kolanámuna sem er við bæinn og það var mikill léttir því þá fór vatnið að ganga til baka. Þá var það komið upp á hæðina hjá okkur. En það var sömuleiðis hræðilegt því það varð manntjón þarna niðri. Þar var maður sem fórst.“ Áin hafi farið úr farveginum og ekki sé ljóst hvort hún fari aftur í sinn farveg. Sjöfn segir langtímaáhrif flóðanna verða mikil í bænum enda sé óvíst að hægt verði að nýta kolanámuna aftur. Fjöldi gæti misst vinnuna. Vatn flæddi inn í kjallarann hjá Sjöfn af krafti. „Maður hugsar kannski að aðrir hafi lent verr í því en við. Þetta er bara allt dót. Kjallarinn fylltist alveg, við náðum að hlaupa upp með jóladótið, það var allt. Allt annað var niðri. Herbergi dóttur minnar er þarna niðri. Það er allt ónýtt,“ segir Sjöfn. Húsið sé prestbústaður og fjölskyldan eigi það því ekki. Hvorki kirkjan né prestsbústaðurinn séu tryggð og gólfin séu öll ónýt.
Þýskaland Belgía Lúxemborg Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Áttatíu látnir í flóðunum í Þýskalandi Tala látinna í Þýskalandi af völdum flóðanna þar í landi er nú komin í áttatíu manns og er ljóst að um mestu flóð í áratugi er að ræða. 16. júlí 2021 06:47 Tugir hafa látist í flóðum í Þýskalandi og Belgíu Minnst 58 hafa látist af völdum flóða í norðurhluta Þýskalands. Tala látinna í Belgíu er komin í sex. Fjölmargra er saknað í Vestur-Evrópu. 15. júlí 2021 21:34 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Áttatíu látnir í flóðunum í Þýskalandi Tala látinna í Þýskalandi af völdum flóðanna þar í landi er nú komin í áttatíu manns og er ljóst að um mestu flóð í áratugi er að ræða. 16. júlí 2021 06:47
Tugir hafa látist í flóðum í Þýskalandi og Belgíu Minnst 58 hafa látist af völdum flóða í norðurhluta Þýskalands. Tala látinna í Belgíu er komin í sex. Fjölmargra er saknað í Vestur-Evrópu. 15. júlí 2021 21:34