Gio er leynivopn Franks Rijkaard 3. september 2007 08:30 Giovanni dos Santos stóð sig frábærlega með Barcelona á undirbúningstímabilinu. AFP Framtíð Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Barcelona hefur verið mikið í umræðunni, ekki síst þar sem spænska liðið keypti Thierry Henry frá Arsenal í sumar. Það er samt ekki koma Henrys á Nou Camp sem er að gera út um framtíð okkar manns á Spáni heldur 18 ára strákur frá Mexíkó. Giovanni dos Santos hefur slegið í gegn á undirbúningstímabilinu og nýtt sér það til fullnustu að Eiður Smári hefur hvorki farið með liðinu til Skotlands né Asíu vegna hnémeiðsla sem tóku sig upp á æfingu. Giovanni er heldur betur að nýta sín fyrstu tækifæri með aðalliði Barca, skoraði síðasta markið í 3-1 sigri á Hearts, skoraði fyrsta markið í 3-0 sigri á kínverska liðinu Beijing Guoan, skoraði síðan sigurmark liðsins í 1-0 sigri á japanska liðinu Yokohama og loks fjórða og síðasta markið í 4-0 sigri á Mission Hills sem var lokaleikurinn í Asíuferðinni. Hann skoraði alls fjögur mörk í undirbúningsleikjum liðsins fyrir tímabilið. Giovanni dos Santos er fæddur árið 1989 í Monterrey í Mexíkó. Hann er 175 cm, örvfættur og getur spilað hvar sem er í kringum fremsta mann. Dos Santos kemur af miklum knattspyrnuættum, faðir hans, Gerardo dos Santos, kallaður „Zizinho“, lék með Clubs América og León í Mexíkó á níunda áratugnum og yngri bróðir hans, Jonathan, spilar með unglingaliði Barcelona. Gio hefur verið hjá Barcelona í fimm ár og hefur unnið sig upp í gegnum unglingastarf félagsins. Dos Santos er þegar búinn að sanna sig á stórmótum yngri landsliða en hefur enn ekki verið valinn í A-liðið. Dos Santos varð heimsmeistari með 17 ára liði Mexíkó árið 2005 og fékk bronsskóinn sem þriðji besti leikmaðurinn á HM 20 ára liða sem fram fór í Kanada í sumar. Dos Santos skoraði þá þrjú mörk og hjálpaði Mexíkó inn í átta liða úrslitin. Frank Rijkaard hrósaði dos Santos eftir sigurinn á Yokohama. „Hann er leynivopnið okkar. Hann kom inn af krafti, skoraði, skaut í stöngina og hreyfði sig mjög vel á vellinum. Strákurinn er duglegur og getur hjálpað liðinu hvenær sem er,“ sagði Rijkaard. Ronaldinho var einnig sáttur við framlag þessa unga mexíkóska leikmanns. „Ég er mjög ánægður með hann því hann er ungur leikmaður með mikla hæfileika. Ég vona að hann geti hjálpað okkur og njóti þess að spila með okkur hinum,“ sagði Ronaldinho. Giovanni hefur ítrekað verið líkt við Ronaldinho enda eru þeir mjög svipaðir á velli, með frábæra tækni og mikinn sprengikraft. Giovanni er best lýst sem ungum og örvfættum Ronaldinho en hann hefur einmitt verið uppáhaldsleikmaður stráksins alla tíð. Ronaldinho, Thierry Henry, Samuel Eto"o, Lionel Messi og nú Giovanni dos Santos. Þó að við höfum mikla trú á okkar manni í mikilli samkeppni þá er erfitt að sjá hann vinna sig til baka úr meiðslum og reyna að slá einhvern af fyrrnefndum snillingum út úr liðinu. Spænski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira
Framtíð Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Barcelona hefur verið mikið í umræðunni, ekki síst þar sem spænska liðið keypti Thierry Henry frá Arsenal í sumar. Það er samt ekki koma Henrys á Nou Camp sem er að gera út um framtíð okkar manns á Spáni heldur 18 ára strákur frá Mexíkó. Giovanni dos Santos hefur slegið í gegn á undirbúningstímabilinu og nýtt sér það til fullnustu að Eiður Smári hefur hvorki farið með liðinu til Skotlands né Asíu vegna hnémeiðsla sem tóku sig upp á æfingu. Giovanni er heldur betur að nýta sín fyrstu tækifæri með aðalliði Barca, skoraði síðasta markið í 3-1 sigri á Hearts, skoraði fyrsta markið í 3-0 sigri á kínverska liðinu Beijing Guoan, skoraði síðan sigurmark liðsins í 1-0 sigri á japanska liðinu Yokohama og loks fjórða og síðasta markið í 4-0 sigri á Mission Hills sem var lokaleikurinn í Asíuferðinni. Hann skoraði alls fjögur mörk í undirbúningsleikjum liðsins fyrir tímabilið. Giovanni dos Santos er fæddur árið 1989 í Monterrey í Mexíkó. Hann er 175 cm, örvfættur og getur spilað hvar sem er í kringum fremsta mann. Dos Santos kemur af miklum knattspyrnuættum, faðir hans, Gerardo dos Santos, kallaður „Zizinho“, lék með Clubs América og León í Mexíkó á níunda áratugnum og yngri bróðir hans, Jonathan, spilar með unglingaliði Barcelona. Gio hefur verið hjá Barcelona í fimm ár og hefur unnið sig upp í gegnum unglingastarf félagsins. Dos Santos er þegar búinn að sanna sig á stórmótum yngri landsliða en hefur enn ekki verið valinn í A-liðið. Dos Santos varð heimsmeistari með 17 ára liði Mexíkó árið 2005 og fékk bronsskóinn sem þriðji besti leikmaðurinn á HM 20 ára liða sem fram fór í Kanada í sumar. Dos Santos skoraði þá þrjú mörk og hjálpaði Mexíkó inn í átta liða úrslitin. Frank Rijkaard hrósaði dos Santos eftir sigurinn á Yokohama. „Hann er leynivopnið okkar. Hann kom inn af krafti, skoraði, skaut í stöngina og hreyfði sig mjög vel á vellinum. Strákurinn er duglegur og getur hjálpað liðinu hvenær sem er,“ sagði Rijkaard. Ronaldinho var einnig sáttur við framlag þessa unga mexíkóska leikmanns. „Ég er mjög ánægður með hann því hann er ungur leikmaður með mikla hæfileika. Ég vona að hann geti hjálpað okkur og njóti þess að spila með okkur hinum,“ sagði Ronaldinho. Giovanni hefur ítrekað verið líkt við Ronaldinho enda eru þeir mjög svipaðir á velli, með frábæra tækni og mikinn sprengikraft. Giovanni er best lýst sem ungum og örvfættum Ronaldinho en hann hefur einmitt verið uppáhaldsleikmaður stráksins alla tíð. Ronaldinho, Thierry Henry, Samuel Eto"o, Lionel Messi og nú Giovanni dos Santos. Þó að við höfum mikla trú á okkar manni í mikilli samkeppni þá er erfitt að sjá hann vinna sig til baka úr meiðslum og reyna að slá einhvern af fyrrnefndum snillingum út úr liðinu.
Spænski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira