Erlent

Öflugur hvirfilbylur olli usla í Tékklandi

Kjartan Kjartansson skrifar
Erfitt er að spá fyrir um myndun hvirfilbylja. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti.
Erfitt er að spá fyrir um myndun hvirfilbylja. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty

Um 150 manns eru slasaðir eftir að öflugur hvirfilbylur olli miklu tjóni á nokkrum þorpum í suðaustanverðu Tékklandi í dag. Bylurinn feykti þökum af húsum, reif upp tré með rótum og hvolfdi bílum.

Breska ríkisútvarpið BBC segir að björgunarlið frá öllum hlutum landsins auk nágrannaríkjanna Austurríkis og Slóvakíu hafi verið send á svæðið. Á myndböndum sjónarvotta frá þeim stöðum sem urðu verst úti sé umhorfs eins og eftir stríðsátök. Hálft þorpið Hrusky er þannig sagt rústir einar eftir bylinn.

Þýska fréttasíðan DW hefur eftir veðurfræðingur í tékknesku sjónvarpi að vindhviður sem mældust í bylnum kunni að vera þær snörpustu sem mælst hafa í landinu. Vindhraðinn hafi jafnast á þriðja til fjórða stigs fellibyl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×