Erlent

25 látnir á Filipps­eyjum vegna hita­beltis­stormsins Megi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Rúmlega þrettán þúsund manns þurftu að flýja strendur landsins.
Rúmlega þrettán þúsund manns þurftu að flýja strendur landsins. EPA

Að minnsta kosti 25 eru látnir á Filippseyjum eftir að hitabeltisstormurinn Megi gekk yfir landið. Mesta tjónið hefur orðið í flóðum og aurskriðum og eru björgunarsveitir enn að störfum við að bjarga fólki sem hefur orðið innlyksa á austur- og suðurströndum eyjaklasans.

Óveðrið skall á á sunnudag og er það fyrsta á þessu tímabili en venjulega skella um tuttugu slíkir stormar á Filippseyjum á hverju ári, að því er segir í frétt BBC.

Rúmlega þrettán þúsund manns þurftu að flýja strendur landsins og mikil rigning leiddi til rafmagnsleysis víða og orsakaði flóð og aurskriður. 

Langflest dauðsfallanna, eða 22 urðu í héraðinu Leyte þar sem stór skriða féll á þorp. Búist er við að veðrið fari að skána í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×