Fótbolti

Cristiano Ronaldo: Ég er ekki öfundsjúkur út í Messi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.
Cristiano Ronaldo og Lionel Messi. Mynd/Nordic Photos/Getty
Cristiano Ronaldo portúgalski landsliðsmaðurinn hjá Real Madrid segist í viðtalið við ítalska blaðið La Gazzetta dello Sport að hann sé ekki öfundsjúkur út í besta knattspyrnumann heims, Lionel Messi hjá Barcelona.

„Ég er ekki með neina þráhyggju eða sé fyrir mér eitthvað einvígi mitt á móti honum. Ég hugsa um hann á sama hátt og allra aðra leikmenn. Eitt er þó öruggt að ég vill vera sá besti af þeim öllum," sagði Cristiano Ronaldo.

„Ég er ekki öfundsjúkur út í Messi. Mitt markmið er að vinna spænsku deildina og Meistaradeildina með Real Madrid en ekki að vinna Gullboltann," sagði Ronaldo.

„Það verður erfitt að ná Barcelona en ekki ómögulegt. El Clasico mun gera útslagið og það verður krefjandi verkefni fyrir okkur að bæta fyrir tapið í nóvember," sagði Ronaldo.

„Við erum búnir að gleyma þeim leik og höfum lært okkar lexíu. Þið eigið eftir að sjá það að við verðum miklu betur tilbúnir fyrir Barcelona í næsta leik á móti þeim. Þetta var slæmt kvöld fyrir marga okkar og í það minnsta átta af ellefu leikmönnum voru langt frá sínu besta," sagði Ronaldo.

„Ég vil vera í mörg ár til viðbótar hjá Real Madrid og ef ég á möguleika á því að spila það sem eftir er ferilsins undir stjórn Jose Mourinho þá myndi ég þiggja það. Ég kann mjög vel að vinna fyrir svona metnaðarfullann mann," sagði Ronaldo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×