Spænski boltinn

Fréttamynd

Sannfærandi sigur hjá Real Madrid

Real Madrid styrkti stöðu sína í þriðja sæti spænsku deildarinnar í kvöld með öruggum 4-1 sigri á Atletic Bilbao á útivelli. David Beckham lagði upp fyrsta markið fyrir Sergio Ramos, Ruud Van Nistelrooy skoraði sitt hvoru megin við hálfleikinn og Guti bætti við fjórða markinu á lokamínútunni eftir að heimamenn höfðu minnkað muninn. Real á enn möguleika á spænska meistaratitlinum og hefur leikið ágætis knattspyrnu í undanförnum leikjum.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona á toppinn

Barcelona skaust í toppsætið í spænsku deildinni í dag með 1-0 sigri á Levante á heimavelli sínum. Það var framherjinn Samuel Eto´o sem skoraði sigurmark liðsins í fyrri hálfleik. Eiður Smári Guðjohnsen var á bekknum hjá Barcelona en kom ekki við sögu í leiknum. Nú um klukkan 19 hefst svo bein útsending frá leik Bilbao og Real Madrid sem er lokaleikurinn í umferðinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona - Levante í beinni

Leikur Barcelona og Levante í spænska boltanum er nú hafinn og er hann í beinni útsendingu á Sýn. Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Barcelona. Þá er fjórði leikur Miami og Chicago í úrslitakeppni NBA kominn á fullt og hann er í beinni útsendingu á Sýn Extra í lýsingu Svala Björgvinssonar og Friðriks Inga Rúnarssonar.

Fótbolti
Fréttamynd

Joaquin bjargaði Valencia

Miðjumaðurinn knái Joaquin hjá Valencia var hetja sinna manna í kvöld þegar liðið vann mikilvægan 2-0 sigur á Recreativo og hélt sér í fjórða sæti spænsku deildarinnar. Joaquin skoraði bæði mörk liðsins á þriggja mínútna kafla í síðari hálfleik. Zaragoza getur þó slegið Valencia úr Evrópusætinu á morgun með sigri á Osasuna. Barcelona er í efsta sæti deildarinnar með 59 stig, Sevilla hefur 58, Real 57 og Valencia 56.

Fótbolti
Fréttamynd

David Beckham er orðinn eins og Scooter

David Beckham er ekki vanur að láta sitt eftir liggja í heimi tískunnar og hann hefur nú komið tískumógúlum um allan heim í opna skjöldu með því að láta aflita á sér hárið. Þýska blaðið Bild hitti naglann á höfuðið í dag þegar það sagði Beckham vera orðinn eins og danstónlistarfrömuðurinn HP Baxter í útliti - en hann er betur þekktur sem íslandsvinurinn Scooter.

Fótbolti
Fréttamynd

Espanyol með annan fótinn í úrslitum

Spænska liðið Espanyol er komið með annan fótinn í úrslitaleik Evrópukeppni félagsliða eftir 3-0 sigur á þýska liðinu Bremen í fyrri viðureign liðanna í kvöld. Moises Hurtado kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik og Walter Pandiani og varamaðurinn Ferran Corominas tryggðu sigurinn í þeim síðari. Markvörðurinn Tim Wiese var rekinn af velli hjá Bremen eftir klukkutíma leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Mijatovic: Það voru mistök að leyfa Beckham að fara

Predrag Mijatovic, yfirmaður knattspyrnumála hjá spænska liðinu Real Madrid, viðurkenndi í samtali við breska blaðið The Sun í dag að það hefðu verið mistök að leyfa David Beckham að fara frá félaginu. Hann segir klaufaskap í samningaviðræðunum vera ástæðu brottfarar leikmannsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid ætlar að kaupa Saviola

Spænska blaðið Marca hefur í dag eftir umboðsmanni Argentínumannsins Javier Saviola hjá Barcelona að leikmaðurinn hafi gert munnlegt samkomulag um að ganga í raðir erkifjendanna í Real Madrid. Samningur Saviola rennur út í sumar en þessi 25 ára gamli framherji hefur aldrei náð að festa sig í sessi hjá Barcelona.

Fótbolti
Fréttamynd

Beckham: Ég myndi aldrei gagnrýna Capello

David Beckham segist bera mikla virðngu fyrir þjálfara sínum Fabio Capello hjá Real Madrid og segir aldrei hafa komið til greina að gagnrýna hann þó hann hafi tekið sig út úr liðinu á sínum tíma. Capello neitaði að láta Beckham spila fyrst eftir að hann samdi við LA Galaxy í Bandaríkjunum, en hann vann sér aftur sæti í liðinu með dugnaði sínum.

Fótbolti
Fréttamynd

Real í viðræðum við Diego?

Svo virðist sem forráðamenn Real Madrid ætli að eiga það á hættu að vekja reiði enn eins félagsins í Evrópu vegna afskipta af samningsbundnum leikmanni. Spænska blaðið Marca greindi frá því í dag að Real hafi verið í sambandi við brasilíska miðjumanninn Diego hjá Werder Bremen.

Fótbolti
Fréttamynd

Keppinautarnir ánægðir með tap Barcelona

Forráðamenn Real Madrid og Sevilla, helstu keppinauta Barcelona í baráttunni um spænska meistaratitilinn í fótbolta, hafa lýst yfir ánægju sinni með tap liðsins fyrir Villareal í gær. Frank Rijkaard, stjóri Barca, var mjög óánægður með frammistöðu leikmanna sinna fyrir framan markið í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona tapar og spennan eykst á Spáni

Spennan eykst með hverjum leik í spænsku úrvalsdeildinni og harnaði toppbaráttan enn frekar í kvöld þegar Barcelona tapaði fyrir Villeral, 2-0. Á sama tíma vann Sevilla öruggan sigur á Atletico Bilbao, 4-1, og munar nú aðeins einu stigi á liðunum. Eiður Smári Guðjohnsen lék síðustu 15 mínúturnar fyrir Barcelona.

Fótbolti
Fréttamynd

Beckham lagði upp sigurmarkið fyrir Ramos

Real Madrid vann góðan sigur á Valencia á heimavelli sínum í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Úrslitin urðu 2-1, Real í vil, en það var varnarmaðurinn Sergio Ramos sem skoraði sigurmarkið á 73. mínútu eftir frábæra sendingu David Beckham úr aukaspyrnu. Með sigrinum kemst Real upp í 2. sæti deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Celtic á eftir Eiði Smára?

El Mundo Deportivo, útbreiddasta blað Katalóníu-héraðs á Spáni, segir að skoska stórveldið Celtic sé á höttunum á eftir Eiði Smára Guðjohnsen, fyrirliða íslenska landsliðsins og leikmanni Barcelona. Fréttin virðist þó eingöngu byggð á getgátum blaðamanns því ekkert er haft eftir forráðamönnum Celtic. Enn fremur segir að Man. Utd hafi enn áhuga á Eiði Smára.

Fótbolti
Fréttamynd

Leikur Abidal með Eiði hjá Barca?

Evrópu- og Spánarmeistarar Barcelona eru sagðir hafa áhuga á að klófesta franska varnarmanninn Eric Abidal, leikmann Lyon. Fram kemur í spænska blaðinu Marca að viðræður við Lyon séu hafnar

Fótbolti
Fréttamynd

Sannfærandi sigur Sevilla á Deportivo

Sevilla er komið með annan fótinn í úrslitaleik spænska konungsbikarsins eftir sannfærandi 3-0 útisigur á slöku liði Deportivo í fyrri undanúrslitaleik liðanna í kvöld. Freddie Kanoute, Jesús Navas og Luis Fabiano skoruðu mörk gestanna. Síðari leikur liðanna fer fram 9. maí á heimavelli Sevilla og hagstæð úrslit þar skila Andalúsíuliðinu í úrslitin þar sem það mætir Barcelona eða Getafe.

Fótbolti
Fréttamynd

Deportivo - Sevilla í beinni

Fyrri leikur Deportivo og Sevilla í undanúrslitum spænska konungsbikarsins er nú í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn, en hann hófst klukkan 19. Sevilla er komið í mjög góða stöðu og hefur yfir 2-0 eftir 20 mínútna leik. Barcelona vann Getafe 5-2 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum í gærkvöld í vægast sagt eftirminnilegum leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Beckham verður klár gegn Valencia

David Beckham hefur nú að mestu náð sér af meiðslum sem hafa hrjáð hann undanfarinn mánuð og verður hann væntanlega í leikmannahópi Real Madrid sem mætir Valencia í stórleik helgarinnar í spænska boltanum. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn klukkan 19:50 á laugardagskvöldið.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður Smári elskar lífið í Barcelona

Frank Lampard greindi í dag frá samtölum sem hann hafi átt við fyrrum félaga sinn hjá Chelsea, Eið Smára Guðjohnsen, þar sem Eiður hafi dásamað veru sína í Katalóníu. Lampard viðurkennir að það sé freistandi kostur fyrir knattspyrnumann að spila á Spáni.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi eða Maradona? (myndband)

Fátt komst annað að í spænskum fjölmiðlum í dag en draumamarkið sem Leo Messi skoraði fyrir Barcelona á móti Getafe í gærkvöldi. Spænska blaðið Marca sló upp fyrirsögninni "Messidona" og líkti drengnum við landa sinn Maradona. Hér fyrir neðan er hægt að bera saman bestu mörk þeirra Messi og Maradona og þar sést hvað þau eru glettilega keimlík.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður Smári skoraði í stórsigri Barcelona

Barcelona er í ágætum málum eftir fyrri leik sinn gegn Getafe í undanúrslitum spænska Konungsbikarsins. Barcelona vann 5-2 og var Eiður Smári Guðjohnsen í byrjunarliði Barcelona í kvöld. Það var hinsvegar Argentínumaðurinn Leo Messi hjá Barcelona sem stal senunni að þessu sinni, en hann skoraði tvö mörk og lagði eitt upp. Mikið má vera ef síðara mark kappans verður ekki mark ársins í Evrópu þegar upp er staðið.

Fótbolti
Fréttamynd

Draumamark Leo Messi tilþrif ársins? (myndband)

Argentínumaðurinn Leo Messi hjá Barcelona fór hamförum í leik liðsins gegn Getafe í spænska Konungsbikarnum í kvöld. Hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt, en annað markið hans er trúlega mark ársins. Tilþrif hans minntu óneitanlega á tilþrif landa hans Diego Maradona gegn Englendingum á HM 1986, en það er almennt talið fallegasta mark allra tíma. Hinn 19 ára gamli Messi hefur oft verið nefndur hinn nýi Maradona og á þessum tilþrifum má glöggt sjá af hverju.

Fótbolti
Fréttamynd

Sýning hjá Messi á Nou Camp

Argentínumaðurinn ungi Leo Messi hjá Barcelona hefur farið hamförum í fyrri hálfleik gegn Getafe í spænska konungsbikarnum. Staðan er 3-0 í hálfleik í fyrri leik liðanna og er Messi búinn að skora tvö þeirra. Bæði mörkin voru stórglæsileg, en það fyrra minnti óneitanlega á markið sem landi hans Maradona skoraði fyrir Argentínu gegn Englendingum á HM í Mexíkó árið 1986. Leikurinn er sýndur beint á Sýn.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona komið í 2-0 - Eiður byrjar

Barcelona er komið í 2-0 gegn Getafe í fyrri leik liðanna í spænska konungsbikarnum en leikurinn er sýndur beint á Sýn. Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliðinu. Xavi kom Barcelona yfir eftir 18 mínútur og Messi kom liðinu í 2-0 með stórkostlegu marki á 28. mínútu.

Fótbolti
Fréttamynd

Real neitar að hafa rætt við Benitez

Forráðamenn Real Madrid vísa því á bug í dag að hafa boðið Rafa Benitez hjá Liverpool að taka við liðinu í sumar. Benitez greindi frá því í gær að hann hefði neitað risatilboði frá stórliðinu í heimaborg sinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Myndir af nýjasta húðflúri David Beckham

Knattspyrnumaðurinn David Beckham hefur verið iðinn við að láta húðflúra sig undanfarin ár. Hann bætti við stóru listaverki á hægri handlegg sinn þegar hann var í Manchester á dögunum og afraksturinn má sjá í hlekk í þessari frétt.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona - Getafe í beinni í kvöld

Það verður nóg um að vera í fótboltanum í Evrópu í kvöld. Barcelona tekur á móti Getafe í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Konungsbikarsins á Spáni og verður leikurinn sýndur beint á Sýn klukkan 18:25. Þrír leikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni og ber þar hæst Lundúnaslagur West Ham og Chelsea. Liverpool fær Middlesbrough í heimsókn og Blackburn tekur á móti Watford. Þá getur Inter tryggt sér meistaratitilinn á Ítalíu með sigri á Roma í stórleik kvöldsins þar í landi.

Enski boltinn
Fréttamynd

Dómara bárust morðhótanir

Spænski dómarinn Javier Turienzo Alvarez sem dæmdi tvær umdeildar vítaspyrnur á Real Madrid í 2-1 tapi liðsins gegn Racing Santander um helgina hefur upplýst að sér hafi borist yfir 50 morðhótanir í kjölfarið. Dómarinn vísaði tveimur leikmönnum Real af velli í þessum sama leik, sem kann að hafa kostað stórveldið möguleika á titlinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Metzelder segist vera á leið til Real Madrid

Þýski landsliðsmaðurinn Christoph Metzelder hjá Borussia Dortmund segist vera kominn langt með að semja við spænska félagið Real Madrid og á von á því að ganga í raðir þess í sumar. Dortmund sleit samningaviðræðum við hann snemma í síðasta mánuði og er leikmaðurinn að eigin sögn þegar farinn að læra spænskuna. Metzelder er 26 ára og átti gott heimsmeistaramót með Þjóðverjum í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Raul vill ekki fara frá Real Madrid

Gulldrengurinn Raul hjá Real Madrid segist alls ekki vilja fara frá Real Madrid og ætlar að efna þau þrjú ár sem hann á eftir af samningi sínum. Nokkuð hefur verið ritað um Raul í spænskum miðlum undanfarið og því jafnvel haldið fram að hann væri á förum.

Fótbolti