Milljónir manna heimilislaus eftir gríðarleg flóð Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. júní 2022 23:26 Indverskir hermenn hjálpa þorpsbúum í Jalimura, vestan við Gauhati-borg í Indlandi. AP Photo/Anupam Nath Milljónir manna eru heimilislaus og 18 látnir eftir gríðarmikil flóð í Bangladess og norðausturhluta Indlands. Herir beggja landa hafa verið kallaðir út til að hjálpa fólki sem er strandað vegna flóðanna. Búist er við því að rigningin haldi áfram út helgina. Björgunarsveitarmenn aðstoða íbúa í Korora-þorpi, vestan við Gauhati-borg á Indlandi.AP Photo/Anupam Nath Í frétt AP um málið er greint frá því að í Assam-fylki í Indlandi séu að minnsta kosti 9 látnir og að meira en tvær milljónir manna hafi misst heimili sín undir flóðin. Sanjay O’Neil, starfsmaður við veðurathugunarstöð í höfuðborg Assam-fylkis, segir úrkomumagnið fordæmalaust og býst við mikilli rigningu út sunnudag. Þá hefur fjöldi lestarfyrirtækja aflýst ferðum á Indlandi vegna linnulausra rigninga undanfarna fimm daga. Indverski herinn hefur verið kallaður út til að bregðast við hamförunum og ferðast hermenn á milli bæja á hraðbátum og björgunarflekum. Bangladess í mikilli hættu Í Bangladess hefur vatnsyfirborðið hækkað í öllum stærstu ám landsins, samkvæmt miðstöð flóðavarna í höfuðborginni Dhaka. Þá hefur flugum til og frá Osmani-flugvelli, alþjóðlegum flugvelli, í borginni Sylhet verið aflýst undanfarna þrjá daga. Það er ekki nema mánuður síðan að Bangladesh-búar urðu fyrir flóðum sem áttu sér stað í norður- og norðausturhluta landsins. Þar varð gríðarlegur fjöldi plantekra, vega og heimila fyrir barðinu á skyndiflóðum í undanfara monsún-tímabilsins. Íbúar í Sylhet-borg þurfa að vaða göturnar til að komast leiða sinna.AP/Abdul Goni Bangladess er í mikilli hættu vegna náttúruhamfara á borð við flóð og fellibyli sökum þess hve láglent landið er. Samkvæmt Milliríkjapanel Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (e. U.N.’s Intergovernmental Panel on Climate Change) mun um 17% Bangladess-íbúa þurfa að yfirgefa heimili sín næsta áratuginn ef hnattræn hlýnun heldur áfram á sama hraða. Náttúruhamfarir Veður Bangladess Indland Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Björgunarsveitarmenn aðstoða íbúa í Korora-þorpi, vestan við Gauhati-borg á Indlandi.AP Photo/Anupam Nath Í frétt AP um málið er greint frá því að í Assam-fylki í Indlandi séu að minnsta kosti 9 látnir og að meira en tvær milljónir manna hafi misst heimili sín undir flóðin. Sanjay O’Neil, starfsmaður við veðurathugunarstöð í höfuðborg Assam-fylkis, segir úrkomumagnið fordæmalaust og býst við mikilli rigningu út sunnudag. Þá hefur fjöldi lestarfyrirtækja aflýst ferðum á Indlandi vegna linnulausra rigninga undanfarna fimm daga. Indverski herinn hefur verið kallaður út til að bregðast við hamförunum og ferðast hermenn á milli bæja á hraðbátum og björgunarflekum. Bangladess í mikilli hættu Í Bangladess hefur vatnsyfirborðið hækkað í öllum stærstu ám landsins, samkvæmt miðstöð flóðavarna í höfuðborginni Dhaka. Þá hefur flugum til og frá Osmani-flugvelli, alþjóðlegum flugvelli, í borginni Sylhet verið aflýst undanfarna þrjá daga. Það er ekki nema mánuður síðan að Bangladesh-búar urðu fyrir flóðum sem áttu sér stað í norður- og norðausturhluta landsins. Þar varð gríðarlegur fjöldi plantekra, vega og heimila fyrir barðinu á skyndiflóðum í undanfara monsún-tímabilsins. Íbúar í Sylhet-borg þurfa að vaða göturnar til að komast leiða sinna.AP/Abdul Goni Bangladess er í mikilli hættu vegna náttúruhamfara á borð við flóð og fellibyli sökum þess hve láglent landið er. Samkvæmt Milliríkjapanel Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (e. U.N.’s Intergovernmental Panel on Climate Change) mun um 17% Bangladess-íbúa þurfa að yfirgefa heimili sín næsta áratuginn ef hnattræn hlýnun heldur áfram á sama hraða.
Náttúruhamfarir Veður Bangladess Indland Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira