Pútín sagður einangraður og með ofsóknaræði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 2. mars 2022 09:52 Vladimír Pútín Rússlandsforseti er sagður bæði einangraður og með ofsóknaræði. AP/Alexei Nikolsky Starfsmenn leyniþjónusta í Bandaríkjunum og Evrópu vinna hörðum höndum þessa dagana að því að átta sig á hugarástandi Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Sú mynd sem hefur verið teiknuð upp af honum er að hann virðist einangraður og treysti á smáan hóp ráðgjafa sem hafi ekki sagt honum sannleikann um það hversu erfitt Rússum er að reynast að sigra Úkraínu. Pútín er talinn með mikið ofsóknaræði og er sagður vanmeta samkennd andstæðinga sinna og er óttast að hann muni bregðast harkalega við, verði hann málaður út í horn. Sá ótti hefur leitt til þess að undanfarna daga hafa ráðamenn í vesturveldunum svokölluðu ítrekað sagt opinberlega að Atlantshafsbandalagið muni ekki grípa inn í átökin í Úkraínu með beinum hætti. Ráðgjafar hafi gefið Pútín rangar upplýsingar Samkvæmt frétt Washington Post jukust áhyggjur ráðamanna í Bandaríkjunum og Evrópu verulega þegar Pútín setti kjarnorkuvopnasveitir sínar í viðbragðsstöðu. Þá fóru þeir að kalla eftir frekari upplýsingum um hugarástand forsetans rússneska. Fyrir innrásina í Úkraínu sögðu leyniþjónustur í Bandaríkjunum og Bretlandi að ráðgjafar Pútíns væru að gefa honum rangar upplýsingar um hversu auðvelt það yrði fyrir Rússland að sigra Úkraínu. Einn heimildarmaður Washington Post frá Evrópu sagði Pútín ekki í góðu ástandi. Hann öskraði mikið á starfsfólk sitt og innrásin væri langt á eftir áætlun. „Þetta er hættulegur tími fyrir Pútín,“ sagði heimildarmaðurinn. Hann sagði að ef Pútín heyrði af því að NATO væri að íhuga að loka lofthelginni yfir Úkraínu, eins og Úkraínumenn hafa beðið um, myndi Pútín rakleiðis hugsa um Moammar Gaddafi, einræðisherra Líbíu sem var drepinn af uppreisnarmönnum árið 2011. Það var eftir að NATO lokaði lofthelgi Líbíu og gerði loftárásir gegn her einræðisherrans og er það talið hafa leitt til falls hans. Segir innrásina munu verða grimmilegri Þá muni það reynast Rússum mjög erfitt að hernema Úkraínu. Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, telur það bæði vegna stærðar landsins og fjölda landsmanna, sem muni veita harða mótspyrnu. Það er þá sem mannfallið mun fara að taka sinn toll, segir Wallace. Rússar segjast ekki hafa í hyggju að hernema Úkraínu, heldur koma fasískum öflum frá. Hins vegar er óljóst hvernig þeir sjá framhaldið fyrir sér, þar sem Úkraínumenn eru alfarið á móti afskiptum Rússa og líklegir til að velja sér nýja ráðamenn þegar innrásarherinn er á brott. Þá telur Wallace að áhlaup Rússa verði grimmilegra eftir því sem á líður. Hann sagði í samtali við útvarpsstöðina LBC að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði ekki fengið sínu framgengt og hefði brugðist við með því að umkringja borgir og ráðast gegn þeim á næturnar. Hann myndi að lokum freista þess að brjóta alla andspyrnu á bak aftur og ráðast inn í borgirnar. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Vildi sannfæra þjóðina um árangur sinn Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hélt sína fyrstu stefnuræðu fyrir báðar deildar Bandaríkjaþings í nótt. Þar hét Biden því að halda aftur af innrás Rússa í Úkraínu, koma böndum á verðbólgu í Bandaríkjunum og kveða niður kórónuveiruna. 2. mars 2022 08:55 Vaktin: Pútín sagður einangraður og með ofsóknaræði Rúm vika er liðin frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. 2. mars 2022 06:49 Hart barist í Karkív eftir að rússneskar hersveitir lenda í borginni Rússneskar hersveitir lentu í Karkív um klukkan 3 í nótt og harðir bardagar standa nú yfir milli þeirra og úkraínska hersins. Úkraínsk yfirvöld greindu frá því í nótt að ráðist hefði verið á hersjúkrahús í borginni og að bardagar hefðu brotist út á milli „innrásarhermanna og úkraínskra varnaraðila“. 2. mars 2022 06:22 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Sú mynd sem hefur verið teiknuð upp af honum er að hann virðist einangraður og treysti á smáan hóp ráðgjafa sem hafi ekki sagt honum sannleikann um það hversu erfitt Rússum er að reynast að sigra Úkraínu. Pútín er talinn með mikið ofsóknaræði og er sagður vanmeta samkennd andstæðinga sinna og er óttast að hann muni bregðast harkalega við, verði hann málaður út í horn. Sá ótti hefur leitt til þess að undanfarna daga hafa ráðamenn í vesturveldunum svokölluðu ítrekað sagt opinberlega að Atlantshafsbandalagið muni ekki grípa inn í átökin í Úkraínu með beinum hætti. Ráðgjafar hafi gefið Pútín rangar upplýsingar Samkvæmt frétt Washington Post jukust áhyggjur ráðamanna í Bandaríkjunum og Evrópu verulega þegar Pútín setti kjarnorkuvopnasveitir sínar í viðbragðsstöðu. Þá fóru þeir að kalla eftir frekari upplýsingum um hugarástand forsetans rússneska. Fyrir innrásina í Úkraínu sögðu leyniþjónustur í Bandaríkjunum og Bretlandi að ráðgjafar Pútíns væru að gefa honum rangar upplýsingar um hversu auðvelt það yrði fyrir Rússland að sigra Úkraínu. Einn heimildarmaður Washington Post frá Evrópu sagði Pútín ekki í góðu ástandi. Hann öskraði mikið á starfsfólk sitt og innrásin væri langt á eftir áætlun. „Þetta er hættulegur tími fyrir Pútín,“ sagði heimildarmaðurinn. Hann sagði að ef Pútín heyrði af því að NATO væri að íhuga að loka lofthelginni yfir Úkraínu, eins og Úkraínumenn hafa beðið um, myndi Pútín rakleiðis hugsa um Moammar Gaddafi, einræðisherra Líbíu sem var drepinn af uppreisnarmönnum árið 2011. Það var eftir að NATO lokaði lofthelgi Líbíu og gerði loftárásir gegn her einræðisherrans og er það talið hafa leitt til falls hans. Segir innrásina munu verða grimmilegri Þá muni það reynast Rússum mjög erfitt að hernema Úkraínu. Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, telur það bæði vegna stærðar landsins og fjölda landsmanna, sem muni veita harða mótspyrnu. Það er þá sem mannfallið mun fara að taka sinn toll, segir Wallace. Rússar segjast ekki hafa í hyggju að hernema Úkraínu, heldur koma fasískum öflum frá. Hins vegar er óljóst hvernig þeir sjá framhaldið fyrir sér, þar sem Úkraínumenn eru alfarið á móti afskiptum Rússa og líklegir til að velja sér nýja ráðamenn þegar innrásarherinn er á brott. Þá telur Wallace að áhlaup Rússa verði grimmilegra eftir því sem á líður. Hann sagði í samtali við útvarpsstöðina LBC að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði ekki fengið sínu framgengt og hefði brugðist við með því að umkringja borgir og ráðast gegn þeim á næturnar. Hann myndi að lokum freista þess að brjóta alla andspyrnu á bak aftur og ráðast inn í borgirnar.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Vildi sannfæra þjóðina um árangur sinn Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hélt sína fyrstu stefnuræðu fyrir báðar deildar Bandaríkjaþings í nótt. Þar hét Biden því að halda aftur af innrás Rússa í Úkraínu, koma böndum á verðbólgu í Bandaríkjunum og kveða niður kórónuveiruna. 2. mars 2022 08:55 Vaktin: Pútín sagður einangraður og með ofsóknaræði Rúm vika er liðin frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. 2. mars 2022 06:49 Hart barist í Karkív eftir að rússneskar hersveitir lenda í borginni Rússneskar hersveitir lentu í Karkív um klukkan 3 í nótt og harðir bardagar standa nú yfir milli þeirra og úkraínska hersins. Úkraínsk yfirvöld greindu frá því í nótt að ráðist hefði verið á hersjúkrahús í borginni og að bardagar hefðu brotist út á milli „innrásarhermanna og úkraínskra varnaraðila“. 2. mars 2022 06:22 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Vildi sannfæra þjóðina um árangur sinn Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hélt sína fyrstu stefnuræðu fyrir báðar deildar Bandaríkjaþings í nótt. Þar hét Biden því að halda aftur af innrás Rússa í Úkraínu, koma böndum á verðbólgu í Bandaríkjunum og kveða niður kórónuveiruna. 2. mars 2022 08:55
Vaktin: Pútín sagður einangraður og með ofsóknaræði Rúm vika er liðin frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. 2. mars 2022 06:49
Hart barist í Karkív eftir að rússneskar hersveitir lenda í borginni Rússneskar hersveitir lentu í Karkív um klukkan 3 í nótt og harðir bardagar standa nú yfir milli þeirra og úkraínska hersins. Úkraínsk yfirvöld greindu frá því í nótt að ráðist hefði verið á hersjúkrahús í borginni og að bardagar hefðu brotist út á milli „innrásarhermanna og úkraínskra varnaraðila“. 2. mars 2022 06:22