Tækni

Fréttamynd

Vivaldi bítur í Eplið

Vafrinn Vivaldi er nú aðgengilegur notendum snjalltækja Apple. Búið er að gera útgáfu af vafranum fyrir iOS stýrikerfið sem hægt er að nálgast í App Store.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kvartað undan of heitum iPhone 15

Margir notendur iPhone 15 síma Apple hafa kvartað yfir því að símarnir hitni mjög mikið. Því hefur verið haldið fram að símar hafi orðið allt að 47 gráður en þetta virðist sérstaklega eiga við öflugri útgáfur iPhone 15.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Frægir rithöfundar höfða mál vegna ChatGPT

Hópur þekktra rithöfunda eins og George R.R. Martin, Jodi Picoult og John Grisham hefur höfðað mál gegn fyrirtækinu OpenAI og sakað það um þjófnað á höfundarréttarvörðu efni sem notað var við þróun ChatGPT gervigreindarinnar. Rithöfundarnir segja gervigreindina byggja á kerfisbundnum og umfangsmiklum þjófnað.

Erlent
Fréttamynd

Fylgdi Google Maps fram af ónýtri brú og lést

Fjölskylda manns sem lést eftir að hafa ekið fram af brú, sem hafði hrunið níu árum áður, hefur stefnt tæknirisanum Google. Hún sakar fyrirtækið um að hafa ekki uppfært gervihnattakort sitt með þeim afleiðingum að maðurinn lést.

Erlent
Fréttamynd

Hafa lokað á rakningu í rakningarforritinu C-19

Embætti landlæknis hefur lokað á rakningu í smáforritinu Rakning C-19 sem þróað var og notað í smitrakningu í kórónuveirufaraldrinum. Þeir sem eru með forritið í símum sínum hafa margir fengið meldingu þessa efnis í dag.

Innlent
Fréttamynd

Leita að lömuðu fólki fyrir tilraunir með heilatölvur

Forsvarsmenn fyrirtækisins Neuralink eru byrjaðir að auglýsa eftir fólki sem er tilbúið til að láta tengja tilraunabúnað við heila sinn. Elon Musk, einn auðugasti maður heims, stofnaði fyrirtækið en starfsmenn þess vinna að því að þróa smáar tölvur sem eiga að greina hugsanir manna og gera fólki kleift að stýra öðrum tækjabúnaði með hugsunum sínum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tungumálið og tæknin

Áhyggjur af stöðu og framtíð íslenskunnar hafa verið áberandi í umræðunni undanfarin misseri. Sífellt fleiri furða sig á því að nú heyri það nánast til undantekninga að hægt sé að panta sér kaffibolla, mat á veitingastað eða rúnstykki í bakaríinu á horninu, á íslensku. Ég deili áhyggjum af því andvaraleysi en ég er líka bjartsýn.

Skoðun
Fréttamynd

Nýir símar, úr og heyrnartól

Forsvarsmenn Apple kynntu í dag nýja kynslóð snjallsíma, heyrnartóla og snjallúra á kynningu í Cupertino í Bandaríkjunum. Nýr iPhone, sem er nú búinn USB-C hleðslutengi, leit dagsins ljós, í fjórum mismunandi útgáfum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kaupmaðurinn á horninu endurvakinn með snjalltækni

„Mér finnst oft gaman að segja frá því að Pikkoló sé í raun sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu. Því í áratugi sótti fólk alltaf vörurnar sínar í nærumhverfinu með því að versla hjá honum og nú getur fólk að vissu leyti gert það aftur með tilkomu Pikkoló,“ segir Ragna M. Guðmundsdóttir og brosir.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Hyggst gefa út reglur um far­síma­notkun í grunn­skólum

Næstum öll börn í grunnskólum landsins eiga eigin farsíma, 95 prósent barna í 4. til 7. bekk og 98 prósent í 8. til 10. bekk. Um 7 prósent nemenda í 4. til 7. bekk nota netið daglega til að leysa skólaverkefni, 38 prósent nemenda í 8. til 10. bekk og 74 prósent framhaldsskólanema.

Innlent
Fréttamynd

„Okkur finnst að tíundi bekkur ætti að mega hafa síma“

Sumarfríi grunnskólabarna lauk víðast hvar í dag þegar skólar voru settir í blíðskaparveðri. Um fjögur þúsund börn hefja skólagöngu sína í fyrsta bekk um land allt í ár. Krakkarnir í Laugalækjaskóla eru mishrifnir af nýrri reglu um svokallað símafrí. Skólastjóri segir tíma nemenda betur varið með skólafélögum og telur öryggi þeirra aukast án símans.

Innlent
Fréttamynd

Allir 27 starfs­menn missa vinnuna í hóp­upp­sögn á Ísa­firði

Stjórn hátæknifyrirtækisins Skagans 3X hefur ákveðið að leggja niður starfsstöð fyrirtækisins á Ísafirði og hefur öllum 27 starfsmönnum fyrirtækisins þar verið sagt upp störfum. Í tilkynningu segir að ákvörðunin sé þungbær en byggi á umfangsmikilli endurskipulagningu. Öll framleiðsla verður samþætt á Akranesi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rúss­neska farið á braut um tunglið

Luna-25, fyrsta rússneska tunglfarið í tæpa hálfa öld, komst á braut um tunglið í gær. Farið á að fara fimm brautir í kringum tunglið áður en reynt verður að lenda því á suðurpólnum á mánudag.

Erlent
Fréttamynd

Sproti í sókn: Handóðir prjónarar gáfu fyrstu endurgjöfina

„Ég myndi leyfa mér að segja að Lykkjustund væri bylting í prjónaheiminum sem hefði opnað nýjar dyr fyrir frábærar hönnunarhugmyndir og auðveldað prjónurum mikið sem vilja eða nenna ekki að vera að reikna út sömu hlutina aftur og aftur,“ segir Nanna Einarsdóttir aðspurð um það hvað hún sæi fyrir sér að segja um sprotafyrirtækið sitt eftir um tíu ár, miðað við það að allar áætlanir gangi upp.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Hægja á vef­síðum fyrir­tækja sem Musk er illa við

Samfélagsmiðillinn X, sem hét áður Twitter, hefur kerfisbundið látið hlekki á vefsíður fyrirtækja sem Elon Musk er persónulega illa við opnast hægar en aðrir hlekkir. Samkeppnisaðilar eins og Facebook og fjölmiðlar eins og New York Times eru á meðal þeirra sem X hægði á.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fjöldi gervi­hnatta á braut um jörðu talinn ó­sjálf­bær

Umgengni manna í geimnum næst jörðinni er ekki sjálfbær til lengri tíma litið, að mati evrópskra sérfræðinga í geimrusli. Aldrei hefur fleiri gervihnöttum verið skotið út í geim en í fyrra. Hnettirnir safnast upp á braut um jörðu þar sem óvirkir hnettir eru ekki teknir úr umferð.

Erlent