Náttúruhamfarir Nýjar myndir sýna eyðilegginguna á Tonga Stjórnvöld á eyjunni Tonga birtu myndir af eyðileggingu á eyjunni Tonga fyrr í dag eftir neðansjávareldgos sem hófst í Kyrrahafi síðustu helgi. Erlent 19.1.2022 19:05 Eins og fimm hundruð kjarnorkusprengjur hafi sprungið í einu Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) áætla að kraftur sprengigossins á Tonga hafi við til samræmis við að sprengja tíu megatonn af dínamíti. Það þýðir að sprengingin var álík því að sprengja fimm hundruð kjarnorkusprengjur eins og þeirri sem varpað var á Hiroshima við endalok seinni heimsstyrjaldarinnar. Erlent 19.1.2022 12:16 Skemmdirnar miklar og óttast að margir hafi dáið Tonga eyjaklasinn varð fyrir miklum skemmdum vegna stærðarinnar sprengigoss sem varð þar um helgina og flóðbylgju frá gosinu. Minnst eitt þorp gereyðilagðist og margar byggingar eru horfnar. Erindreki frá Tonga óttast að margir hafi dáið. Erlent 18.1.2022 12:17 Aska þekur Tonga og hamlar hjálparstarfi Um 200 manns vinna nú hörðum höndum að því að moka ösku af flugbrautinni á alþjóðaflugvelli Tonga því eins og stendur er ekki hægt að koma björgunarfólki og vistum til eyjaklasans. Erlent 18.1.2022 07:36 Ástralir og Nýsjálendingar senda vélar til Tonga til að kanna tjónið Flugvélar hafa verið sendar af stað frá Ástralíu og Nýja Sjálandi til að leggja mat á tjónið á Tonga eyjaklasanum eftir neðansjávareldgosið öfluga sem orsakaði flóðbylgju á eyjunum. Erlent 17.1.2022 06:45 Tonga-eyjar orðnar eins og tunglið Á Tonga-eyjaklasanum er umhorfs eins og á Tunglinu eftir gríðarlegt öskufall eftir neðanjarðareldgosið sem braust út í gær að sögn íbúa eyjanna. Þykkt öskulag hylur stóran hluta eyjanna alveg og hafa íbúar þeirra verið án rafmagns og símasambands síðan í gær. Erlent 16.1.2022 19:23 „Margt sem hefði getað farið illa“ Það er margt sem hefði getað farið illa en gerði það ekki, segir framkvæmdastjóri útgerðarinnar Vísis í Grindavík, sem situr þó uppi með fleiri tuga milljóna króna tjón eftir sjógang í óveðri við höfnina í gær. Fólk slapp með skrekkinn í gærkvöldi. Innlent 7.1.2022 11:54 Þúsundir flýja heimili sín vegna gróðurelda Rúmlega þrjátíu þúsund manns hafa flúið heimili sín í Colorado í Bandaríkjunum vegna gróðurelda. Þurrt hefur verið í ríkinu í haust og í vetur og mikill vindur er á svæðinu. Eldurinn breiðist því hratt út en talið er að eldsupptök megi rekja til rafmagnsmastra, sem féllu um koll í ofsaveðrinu. Erlent 31.12.2021 08:24 Tæplega fjögur hundruð látin á Filippseyjum Rúmlega 530 þúsund manns eiga um sárt að binda eftir eftir fellibylinn Rai og tugþúsundir hafast við í neyðarskýlum. Heimsmarkmiðin 29.12.2021 09:01 „Næstu 100-150 ár verður þetta í gangi“ Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga hefur engan bilbug látið á sér finna yfir hátíðirnar. Spennan í efri skorpunni er að sögn eldfjallafræðings að gefa sig vegna þrýstings og líkur eru taldar hafa aukist á öðru gosi. Innlent 26.12.2021 23:57 Magnaðar myndir RAX af gosstöðvunum í dag Allt er með kyrrum kjörum við Geldingadali, það er að segja ef litið er á þá úr flugvél. Þar er þó jarðskjálftahrina enn í fullum gangi og gæti eldgos hafist á ný fyrirvaralaust. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Geldingadali í dag. Innlent 23.12.2021 14:33 Skjálftarnir líkjast undanfara eldgoss Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi er mjög svipuð undanfara eldgossins sem hófst í Geldingadölum í vor. Prófessor í jarðeðlisfræði telur líklegt að kvika sé að brjóta sér leið upp að jarðskorpunni en segir alls ekki víst að hún muni skila sér á yfirborðið í eldgosi. Innlent 22.12.2021 11:51 Óþægilegt að fá skjálftahrinu rétt fyrir jól Grindvíkingar taka skjálftahrinunni sem nú gengur yfir á Reykjanesinu með ró og reyna að halda sinni rútínu fyrir hátíðirnar. Hún vekur þó upp óþægilegar minningar frá stóru hrinunni í byrjun árs og vöknuðu margir upp við vondan draum í nótt að sögn bæjarstjórans. Innlent 22.12.2021 10:25 Ungabörn komust lífs af eftir flugferð með biblíu í baðkarinu Fimmtán og þriggja mánaða gömul börn komust lífs af þegar fellibylur feykti húsi ömmu þeirra um koll í Kentucky síðustu helgi en amman hafði komið börnunum fyrir í baðkari þegar óveðrið gekk yfir og kann það að hafa bjargað lífi þeirra. Erlent 20.12.2021 11:41 Að minnsta kosti 208 látnir og eyðileggingin gríðarleg Dánartalan af völum ofur-fellibylsins Rai sem reið yfir Filippseyjar á fimmtudag hefur hækkað mikið um helgina en nú er talið að 208 hið minnsta hafi látið lífið í óveðrinu. Erlent 20.12.2021 06:36 Ár frá hamförunum á Seyðisfirði: „Þetta var erfiður dagur í dag“ Í dag er ár liðið frá því að aurskriðurnar féllu á Seyðisfirði, sem rifu með tíu hús og skemmdu þrjú til viðbótar. Seyðfirðingar minntust atburðarins með fallegri athöfn í dag þar sem listaverk var afhjúpað sem sýnir húsin sem fóru með skriðunum máluð á litlar upplýstar glerkrukkur. Innlent 18.12.2021 21:16 Hræðast að tugir hafi látist vegna „ofurfellibyljar“ Talið er að minnst þrjátíu hafi farist á Filippseyjum eftir að ofurfellibylurinn Rai reið yfir í gær og í dag. Tuga er enn saknað. Erlent 18.12.2021 14:23 Um 200 þúsund gert að yfirgefa heimili sín vegna fellibyljarins Rai Ofurfellibylurinn Rai, sem heimamenn kalla Odette, skall á austurströnd Filippseyja á fimmtudag og færði með sér úrhellisrigningu sem óttast er að geti leitt til mikilla flóða. Erlent 16.12.2021 11:43 Náttúruhamfarir, áhlaupið á bandaríska þinghúsið og valdataka Talíbana Árið 2021 einkenndist af náttúruhamförum, pólitískum óstöðugleika, átökum og óánægju með sóttvarnaaðgerðir. Ekki bara hér á Íslandi heldur líka úti í heimi. Erlent 15.12.2021 07:15 Vonir kvikna um að fjöldi látinna sé helmingi lægri en óttast var Vonir hafa kviknað í Kentucky um að tala látinna í hvirfilbyljunum sem gengu yfir ríkið á föstudag sé lægri en í fyrstu var talið. Erlent 13.12.2021 06:58 Flúðu niður í kjallara í hvirfilbylnum Hátt í hundrað eru látnir í einhverjum verstu náttúruhamförum í seinni tíð í Bandaríkjunum. Íslendingur í St. Louis sem lokaði sig niðri í kjallara ásamt fjölskyldu sinni um helgina segir eyðilegginguna ofboðslega. Erlent 12.12.2021 19:46 „Óhugsandi harmleikur“ Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst heimsækja þau svæði sem verst hafa farið út úr hvirfilbyljum sem geisuðu um mið- og suðurríki Bandaríkjanna á föstudag, þegar það verður mögulegt. Hann segir það óhugsandi harmleik að missa ástvini sína í fárviðri. Erlent 12.12.2021 07:56 Óttast að yfir hundrað manns gæti hafa farist Nú er óttast að minnst sjötíu gæti hafa farist í hvirfilbyl í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi en talið að lokatalan gæti farið yfir hundrað. Mestu hamfarirnar urðu í bænum Mayfield í vesturhluta ríkisins en talið er að tugir hafi látist þegar hvirfilbylur lagði kertaverksmiðju í bænum í rúst. Erlent 11.12.2021 18:55 Telur minnst fimmtíu af eftir hvirfilbyl í Kentucky Ríkisstjóri Kentucky telur að minnst fimmtíu manns hafi látist af völdum hvirfilbyljar sem herjaði á ríkið í gærkvöld. Erlent 11.12.2021 11:30 Minnst 34 látnir og forsetinn heitir auknum aðgerðum Joko Widodo, forseti Indónesíu, hét því í dag að gefið yrði í þegar kæmi að björgunaraðgerðum og viðgerðum á skemmdum heimilum eftir eldgosið í Semeru-fjalli á Java. Minnst 34 eru látnir, sautján er saknað og þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín. Erlent 7.12.2021 11:00 Fjórtán látnir í eldgosinu í Indónesíu Fjórtán eru látnir og sjö er saknað eftir að fjallið Semeru á eyjunni Java í Indónesíu byrjaði að gjósa. Öskustrókurinn frá eldgosinu náði fleiri kílómetra upp í loftið. Erlent 5.12.2021 15:09 Stuttir aðventudagar við Grímsvötn og Heklu Grímsvötn eru í limbói þessa dagana. Hekla er að springa, öll bólgin og þennst út. Ragnar Axelsson veltir fyrir sér hvort Hekla eða Grímsvötn muni gjósa fljótlega. Lífið 4.12.2021 14:00 Íshellan í Grímsvötnum hefur lækkað um 23 metra Íshellan í Grímsvötnum hélt áfram að síga í nótt og hefur nú sigið um rúma 23 metra frá því að hún mældist hæst. Innlent 3.12.2021 06:42 Gígjukvísl orðin tíföld og grannt fylgst með merkjum um gosóróa Hlaupið úr Grímsvötnum brýst núna fram á Skeiðarársandi með vaxandi þunga og var vatnsrennsli í Gígjukvísl í dag orðið tífalt miðað við árstíma. Veðurstofan segir í tilkynningu nú síðdegis að vísindamönnum komi saman um að Grímsvötn séu tilbúin að gjósa. Engin merki hafa þó enn sést um eldsumbrot. Innlent 2.12.2021 20:55 Vatnsflæðið úr Grímsvötnum komið í þrefalt rennsli Ölfusár Kraftur Grímsvatnahlaupsins fer stigvaxandi og er flæðið úr vötnunum núna á við þrefalt rennsli Ölfusár. Þá hefur íshellan yfir vötnunum sigið um sex metra frá því í gær og alls um sextán metra frá því hlaup hófst þar fyrir hálfum mánuði. Engin merki sjást enn um eldsumbrot. Innlent 2.12.2021 12:07 « ‹ 12 13 14 15 16 17 18 19 20 … 22 ›
Nýjar myndir sýna eyðilegginguna á Tonga Stjórnvöld á eyjunni Tonga birtu myndir af eyðileggingu á eyjunni Tonga fyrr í dag eftir neðansjávareldgos sem hófst í Kyrrahafi síðustu helgi. Erlent 19.1.2022 19:05
Eins og fimm hundruð kjarnorkusprengjur hafi sprungið í einu Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) áætla að kraftur sprengigossins á Tonga hafi við til samræmis við að sprengja tíu megatonn af dínamíti. Það þýðir að sprengingin var álík því að sprengja fimm hundruð kjarnorkusprengjur eins og þeirri sem varpað var á Hiroshima við endalok seinni heimsstyrjaldarinnar. Erlent 19.1.2022 12:16
Skemmdirnar miklar og óttast að margir hafi dáið Tonga eyjaklasinn varð fyrir miklum skemmdum vegna stærðarinnar sprengigoss sem varð þar um helgina og flóðbylgju frá gosinu. Minnst eitt þorp gereyðilagðist og margar byggingar eru horfnar. Erindreki frá Tonga óttast að margir hafi dáið. Erlent 18.1.2022 12:17
Aska þekur Tonga og hamlar hjálparstarfi Um 200 manns vinna nú hörðum höndum að því að moka ösku af flugbrautinni á alþjóðaflugvelli Tonga því eins og stendur er ekki hægt að koma björgunarfólki og vistum til eyjaklasans. Erlent 18.1.2022 07:36
Ástralir og Nýsjálendingar senda vélar til Tonga til að kanna tjónið Flugvélar hafa verið sendar af stað frá Ástralíu og Nýja Sjálandi til að leggja mat á tjónið á Tonga eyjaklasanum eftir neðansjávareldgosið öfluga sem orsakaði flóðbylgju á eyjunum. Erlent 17.1.2022 06:45
Tonga-eyjar orðnar eins og tunglið Á Tonga-eyjaklasanum er umhorfs eins og á Tunglinu eftir gríðarlegt öskufall eftir neðanjarðareldgosið sem braust út í gær að sögn íbúa eyjanna. Þykkt öskulag hylur stóran hluta eyjanna alveg og hafa íbúar þeirra verið án rafmagns og símasambands síðan í gær. Erlent 16.1.2022 19:23
„Margt sem hefði getað farið illa“ Það er margt sem hefði getað farið illa en gerði það ekki, segir framkvæmdastjóri útgerðarinnar Vísis í Grindavík, sem situr þó uppi með fleiri tuga milljóna króna tjón eftir sjógang í óveðri við höfnina í gær. Fólk slapp með skrekkinn í gærkvöldi. Innlent 7.1.2022 11:54
Þúsundir flýja heimili sín vegna gróðurelda Rúmlega þrjátíu þúsund manns hafa flúið heimili sín í Colorado í Bandaríkjunum vegna gróðurelda. Þurrt hefur verið í ríkinu í haust og í vetur og mikill vindur er á svæðinu. Eldurinn breiðist því hratt út en talið er að eldsupptök megi rekja til rafmagnsmastra, sem féllu um koll í ofsaveðrinu. Erlent 31.12.2021 08:24
Tæplega fjögur hundruð látin á Filippseyjum Rúmlega 530 þúsund manns eiga um sárt að binda eftir eftir fellibylinn Rai og tugþúsundir hafast við í neyðarskýlum. Heimsmarkmiðin 29.12.2021 09:01
„Næstu 100-150 ár verður þetta í gangi“ Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga hefur engan bilbug látið á sér finna yfir hátíðirnar. Spennan í efri skorpunni er að sögn eldfjallafræðings að gefa sig vegna þrýstings og líkur eru taldar hafa aukist á öðru gosi. Innlent 26.12.2021 23:57
Magnaðar myndir RAX af gosstöðvunum í dag Allt er með kyrrum kjörum við Geldingadali, það er að segja ef litið er á þá úr flugvél. Þar er þó jarðskjálftahrina enn í fullum gangi og gæti eldgos hafist á ný fyrirvaralaust. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Geldingadali í dag. Innlent 23.12.2021 14:33
Skjálftarnir líkjast undanfara eldgoss Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi er mjög svipuð undanfara eldgossins sem hófst í Geldingadölum í vor. Prófessor í jarðeðlisfræði telur líklegt að kvika sé að brjóta sér leið upp að jarðskorpunni en segir alls ekki víst að hún muni skila sér á yfirborðið í eldgosi. Innlent 22.12.2021 11:51
Óþægilegt að fá skjálftahrinu rétt fyrir jól Grindvíkingar taka skjálftahrinunni sem nú gengur yfir á Reykjanesinu með ró og reyna að halda sinni rútínu fyrir hátíðirnar. Hún vekur þó upp óþægilegar minningar frá stóru hrinunni í byrjun árs og vöknuðu margir upp við vondan draum í nótt að sögn bæjarstjórans. Innlent 22.12.2021 10:25
Ungabörn komust lífs af eftir flugferð með biblíu í baðkarinu Fimmtán og þriggja mánaða gömul börn komust lífs af þegar fellibylur feykti húsi ömmu þeirra um koll í Kentucky síðustu helgi en amman hafði komið börnunum fyrir í baðkari þegar óveðrið gekk yfir og kann það að hafa bjargað lífi þeirra. Erlent 20.12.2021 11:41
Að minnsta kosti 208 látnir og eyðileggingin gríðarleg Dánartalan af völum ofur-fellibylsins Rai sem reið yfir Filippseyjar á fimmtudag hefur hækkað mikið um helgina en nú er talið að 208 hið minnsta hafi látið lífið í óveðrinu. Erlent 20.12.2021 06:36
Ár frá hamförunum á Seyðisfirði: „Þetta var erfiður dagur í dag“ Í dag er ár liðið frá því að aurskriðurnar féllu á Seyðisfirði, sem rifu með tíu hús og skemmdu þrjú til viðbótar. Seyðfirðingar minntust atburðarins með fallegri athöfn í dag þar sem listaverk var afhjúpað sem sýnir húsin sem fóru með skriðunum máluð á litlar upplýstar glerkrukkur. Innlent 18.12.2021 21:16
Hræðast að tugir hafi látist vegna „ofurfellibyljar“ Talið er að minnst þrjátíu hafi farist á Filippseyjum eftir að ofurfellibylurinn Rai reið yfir í gær og í dag. Tuga er enn saknað. Erlent 18.12.2021 14:23
Um 200 þúsund gert að yfirgefa heimili sín vegna fellibyljarins Rai Ofurfellibylurinn Rai, sem heimamenn kalla Odette, skall á austurströnd Filippseyja á fimmtudag og færði með sér úrhellisrigningu sem óttast er að geti leitt til mikilla flóða. Erlent 16.12.2021 11:43
Náttúruhamfarir, áhlaupið á bandaríska þinghúsið og valdataka Talíbana Árið 2021 einkenndist af náttúruhamförum, pólitískum óstöðugleika, átökum og óánægju með sóttvarnaaðgerðir. Ekki bara hér á Íslandi heldur líka úti í heimi. Erlent 15.12.2021 07:15
Vonir kvikna um að fjöldi látinna sé helmingi lægri en óttast var Vonir hafa kviknað í Kentucky um að tala látinna í hvirfilbyljunum sem gengu yfir ríkið á föstudag sé lægri en í fyrstu var talið. Erlent 13.12.2021 06:58
Flúðu niður í kjallara í hvirfilbylnum Hátt í hundrað eru látnir í einhverjum verstu náttúruhamförum í seinni tíð í Bandaríkjunum. Íslendingur í St. Louis sem lokaði sig niðri í kjallara ásamt fjölskyldu sinni um helgina segir eyðilegginguna ofboðslega. Erlent 12.12.2021 19:46
„Óhugsandi harmleikur“ Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst heimsækja þau svæði sem verst hafa farið út úr hvirfilbyljum sem geisuðu um mið- og suðurríki Bandaríkjanna á föstudag, þegar það verður mögulegt. Hann segir það óhugsandi harmleik að missa ástvini sína í fárviðri. Erlent 12.12.2021 07:56
Óttast að yfir hundrað manns gæti hafa farist Nú er óttast að minnst sjötíu gæti hafa farist í hvirfilbyl í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi en talið að lokatalan gæti farið yfir hundrað. Mestu hamfarirnar urðu í bænum Mayfield í vesturhluta ríkisins en talið er að tugir hafi látist þegar hvirfilbylur lagði kertaverksmiðju í bænum í rúst. Erlent 11.12.2021 18:55
Telur minnst fimmtíu af eftir hvirfilbyl í Kentucky Ríkisstjóri Kentucky telur að minnst fimmtíu manns hafi látist af völdum hvirfilbyljar sem herjaði á ríkið í gærkvöld. Erlent 11.12.2021 11:30
Minnst 34 látnir og forsetinn heitir auknum aðgerðum Joko Widodo, forseti Indónesíu, hét því í dag að gefið yrði í þegar kæmi að björgunaraðgerðum og viðgerðum á skemmdum heimilum eftir eldgosið í Semeru-fjalli á Java. Minnst 34 eru látnir, sautján er saknað og þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín. Erlent 7.12.2021 11:00
Fjórtán látnir í eldgosinu í Indónesíu Fjórtán eru látnir og sjö er saknað eftir að fjallið Semeru á eyjunni Java í Indónesíu byrjaði að gjósa. Öskustrókurinn frá eldgosinu náði fleiri kílómetra upp í loftið. Erlent 5.12.2021 15:09
Stuttir aðventudagar við Grímsvötn og Heklu Grímsvötn eru í limbói þessa dagana. Hekla er að springa, öll bólgin og þennst út. Ragnar Axelsson veltir fyrir sér hvort Hekla eða Grímsvötn muni gjósa fljótlega. Lífið 4.12.2021 14:00
Íshellan í Grímsvötnum hefur lækkað um 23 metra Íshellan í Grímsvötnum hélt áfram að síga í nótt og hefur nú sigið um rúma 23 metra frá því að hún mældist hæst. Innlent 3.12.2021 06:42
Gígjukvísl orðin tíföld og grannt fylgst með merkjum um gosóróa Hlaupið úr Grímsvötnum brýst núna fram á Skeiðarársandi með vaxandi þunga og var vatnsrennsli í Gígjukvísl í dag orðið tífalt miðað við árstíma. Veðurstofan segir í tilkynningu nú síðdegis að vísindamönnum komi saman um að Grímsvötn séu tilbúin að gjósa. Engin merki hafa þó enn sést um eldsumbrot. Innlent 2.12.2021 20:55
Vatnsflæðið úr Grímsvötnum komið í þrefalt rennsli Ölfusár Kraftur Grímsvatnahlaupsins fer stigvaxandi og er flæðið úr vötnunum núna á við þrefalt rennsli Ölfusár. Þá hefur íshellan yfir vötnunum sigið um sex metra frá því í gær og alls um sextán metra frá því hlaup hófst þar fyrir hálfum mánuði. Engin merki sjást enn um eldsumbrot. Innlent 2.12.2021 12:07