Fótbolti

Higuain ekki meira með - Adebayor til Madrid?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Higuain hefur lokið keppni.
Higuain hefur lokið keppni.

José Mourinho, þjálfari Real Madrid, staðfesti í kvöld að argentínski framherjinn Gonzalo Higuain myndi ekki leika meira með Real Madrid á þessari leiktíð.

Bakmeiðsli hans eru alvarlegri en í fyrstu var talið og þarf Higuain því að leggjast undir hnífinn.

"Við vildum skoða hvort hann gæti jafnað sig án þess að fara í aðgerð en nú er ljóst að það gengur ekki upp. Hann fer því í aðgerð og missir af seinni hluta tímabilsins," sagði Mourinho.

"Þetta er mikil synd því Gonzalo er frábær persóna og við munum sakna hans sárlega. Við verðm að aðlaga okkur að þessum breytta veruleika. Aðrir verða að stíga upp og fyrir mig er þetta líka áskorun enda gætu menn þurft að leika úr stöðum."

Í ljósi þessarar stöðu má reikna með því að Mourinho versli framherji í þessum mánuði. Madrid er þegar orðað við  Emmanuel Adebayor og Nelson Valdez, framherja Hercules.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×