Hernaður

Fréttamynd

Komu eins og frelsandi englar og báru bíla í burtu

Umferðaröngþveiti hefur verið á Suðurstrandarvegi undanfarna daga þar sem hver göngumaðurinn á fætur öðrum hefur mætt til að bera eldgosið í Geldingadal augum. Ástand myndaðist á veginum í gær en þá komu norskir hermenn til bjargar.

Innlent
Fréttamynd

Öflugustu sprengjuþotur Bandaríkjahers æfðu undan ströndum Íslands í fyrrinótt

Tvær B-2 Spirit-herþotur og tvær B-1B Lancers-herþotur voru látnar hittast undan ströndum Íslands í fyrrinótt í æfingaflugi, sem Bandaríkjaher segir að hafi verið til að undirstrika þá miklu áherslu sem flugherinn leggi á norðurslóðir. Önnur tegundin er hljóðfrá, hin torséð og getur borið kjarnorkuvopn, og eru þær taldar skæðustu sprengjuþotur NATO-herja.

Innlent
Fréttamynd

Her­sveitir hörfa frá um­deildu stöðu­vatni

Indverskar og kínverskar hersveitir hafa hörfað frá landsvæði við stöðuvatnið Pangong í Himalaja-fjallgarðinum á landamærum ríkjanna. Mikil spenna hefur verið á svæðinu síðustu mánuði, en ríkin hafa lengi deilt um hvar landamærin skuli liggja.

Erlent
Fréttamynd

Segir þjóðar­morð hafa verið framið í á­tökunum

Útlægur leiðtogi Tigray-héraðs í Eþíópíu segir að átök eþíópískra yfirvalda og sveita Tigray hafi verið hamfarir og segi hann þjóðarmorð hafa verið framið. Hann hvetur alþjóðasamfélagið að grípa inn í og rannsaka hina meintu stríðsglæpi.

Erlent
Fréttamynd

Í dag varð heimurinn öruggari

Friðarsinnar um allan heim hafa ástæðu til að fagna í dag, 22. janúar, þegar nýr afvopnunarsáttmáli tekur gildi í heiminum. Sáttmálinn um bann við kjarnorkuvopnum er metnaðarfyllsta tilraun alþjóðasamfélagsins til að útrýma þessum skelfilegu vopnum sem allt of lengi hafa verið ógn við tilvist og framtíð jarðarbúa.

Skoðun
Fréttamynd

Alræmdi njósnarinn George Blake er látinn

George Blake, fyrrum njósnari bresku leyniþjónustunnar MI6 og einn alræmdasti „tvöfaldi útsendarinn“ á tímum Kalda stríðsins er látinn, 98 ára að aldri. Á yfir níu ára tímabili starfaði Blake sem njósnari fyrir Sovétríkin en hann afhenti upplýsingar sem leiddu til þess að upp komst um að minnsta kosti fjörutíu útsendara MI6 í Austur Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Beita óhefðbundnum hernaði gegn Taívan

Í október höfðu hernaðaryfirvöld Taívan sent orrustuþotur til móts við kínverskar orrustuþotur og sprengjuflugvélar alls 2.972 sinnum á árinu. Frá október 2019 til október í ár hefur flugherinn þurft að sinna alls 4.132 verkefnum, séu þjálfunarflug talin með. Þetta er 129 prósenta aukning miðað við sama tímabil 2018-2019.

Erlent
Fréttamynd

Rússneskur vísindamaður ákærður fyrir landráð

Rússneskur vísindamaður hefur verið ákærður fyrir landráð. Fregnir bárust af handtöku Anatoly Gubanov í gær og er hann sakaður um að hafa lekið leynilegum upplýsingum um þróun hljóðfrárra flugvéla og eldflauga til útsendara annars ríkis.

Erlent
Fréttamynd

Segir Kína ætla að drottna yfir Bandaríkjunum og heiminum öllum

John Ratcliffe, æðsti yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, segir að ráðamenn í Kína séu að undirbúa sig fyrir átök við Bandaríkin. Hann segir að Bandaríkjamenn og lýðræðið hafi ekki staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn síðan í seinni heimsstyrjöldinni.

Erlent
Fréttamynd

Armenar skila þriðja og síðasta land­svæðinu til Asera

Armenar hafa komið landsvæðinu Lachin í hendur Asera í samræmi við samkomulagið sem náðist milli ríkjanna eftir átökin um héraðið Nagorno-Karabakh í haust. Lachin er þriðja og síðasta landsvæðið sem Armenar áttu að afhenda Aserum, en áður höfðu Armenar yfirgefið svæðin Aghdam og Kalbajar.

Erlent
Fréttamynd

Segir aðgerðum í Tigray lokið

Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu segir að stjórnarher landsins stjórni nú að fullu Mekelle, höfuðborg Tigrayhéraðs. Hann segir einnig að hernaðaraðgerðum gegn Frelsishreyfingunni, sem stjórnað hafa héraðinu, sé lokið.

Erlent
Fréttamynd

Biðla til stjórn­valda að semja um vopna­hlé

Hjálparstofnanir hafa kallað eftir því að vopnahlé taki gildi þegar í stað svo að þær geti fært almennum borgurum í Tigray-héraði í norðurhluta Eþíópíu vistir, þar sem eþíópíski herinn og stjórn Tigray-héraðs hafa tekist á undanfarnar tvær vikur.

Erlent
Fréttamynd

Brenna heimili sín og flytja grafir

Þorpsbúar í Nagorno-Karabakh kveiktu í húsunum sínum í gær og í dag en um helgina verður stjórn svæðisins sem um ræðir afhent Aserum eftir að hafa verið á höndum Armena í áratugi. Íbúar Kalbajar flýja nú svæðið eftir að deiluaðilar gerðu vopnahlé og ljóst var að Aserar tækju við stjórn á morgun.

Erlent
Fréttamynd

Rússneskir friðargæsluliðar á leið til Nagorno-Karabakh

Rússneskir friðargæsluliðar lögðu í morgun af stað til Nagorno Karabakh héraðs í Aserbaídjan eins og ráð var fyrir gert í vopnahléssamningnum sem undirritaður var í gær af stríðandi fylkingum. Aserar og Armenar hafa háð harða bardaga um héraðið undanfarna mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Rúss­nesk her­þyrla skotin niður af Aserbaídsjan

Tveir létust þegar rússnesk herþyrla var skotin niður í Armeníu í dag. Aserbaídsjan hefur nú viðurkennt að hafa skotið þyrluna niður fyrir slysni og hefur berist afsökunar. Árásin tengist átökum milli Asera og Armena um héraðið Nagorno-Karabakh.

Erlent
Fréttamynd

Átök halda áfram í Na­gorno-Kara­bakh

Átök brutust út á milli hersveita Aserbaídsjan og Armena sem búsettir eru í Nagorno-Karabakh í dag. Aserar og Armenar hafa báðir kennt hvor öðrum um að hafa komið í veg fyrir friðsamlegar málalyktir í átökunum um héraðið.

Erlent
Fréttamynd

Fluttu hjálpargögn en ekki vopn til Jerevan

Fjölmiðlar í Aserbaídsjan segja að vopn hafi verið flutt frá Íslandi til Armeníu um helgina og hafa vísað til fragtflugvélar Icelandair sem flogið var frá Keflavík til Jerevan, höfuðborgar Armeníu.

Innlent