Spænski boltinn

Fréttamynd

Robinho hótar að hætta hjá Real

Brasilíski framherjinn Robinho hefur nú endanlega fengið sig fullsaddan af því að sitja á tréverkinu hjá Real Madrid og hefur sent forráðamönnum félagsins skýr skilaboð. Leyfið mér að spila eða ég er farinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Rijkaard: Áfall að missa af Henry

Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, segir að það hafi verið mikið áfall fyrir félagið í sumar þegar því mistókst að krækja í framherjann Thierry Henry hjá Arsenal. Hann segist bjartsýnn á að Barca nái að halda í þá Ronaldinho og Samuel Eto´o þrátt fyrir þrálátan orðróm um að þeir séu að fara frá félaginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldinho orðaður við AC Milan

Mikið er nú slúðrað um framtíð Brasilíumannsins Ronaldinho hjá Barcelona í spænskum og ítölskum fjölmiðlum. Corriere dello Sport greindi frá því í dag að AC Milan væri að undirbúa tilboð í kappann eftir að bróðir hans og umboðsmaður sást snæða kvöldverð með framkvæmdastjóra ítalska félagsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Motta: Ég tapaði sjálfstraustinu

Brasilíumaðurinn Thiago Motta hjá Barcelona hefur nú beðist afsökunar á því að hafa ekki mætt á æfingu hjá liðinu í síðustu viku og ber því við að hann hafi tapað sjálfstraustinu eftir slakan fyrri leik gegn Liverpool í Meistaradeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Flöskukastarinn kærður og settur í bann

Þrítugur ársmiðahafi hjá spænska liðinu Real Betis hefur verið settur í bann af félaginu og kærður til lögreglu fyrir að kasta plastflösku í Juande Ramos þjálfara Sevilla í bikarleik liðanna á dögunum. Leikurinn var flautaður af eftir að Sevilla hafði náð 1-0 forystu, en honum verður haldið áfram fyrir luktum dyrum á heimavelli Getafe þann 20. mars næstkomandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona vill fá Robben

Forráðamenn Barcelona eru sagðir vera að undirbúa tilboð í hollenska vængmanninn Arjen Robben frá Chelsea. Samkvæmt spænskum fjölmiðlum er Barcelona búið að gefa upp vonina á að fá Cristiano Ronaldo frá Man. Utd. og hefur félagið því snúið sér að Robben, sem hefur ekki átt fast sæti í liði Chelsea á tímabilinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Robben á leið til Barcelona?

Enska blaðið The Sun segir að hollenski útherjinn, Arjen Robben, sé orðinn leiður á vistinni hjá Englandsmeisturum Chelsea.  Blaðið segir að Txiki Begiristain yfirmaður knattspyrnumála hjá Spánarmeisturum Barcelona beini nú kastljósinu að Robben.  Barcelona hefur í nokkurn tíma sagt ætla að freista þess að kaupa Portúgalann Ronaldo hjá Manchester United.  Ronaldo verður væntanlega áfram í herbúðum United og þess vegna skoðar Barcelona möguleikann á því að fá Arjen Robben í sínar raðir.

Fótbolti
Fréttamynd

Óvænt tap Sevilla gegn Gimnastic á Spáni

Sevilla mistókst að komast fram yfir Barcelona og á topp spænsku úrvalsdeildarinnar þegar liðið tapaði mjög óvænt fyrir einu af neðstu liðum deildarinnar, Gimntastic, með einu marki gegn engu. Þetta var fyrsta tap Sevilla í síðustu átta leikjum í spænsku deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Nistelrooy: Skil ekki hvernig við náðum ekki að vinna

Hollenski framherjinn Ruud van Nistelrooy hjá Real Madrid segir með ólíkindum að Barcelona skuli hafa sloppið með jafntefli í leik liðanna í spænsku úrvalsdeildinni, svo miklir hafi yfirburðir Real verið. Hetja heimamanna, Lionel Messi, segir að gærdagurinn muni seint líða honum úr minni.

Fótbolti
Fréttamynd

Rijkaard: Messi hefur magnaða hæfileika

Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, hélt ekki vatni yfir frammistöðu Argentínumannsins Lionel Messi, sem skoraði þrennu í leik liðsins gegn Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Fabio Capello, þjálfari Real Madrid, sagði Victor Valdes í marki Barcelona, hafa komið í veg fyrir sigur sinna manna.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi skoraði þrennu og jafnaði á síðustu mínútu

Lionel Messi var hetja Barcelona í leik liðsins gegn Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld, en hann skoraði öll þrjú mörk liðsins í 3-3 jafntefli, það síðasta þegar ein mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma. Leikurinn var stórkostleg skemmtun en Eiður Smári Guðjohnsen lék síðustu 10 mínútur leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Mikið fjör í fyrri hálfleik á Nou Camp

Stórleikur Barcelona og Real Madrid í spænska boltanum í kvöld hefur reynst hin frábæra skemmtun og nú þegar fyrri hálfleikur er liðinn hafa fjögur mörk litið dagsins ljós, tvö frá hvoru liði. Lionel Messi hefur skorað bæði mörk Barcelona en Ruud van Nistelrooy bæði mörk Real Madrid. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður í hópi varamanna Barcelona

Eiður Smári Guðjohnsen byrjar á varamannabekknum hjá Barcelona sem tekur á móti erkifjendunum í Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Það er Samuel Eto´o sem spilar í fremstu víglínu Barcelona ásamt Ronaldinho og Lionel Messi. Byrjunarlið Barcelona er óbreytt frá því í leiknum gegn Liverpool í Meistaradeildinni á þriðjudag.

Fótbolti
Fréttamynd

Dida fer ekki til Barcelona

Brasilíski markvörðurinn Dida hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við lið sitt AC Milan á Ítalíu og bundið þannig enda á vangaveltur um framtíð sína. Dida hafði sterklega verið orðaður við Barcelona, til að leysa hinn mistæka Victor Valdés af á næstu leiktíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður Smári segir Barcelona verða að rífa sig upp

Eiður Smári Guðjohnsen segir að leikmenn Barcelona megi ekki hengja haus þrátt fyrir að vera fallnir úr leik í Meistaradeild Evrópu og sér hann stórleikinn gegn Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld sem kjörið tækifæri til að rífa menn upp. Eiður Smári er í hópnum hjá Barcelona fyrir leikinn í kvöld, en hann verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn kl. 21.

Fótbolti
Fréttamynd

Roberto Carlos hættir með Real Madríd í vor

Brasilíski knattspyrnumaðurnn Roberto Carlos hyggst hætta að leika með spænska liðinu Real Madrid í vor eftir ellefu ára dvöl hjá konungsliðinu. Þetta kemur fram í viðtali við hann í spænska íþróttadagblaðinu Marca í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Cannavaro og Carlos meiddir

Varnarmennirnir Fabio Cannavaro og Roberto Carlos geta ekki leikið með liði Real Madrid þegar það mætir Barcelona í leik ársins á Spáni, en þeir eiga báðir við meiðsli að stríða. Cannavaro verður frá í tvær vikur en Carlos í mánuð. Þá er Ronaldinho tæpur hjá Barcelona vegna meiðsla, en þessi stórslagur verður sýndur beint á Sýn á laugardagskvöldið.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo ætlar að sitja fyrir nakinn

Brasilíski framherjinn Ronaldo hjá AC Milan og fyrrum leikmaður Real Madrid, segir að leikmenn spænska liðsins vantreysti þjálfara sínum Fabio Capello. Ronaldo gagnrýnir vinnuaðferðir Ítalans harðlega, en þeir tveir áttu sem kunnugt er litla samleið hjá Real fyrr í vetur. Hann segist líka vera orðinn hundleiður á því að fólk kalli hann feitan.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldinho tæpur fyrir stórleikinn á laugardag

Brasilíumaðurinn Ronaldinho mætti ekki á æfingu hjá Barcelona í dag vegna tognunar í vinstri fæti. Hann mun gangast undir frekari læknisrannsóknir, en óttast er að hann missi af stórleiknum við Real Madrid á laugardagskvöldið. Endanleg ákvörðun um þáttöku leikstjórnandans verður líklega ekki tekin fyrr en á laugardag, en ljóst er að mikið er í húfi í leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Beckham verður frá í mánuð

Vonir David Beckham um að vinna sér sæti í enska landsliðinu á ný dvínuðu til muna í dag þegar ljóst varð að hann verði frá keppni í mánuð vegna hnémeiðsla. Beckham meiddist í leik Real Madrid og Getafe í gær og því er ljóst að kappinn kemur ekki mikið við sögu það sem eftir er ferils hans hjá spænska liðinu fram á vorið.

Fótbolti
Fréttamynd

Real tapaði stigum

Real Madrid tókst ekki að komast upp að hlið Valencia í spænska boltanum í kvöld þegar liðið náði aðeins 1-1 jafntefli gegn lægra skrifuðum grönnum sínum í Getafe á heimavelli. Daniel Guiza kom gestunum í 1-0 eftir 38 mínútur en Ruud Van Nistelrooy jafnaði úr víti á lokasekúndum fyrri hálfleiksins. Heimamenn komust ekki lengra að þessu sinni og þurfa að sætta sig við fjórða sætið - tveimur stigum á eftir Valencia.

Fótbolti
Fréttamynd

Robinho lánaður til heimalandsins?

Umboðsmaður brasilíska framherjans Robinho segir að forráðamenn Real Madrid ættu að fara að ákveða sig hvort þeir ætli að nota leikmanninn á næstunni, því hann sé með fjölda tilboða á borðinu um að fara sem lánsmaður til Brasilíu.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður kom inn sem varamaður í sigri Barca

Barcelona er komið í 8-liða úrslit spænska konungsbikarsins eftir 2-1 útisigur á Zaragoza í síðari leik liðanna í kvöld. Barca tapaði fyrri leiknum 1-0 en fer áfram á útimörkum. Xavi og Iniesta skoruðu mörk Barcelona í kvöld en Eiður Smári Gudjohnsen kom inn sem varamaður á 85. mínútu leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Þjálfari Sevilla borinn rotaður af velli

Leikur Real Betis og Sevilla í spænska konungsbikarnum í kvöld var flautaður af í upphafi síðari hálfleiks eftir að þjálfari Sevilla rotaðist þegar aðskotahlut var kastað í höfuð hans. Liðin eru einir hatrömmustu erkifjendur í spænsku deildinni, en Sevilla var marki yfir þegar flautað var af. Juande Ramos þjálfari var fluttur á sjúkrahús eftir atvikið, en er sagður hafa rankað við sér í sjúkrabílnum á leiðinni þangað.

Fótbolti
Fréttamynd

Arsenal bauð í Robinho

Umboðsmaður brasilíska sóknarmannsins Robinho hjá Real Madrid hefur greint frá því að Arsenal og AC Milan hafi viljað fá leikmanninn í sínar raðir þegar leikmannaglugginn var opinn í upphafi ársins. Forráðamenn Real Madrid komu hins vegar í veg fyrir að Robinho færi því félagið ku ekki vera tilbúið að selja Brasilíumanninn.

Fótbolti
Fréttamynd

Ibanez: Real Madrid er lélegt lið

Pablo Ibanez, varnarmaður Atletico Madrid, segist sjaldan hafa séð eins lélega frammistöðu hjá Real Madrid eins og þegar liðin mættust á föstudagskvöld í spænsku úrvalsdeildinni. Ibanez segir með ólíkindum að Atletico hafi ekki náð að vinna leikinn, en hann endaði með 1-1 jafntefli.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldinho: Ég hef aldrei verið í betra formi

Ronaldinho, brasilíski snillingurinn hjá Barcelona, kveðst aldrei hafa verið í betra formi og að hann hafi verið staðráðinn í að sýna það í leiknum gegn Atletico Bilbao í gær. Ronaldinho var stórkostlegur í leiknum, en fyrir nokkrum dögum voru birtar myndir sem gáfu til kynna að hann hefði fitnað um nokkur kíló.

Fótbolti
Fréttamynd

Eto'o: Búinn að bíða lengi eftir þessu marki

Samuel Eto'o, framherji Barcelona, er mjög ánægður með að vera búinn að finna skotskóna á ný en hann skoraði eitt marka Barcelona í auðveldum sigri liðsins á Atletico Bilbao í gær, 3-0. Eto'o segist hafa beðið lengi eftir þessu marki, en slæm hnémeiðsli héldu honum frá keppni í tæpa fimm mánuði fyrr í vetur.

Fótbolti
Fréttamynd

Eto´o skoraði í öruggum sigri Barcelona

Barcelona er komið með tveggja stiga forystu á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir léttan 3-0 sigur á Atletico Bilbao á Nou Camp í kvöld. Xavi og Samuel Eto´o skoruðu mörk Barcelona í leiknum auk þess sem eitt markið var sjálfsmark. Eto´o var óvænt í byrjunarliðinu í kvöld en Eiður Smári Guðjohnsen sat allan tímann á varamannabekknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Eto´o byrjar – Eiður Smári á bekknum

Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í byrjunarliði Barcelona sem tekur á móti Atletico Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld, þvert á spár helstu fjölmiðla Spánar. Í fremstu víglínu liðsins í kvöld er Samuel Eto´o, sem er í fyrsta sinn í byrjunarliðinu síðan í október. Leikurinn hófst kl. 20 og er í beinni útsendingu á Sýn.

Fótbolti