Spænski boltinn

Fréttamynd

Xavi: Messi jafnvel betri en Maradona

Xavi, leikmaður spænska landsliðsins og Barcelona, er í ítarlegu viðtali á heimasíðu FIFA þar sem hann lýsir aðdáun sinni á Lionel Messi, liðsfélaga sínum.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi og Villa skoruðu báðir tvö mörk í stórsigri á Sevilla

Lionel Messi og David Villa skoruðu báðir tvö mörk fyrir Barcelona í kvöld sem vann 5-0 storsigur á Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Messi kom Barcelona í 1-0 eftir aðeins fjórar mínútur og það var aldrei vafi um sigur Börsunga ekki síst eftir að þeir urðu manni fleiri í lok fyrri hálfleiks.

Fótbolti
Fréttamynd

Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk á síðustu átta mínútunum

Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk fyrir Real Madrid á síðustu átta mínútunum og sá til þess að liðið vann 3-1 sigur á Hércules í kvöld og hélt toppsætinu í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Real Madrid lenti 0-1 snemma leiks en Hércules vann óvæntan 2-0 sigur á Barcelona á dögunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho er faðir Real Madrid-fjölskyldunnar

Cristiano Ronaldo er duglegur að lýsa því yfir hversu gott lífið sé hjá Real Madrid þessa dagana. Hann segir fína fjölskyldustemningu ríkja og segir að José Mourinho sé faðir Real Madrid-fjölskyldunnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Afellay ætlar til Atletico Madrid

Spænska blaðið AS greinir frá því í dag að að miðjumaðurinn eftirsóttir hjá PSV Eindhoven, Ibrahim Afellay, sé búinn að samþykkja samningstilboð frá Atletico Madrid.

Fótbolti
Fréttamynd

Leikmenn Barcelona fluttir með þyrlu í leikinn á móti Ceuta

Barcelona mætir 3. deildarliðinu Ceuta í spænska Konungsbikarnum á morgun en þetta er fyrri leikur liðanna í 32 liða úrslitum. Xavi er meiddur og menn eins Valdés, Alves, Piqué, Busquets, Iniesta, Messi og Villa frá frí í leiknum en restin á liðinu fær "forstjóra-flutning" á staðinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Bjóðið okkur 39 milljarða og þá getum við kannski talað saman

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, hlær bara af fréttunum um að Evrópumeistarar Inter Milan ætli að reyna að kaupa Lionel Messi frá Barcelona eftir þrjú ár. Massimo Moratti, forseti Inter, tjáði sig á dögunum um framtíðarplan sitt að reyna að kaupa Messi frá spænsku meisturunum sumarið 2013.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid og Barcelona hafa áhuga á Rooney

Þó svo yfirmenn Real Madrid segist ekki hafa áhuga á því að kaupa Wayne Rooney frá Man. Utd segist þjálfarinn, José Mourinho, hafa mikinn áhuga á leikmanninum. Hann spáir því þó að Rooney verði áfram hjá félaginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Forseti Inter: Ætlar að reyna að kaupa Messi árið 2013

Massimo Moratti, forseti Inter, er alltaf skemmtilega hreinskilinn í viðtölum og ítalskir fjölmiðlamenn eru duglegir að heyra í þessum 65 ára knattspyrnuáhugamanni sem hefur gert frábæra hluti með Inter síðan að hann settist í forsetastólinn hjá Internazionale Milano fyrir fimmtán árum.

Fótbolti
Fréttamynd

Zlatan líkir Guardiola við Tiger Woods

Zlatan Ibrahimovic átti ekki skap saman við Pep Guardiola þegar hann var í herbúðum Barcelona og entist spænski landsliðsframherjinn því bara í eitt tímabil hjá spænsku meisturunum. Síðan að Zlatan fór til AC Milan hefur hann nokkrum sinnum tjáð sig um fyrrum þjálfara sinn og þar á meðal í nýju viðtali í ítalska blaðinu La Gazzetta dello Sport.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho að fá Zidane inn í þjálfarateymið sitt

Jose Mourinho játaði það á blaðamannafundi í dag að hann væri langt kominn með að fá Zinedine Zidane í þjálfaraliðið sitt hjá Real Madrid. „Þetta mál er oft stórt fyrir mig að vera blaðra um því formaðurinn okkar ætti að greina frá þessu," sagði Jose Mourinho á blaðamannafundi fyrir leik Real Madrid á móti AC Milan í Meistaradeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Real fór létt með Malaga

Cristiano Ronaldo og Gonzalo Higuain voru á skotskónum þegar að Real Madrid vann öruggan útisigur á Malaga í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Guardiola segir að Valencia geti alveg unnið spænsku deildina

Josep Guardiola, þjálfari Barcelona, sér ekki bara fram á einvígi við Real Madrid um spænska meistaratitilinn því hann sér Valencia-liðið líka blanda sér í toppbaráttuna á þessu tímabili. Barcelona mætir Valencia á morgun en Valencia er eins og er í efsta sæti spænsku deildarinnar.

Fótbolti