Erlent

Rússar standi ekki við lof­orð um út­göngu­leiðir

Hólmfríður Gísladóttir, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Samúel Karl Ólason og Árni Sæberg skrifa
Gennady Laguta er svæðisstjóri Kherson
Gennady Laguta er svæðisstjóri Kherson Facebook

Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með og flytja fréttir af þróun mála í Úkraínu. Árásir Rússa á stærsta kjarnorkuver Evrópu vöktu hörð viðbrögð víða um heim, eftir að eldur kviknaði í einni byggingu versins í nótt.

Við fylgjumst með gangi mála í vaktinni hér neðst í fréttinni.

Það helsta sem er að gerast:

  • Vladimír Pútin krefst þess að Úkraínumenn leggi niður vopn, viðurkenndi eignarrétt Rússa á Krímskaga og viðurkenni sjálfstæði aðskilnaðarsinna í Donbas.
  • Þá staðhafði Pútín við kanslara Þýskalands í dag að Rússar hefðu ekki gert árásir á almenna borgara í Úkraínu. Það er ekki rétt hjá Pútín.
  • Rússar hafa náð Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu á sitt vald en eldur kviknaði þar í átökunum í nótt. Árás Rússa hefur verið fordæmd.
  • NATO ætlar ekki að setja á flugbann yfir Úkraínu, eins og Úkraínumenn hafa farið fram á.
  • Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði framgöngu Vladimir Pútín Rússlandsforseta ógn við öryggi Evrópu og fer fram á neyðarfund hjá öryggisráðinu.
  • Rússar hafa haldið umfangsmiklum loft- og stórskotaliðsárásum á umkringdar borgir og bæi áfram.
  • Áhyggjur eru uppi vegna hernaðargagnalestarinnar sem hefur mjakast í átt að Kænugarði síðustu daga. Menn velta því nú fyrir sér hvort hersveitirnar sem mynda lestina, sem telja um 15 þúsund hermenn, séu að endurskipuleggja sig og undirbúa árás á höfuðborgina.
  • Sérfræðingar og embættismenn segja ólíklegt að Úkraínumenn geti varist Rússum til lengdar, þó þeir hafi sýnt mikla kænsku hingað til.
  • Rússar eru reiðir yfir ummælum bandarísks öldungadeildarþingmanns um að réttast væri að ráða Vladimír Pútín, forseta Rússlands, af dögum.

Hér má finna vakt gærdagsins.

Ástandið í Úkraínu.Vísir



Fleiri fréttir

Sjá meira
×