Margföldunaráhrif: Að ráða einn alþjóðlegan sérfræðing skapar vinnustaðnum fimm sérfræðinga Rakel Sveinsdóttir skrifar 7. desember 2023 07:00 Þrátt fyrir mikla vöntun á sérfræðingum erlendis frá er fólk ekki að fá störf við hæfi þegar hingað er komið. Nanna Elísa Jakobsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI, segir hverja ráðningu á alþjóðlegum sérfræðingi þó svo dýrmæta að almennt er talið að ein ráðning skapi fyrirtækinu fimm sérfræðinga. Vísir/Vilhelm „Það er talað um að einn alþjóðlegur sérfræðingur sem ráðinn er inn á íslenskan vinnustað, skapi fimm sérfræðinga,“ segir Nanna Elísa Jakobsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins (SI) sem dæmi um hversu mikil verðmæti geta falist í því fyrir íslensk fyrirtæki að ráða erlenda sérfræðinga til starfa. Sem gífurleg vöntun er á samkvæmt öllum útreikningum. Á sama tíma sýna niðurstöður nýrrar könnunar að erlendir sérfræðingar fá ekki störf í samræmi við menntun þeirra og reynslu. „Við höfum verið að heyra dæmisögur um þetta lengi en eitt af því sem er svo gott við að sjá þessar niðurstöður er að nú erum við einfaldlega komin með upplýsingar um það hvað veldur og þar virðist það einna helst vera ráðningaferlið sem atvinnulífið þarf að taka til endurskoðunar.“ Í gær og í dag fjallar Atvinnulífið um stöðu erlendra sérfræðinga í íslensku atvinnulífi, sívaxandi vöntun þeirra inn á vinnumarkaðinn hérlendis en þó þá staðreynd að þessi hópur fólks virðist ekki fá störf við hæfi. Við spyrjum: Hvers vegna ekki? Þörf á þúsundum sérfræðinga Nanna starfar fyrir hugverkaiðnaðinn hjá SI en samkvæmt mannauðs- og færnisgreiningu SI árið 2022 vantar þessum geira þúsundir sérfræðinga til starfa á næstu fimm árum, eigi vaxtaáætlanir í hugverkaiðnaði að ganga eftir. Sérstaklega er horft til starfa sem byggja á menntun í STEAM greinum, en það eru þá störf sem heyra til vísinda, tækni, verkfræði, lista og stærðfræði.“ „Þetta eru þó fleiri störf og alls ekki einungis bundin við raungreinar eða vöntun á forriturum eins og margir halda. Hér erum við líka að tala um sérfræðinga á sviði til dæmis markaðsmála eða reksturs,“ segir Nanna og bætir við: „Tökum sem dæmi fyrirtæki sem vill hasla sér völl á mörkuðum í Bandaríkjunum eða Evrópu. Að ná árangri í því kallar á mikla sérþekkingu á þessum mörkuðum. Til dæmis á sviði markaðsmála.“ En af þessum þúsundum sérfræðinga sem vantar, hvað má áætla að margir þeirra komi úr íslensku skólakerfi? „Við höfum viljað fara varlega í að nefna einhverjar tölur í því samhengi. Einfaldlega vegna þess að margt spilar inn í. Segjum sem svo að eitt þúsund manns útskrifist úr verk- og tæknigreinunum á Íslandi árlega. Margir úr þessum hópi fara síðan erlendis í frekari nám en eins hefur vantað upp á að þessir nemendur séu tilbúnir í þau störf sem vantar strax við útskrift.“ Það sem Nanna á við með þessu er að til samanburðar við önnur Evrópulönd, eru lítil sem engin tækifæri fyrir háskólanema hér á landi að öðlast starfsreynslu með starfsnámi. „Í nágrannalöndum okkar í Evrópu er ekki óalgengt að fólk fái tækifæri til að vera í starfsnámi sem samsvarar heilli önn. Þessa brú á milli atvinnulífs og náms vantar á Íslandi og er meðal þess sem SI hefur bent á að þurfa að bæta úr.“ Nanna segir líka ákveðinn misskilnings gæta í því í hverju starfsnám felist. „Sumir telja að starfsnám snúist um að fá fólk til starfa fyrir nánast ekki neitt. Svo er alls ekki. Það er gríðarlega kostnaðarsamt fyrir fyrirtæki að þjálfa starfsfólk og ekkert óalgengt að það taki hálft ár til ár. Á sama tíma fær ungt fólk haldbæra reynslu og þekkingu af því út á hvað starfið gengur og er þá komið með meiri reynslu til að ráða sig í sérfræðingastörfin þegar það útskrifast úr námi.“ Nanna segir að þótt breytingar yrðu gerðar á skólastigum, myndi það samt kalla á að alþjóðlega sérfræðinga þyrfti fyrir íslenskt atvinnulíf. „Enda eðlilegt að lítið samfélag eins og Ísland geti aldrei kennt allt í skólum. Verðmæti alþjóðlegra sérfræðinga eru fyrir vikið enn meiri, því að með ráðningu þeirra inn í íslensk fyrirtæki erum við að sækja svo mikla þekkingu erlendis frá sem við um leið getum frekar innleitt hér.“ Allur heimurinn á eftir sama fólkinu Nanna segir hugverkaiðnaðinn á Íslandi ört vaxandi sem fjórða stoð útflutnings og þar af leiðandi mjög mikilvægan iðnað fyrir efnahag þjóðarinnar. Starf Nönnu felst meðal annars í að greina hverjar vaxtahindranir eru fyrir fyrirtæki í þessum iðnaði og eitt af því er að hingað til lands vanti fleiri sérfræðinga til starfa. Það skýtur því skökku við að niðurstöður rannsóknarinnar sem Atvinnulífið fjallaði um í gær, sýni að á Íslandi fái sérhæfðir alþjóðlegir sérfræðingar ekki störf við hæfi. Samkvæmt niðurstöðum þessarar könnunar virðist ráðningaferlið sá liður sem fyrirtæki þurfa helst að endurskoða. Almennt er talað um að um 70% starfa séu ekki auglýst og við þekkjum það líka að á Íslandi er mikið horft til tengslanetsins við ráðningar.“ Nanna segir það hins vegar geta sparað fyrirtækjum heilmikinn tíma og kostnað, að horfa til ráðninga á þeim sérfræðingum sem þegar eru búsettir á Íslandi. „Það hafa orðið gífurlegar breytingar á því hvernig við sem samfélag erum að taka á móti erlendum sérfræðingum til starfa og þar hefur núverandi háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra gengið mjög hreint til verks og úrbætur verið gerðar. Enn á þó eftir að bæta úr ýmsu. Til dæmis er málsmeðferðartíminn of langur þegar kemur að því að veita alþjóðlegum sérfræðingum sem ekki koma frá EES löndunum atvinnu- og dvalarleyfi hér.“ Að sögn Nönnu getur sá tími tekið allt að hálfu ári. „Sem er gífurlega langur tími fyrir fólk að bíða í óvissi. Oft fylgir ráðningu sérfræðings að utan maki og börn. Að bíða mánuðum saman er því alltof langur tími en við erum að gera okkur vonir um að þegar umsóknarferlið er orðið stafrænt, þá styttist þessi tími verulega.“ Nanna segir biðtímann einnig dýrkeyptan með tilliti til þess að sérfræðingarnir sem þarna um ræðir, eru oft fólk sem hefur gríðarlega mikla þekkingu til að bera í rannsóknar- og þróunarhluta vinnunnar sem fyrirtækin eru að starfa að hér. Eins séu sex mánuðir alltof langur tími fyrir þann hraða sem nýsköpunarfyrirtæki þurfa að vinna í og að teknu tilliti til þeirrar samkeppni sem er um þessa sérfræðinga alls staðar. Því það vantar þessa sérfræðinga til starfa alls staðar í heiminum. Við erum ekki að tala um að þá vanti aðeins á Íslandi. Samkeppnin um þetta fólk er því gríðarlega mikil og við verðum undir í samkeppninni ef ferlið er of langt eða flókið til að komast hingað.“ Nanna segir skiljanlegt upp að vissu marki að tengslanetið sé nýtt við ráðningar, en 70% starfa er ekki auglýst. Það geti hins vegar verið atvinnulífinu dýrkeypt að gefa erlendum sérfræðingum ekki tækifæri til þess að sækja um, því samkvæmt greiningu SI árið 2022 vantar hugverkageiranum þúsundir sérfræðinga næstu árin, eigi vaxtaáætlanir iðnaðarins að ganga eftir. Vísir/Vilhelm Dýrt að sóa mannauði Frá árinu 2018 hafa SI og Íslandsstofa staðið sameiginlega að því að markaðssetja Ísland sem ákjósanlegan kost fyrir alþjóðlega sérfræðinga að koma til. Í rannsókninni sem sagt var frá í gær, mátti hins vegar sjá á niðurstöðum að fólk sem starfaði til dæmis sem stjórnendur á sviði mannauðsmála, rannsóknar og þróunar, sem verkfræðingar, markaðsstjórar, lögfræðingar og læknar eru að ráða sig á Íslandi í störf eins og á búðarkassa, á leikskólum, við þrif, móttökustörf og fleira. Tekið skal fram að svarendur voru 192 erlendir sérfræðingar þegar búsettir á Íslandi. Sem samkvæmt útreikningum um fimmföldun sérfræðinga fyrir hvern vinnustað er gífurleg sóun á mannauði. „Já það var sláandi að sjá á niðurstöðum að það virðist nánast án undantekninga að fólk með gífurlega mikla menntun og reynslu er að ráða sig niður á við í störf. Þarna erum við augljóslega að missa af mjög miklum tækifærum. Einstaka fyrirtæki hafa reyndar náð að gera þetta mjög vel. Ég nefni CCP sem dæmi. Fyrirtæki sem hefur einfaldlega lagt sig fram við að byggja upp menningu sem laðar þetta fólk til sín.“ En ljóst er að fyrirtæki þurfa að bregðast við með einhvers konar endurskoðun á ráðningaferlinu. Því svo ójafnt er aðgengið. Vissulega skilur maður upp að vissu marki að vinnustaðir horfi til tengslanetsins við ráðningar, meðmæli skipta miklu máli. Það getur hins vegar líka verið dýrt fyrir atvinnulífið að missa þetta fólk frá okkur því hættan er sú að ef þessi hópur fær ekki störf við hæfi þegar hingað er komið, eða makar þeirra fá ekki störf við hæfi, missum við þetta fólk frá okkur aftur af landi brott.“ Nanna bendir á að þetta ójafna aðgengi sem niðurstöðurnar sýna úr rannsókninni umræddu, séu ekki einsdæmi. „Staðan er líka svona víða erlendis. Íslendingur búsettur í Danmörku getur verið að upplifa það sama og aðfluttur sérfræðingur hér og svo framvegis. Sjálf þekki ég það til dæmis af eigin raun að hafa verið búsett í Bandaríkjunum þar sem ég átti ekkert auðvelt með að fá starf í samræmi við mína menntun né reynslu,“ segir Nanna en bætir við: „Það breytir því ekki að alþjóðlegur sérfræðingur sem er hingað komin, hvort sem viðkomandi er með tveggja ára eða tuttugu ára starfsreynslu erlendis frá, getur verið gríðarlega dýrmæt ráðning fyrir fyrirtæki hér. Því bakgrunnur og menning þessa fólks er allt annar og við það eitt er þekkingaryfirfærslan sem við fáum með hverri ráðningu gífurlega mikil. Við erum því alltaf að tala um mikla sóun á mannauði ef við höldum áfram að missa af þessum hæfileikum.“ Tækni Nýsköpun Starfsframi Innflytjendamál Mannauðsmál Stjórnun Skóla - og menntamál Háskólar Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Algengt að fólk breyti nöfnum sínum eða taki útlenskt nafn af ferilskrá „Mér finnst of algengt að vinnuveitendur horfi framhjá umsóknum fólks með útlenskt nafn og ákveði hreinlega fyrirfram að þetta sé einhver sem talar ekki ensku eða íslensku. Þetta á sérstaklega við um umsóknir fyrir stærri störf eða skrifstofustörf,“ segir Monika K. Waleszczynska ráðgjafi hjá Attentus. 28. september 2022 07:00 „Dæmi eru til um að læknir sé að skúra“ „Mér finnst svo mikil synd að við séum ekki að nýta þann mannauð sem kemur til Íslands. Árið 2018 sáum við til dæmis á niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal starfsfólks velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að 48% starfsfólks af erlendum uppruna starfar í ófaglærðum störfum en er háskólamenntað ,“ segir Irina S. Ogurtsova mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. 29. september 2022 07:01 Starfsmenn frá 45 löndum í Krónunni og hátt í þriðjungur fastráðinna „Við höfum verið að sjá það undanfarið að starfsþróun starfsfólks af erlendum uppruna er að færast í aukana þannig að þessi hópur er að færa sig í auknu mæli í yfirmanna- og stjórnunarstöður,“ segir Erla María Sigurðardóttir, mannauðsstjóri Krónunnar. 9. mars 2023 07:00 Ekki vera feimin við að spyrja: Viltu að ég tali við þig á íslensku? Fleira hæft starfsfólk vantar erlendis frá til að vinna á Íslandi. 8. mars 2023 07:01 Fjölskyldum hjálpað að flytja til Íslands vegna Alvotech „Við auglýsum lausar stöður á vef Alvotech og fáum mikið magn umsókna. Við höfum einnig auglýst á ýmsum miðlum og það er mikill áhugi á störfum hjá Alvotech. En sumar stöður gengur verr að manna eins og gengur og gerist. Aðilar með mikla sérþekkingu sjá það sumir sem stóran þröskuld að flytja til Íslands,“ segir Guðrún Elsa Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Aztiq Fjárfestinga, en það félag heldur utan um fasteignir sem leigðar eru út til erlendra starfsmanna hjá Alvotech og aðstoðar fjölskyldur sem flytjast erlendis frá, að koma sér fyrir á Íslandi. 5. maí 2021 07:01 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Sem gífurleg vöntun er á samkvæmt öllum útreikningum. Á sama tíma sýna niðurstöður nýrrar könnunar að erlendir sérfræðingar fá ekki störf í samræmi við menntun þeirra og reynslu. „Við höfum verið að heyra dæmisögur um þetta lengi en eitt af því sem er svo gott við að sjá þessar niðurstöður er að nú erum við einfaldlega komin með upplýsingar um það hvað veldur og þar virðist það einna helst vera ráðningaferlið sem atvinnulífið þarf að taka til endurskoðunar.“ Í gær og í dag fjallar Atvinnulífið um stöðu erlendra sérfræðinga í íslensku atvinnulífi, sívaxandi vöntun þeirra inn á vinnumarkaðinn hérlendis en þó þá staðreynd að þessi hópur fólks virðist ekki fá störf við hæfi. Við spyrjum: Hvers vegna ekki? Þörf á þúsundum sérfræðinga Nanna starfar fyrir hugverkaiðnaðinn hjá SI en samkvæmt mannauðs- og færnisgreiningu SI árið 2022 vantar þessum geira þúsundir sérfræðinga til starfa á næstu fimm árum, eigi vaxtaáætlanir í hugverkaiðnaði að ganga eftir. Sérstaklega er horft til starfa sem byggja á menntun í STEAM greinum, en það eru þá störf sem heyra til vísinda, tækni, verkfræði, lista og stærðfræði.“ „Þetta eru þó fleiri störf og alls ekki einungis bundin við raungreinar eða vöntun á forriturum eins og margir halda. Hér erum við líka að tala um sérfræðinga á sviði til dæmis markaðsmála eða reksturs,“ segir Nanna og bætir við: „Tökum sem dæmi fyrirtæki sem vill hasla sér völl á mörkuðum í Bandaríkjunum eða Evrópu. Að ná árangri í því kallar á mikla sérþekkingu á þessum mörkuðum. Til dæmis á sviði markaðsmála.“ En af þessum þúsundum sérfræðinga sem vantar, hvað má áætla að margir þeirra komi úr íslensku skólakerfi? „Við höfum viljað fara varlega í að nefna einhverjar tölur í því samhengi. Einfaldlega vegna þess að margt spilar inn í. Segjum sem svo að eitt þúsund manns útskrifist úr verk- og tæknigreinunum á Íslandi árlega. Margir úr þessum hópi fara síðan erlendis í frekari nám en eins hefur vantað upp á að þessir nemendur séu tilbúnir í þau störf sem vantar strax við útskrift.“ Það sem Nanna á við með þessu er að til samanburðar við önnur Evrópulönd, eru lítil sem engin tækifæri fyrir háskólanema hér á landi að öðlast starfsreynslu með starfsnámi. „Í nágrannalöndum okkar í Evrópu er ekki óalgengt að fólk fái tækifæri til að vera í starfsnámi sem samsvarar heilli önn. Þessa brú á milli atvinnulífs og náms vantar á Íslandi og er meðal þess sem SI hefur bent á að þurfa að bæta úr.“ Nanna segir líka ákveðinn misskilnings gæta í því í hverju starfsnám felist. „Sumir telja að starfsnám snúist um að fá fólk til starfa fyrir nánast ekki neitt. Svo er alls ekki. Það er gríðarlega kostnaðarsamt fyrir fyrirtæki að þjálfa starfsfólk og ekkert óalgengt að það taki hálft ár til ár. Á sama tíma fær ungt fólk haldbæra reynslu og þekkingu af því út á hvað starfið gengur og er þá komið með meiri reynslu til að ráða sig í sérfræðingastörfin þegar það útskrifast úr námi.“ Nanna segir að þótt breytingar yrðu gerðar á skólastigum, myndi það samt kalla á að alþjóðlega sérfræðinga þyrfti fyrir íslenskt atvinnulíf. „Enda eðlilegt að lítið samfélag eins og Ísland geti aldrei kennt allt í skólum. Verðmæti alþjóðlegra sérfræðinga eru fyrir vikið enn meiri, því að með ráðningu þeirra inn í íslensk fyrirtæki erum við að sækja svo mikla þekkingu erlendis frá sem við um leið getum frekar innleitt hér.“ Allur heimurinn á eftir sama fólkinu Nanna segir hugverkaiðnaðinn á Íslandi ört vaxandi sem fjórða stoð útflutnings og þar af leiðandi mjög mikilvægan iðnað fyrir efnahag þjóðarinnar. Starf Nönnu felst meðal annars í að greina hverjar vaxtahindranir eru fyrir fyrirtæki í þessum iðnaði og eitt af því er að hingað til lands vanti fleiri sérfræðinga til starfa. Það skýtur því skökku við að niðurstöður rannsóknarinnar sem Atvinnulífið fjallaði um í gær, sýni að á Íslandi fái sérhæfðir alþjóðlegir sérfræðingar ekki störf við hæfi. Samkvæmt niðurstöðum þessarar könnunar virðist ráðningaferlið sá liður sem fyrirtæki þurfa helst að endurskoða. Almennt er talað um að um 70% starfa séu ekki auglýst og við þekkjum það líka að á Íslandi er mikið horft til tengslanetsins við ráðningar.“ Nanna segir það hins vegar geta sparað fyrirtækjum heilmikinn tíma og kostnað, að horfa til ráðninga á þeim sérfræðingum sem þegar eru búsettir á Íslandi. „Það hafa orðið gífurlegar breytingar á því hvernig við sem samfélag erum að taka á móti erlendum sérfræðingum til starfa og þar hefur núverandi háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra gengið mjög hreint til verks og úrbætur verið gerðar. Enn á þó eftir að bæta úr ýmsu. Til dæmis er málsmeðferðartíminn of langur þegar kemur að því að veita alþjóðlegum sérfræðingum sem ekki koma frá EES löndunum atvinnu- og dvalarleyfi hér.“ Að sögn Nönnu getur sá tími tekið allt að hálfu ári. „Sem er gífurlega langur tími fyrir fólk að bíða í óvissi. Oft fylgir ráðningu sérfræðings að utan maki og börn. Að bíða mánuðum saman er því alltof langur tími en við erum að gera okkur vonir um að þegar umsóknarferlið er orðið stafrænt, þá styttist þessi tími verulega.“ Nanna segir biðtímann einnig dýrkeyptan með tilliti til þess að sérfræðingarnir sem þarna um ræðir, eru oft fólk sem hefur gríðarlega mikla þekkingu til að bera í rannsóknar- og þróunarhluta vinnunnar sem fyrirtækin eru að starfa að hér. Eins séu sex mánuðir alltof langur tími fyrir þann hraða sem nýsköpunarfyrirtæki þurfa að vinna í og að teknu tilliti til þeirrar samkeppni sem er um þessa sérfræðinga alls staðar. Því það vantar þessa sérfræðinga til starfa alls staðar í heiminum. Við erum ekki að tala um að þá vanti aðeins á Íslandi. Samkeppnin um þetta fólk er því gríðarlega mikil og við verðum undir í samkeppninni ef ferlið er of langt eða flókið til að komast hingað.“ Nanna segir skiljanlegt upp að vissu marki að tengslanetið sé nýtt við ráðningar, en 70% starfa er ekki auglýst. Það geti hins vegar verið atvinnulífinu dýrkeypt að gefa erlendum sérfræðingum ekki tækifæri til þess að sækja um, því samkvæmt greiningu SI árið 2022 vantar hugverkageiranum þúsundir sérfræðinga næstu árin, eigi vaxtaáætlanir iðnaðarins að ganga eftir. Vísir/Vilhelm Dýrt að sóa mannauði Frá árinu 2018 hafa SI og Íslandsstofa staðið sameiginlega að því að markaðssetja Ísland sem ákjósanlegan kost fyrir alþjóðlega sérfræðinga að koma til. Í rannsókninni sem sagt var frá í gær, mátti hins vegar sjá á niðurstöðum að fólk sem starfaði til dæmis sem stjórnendur á sviði mannauðsmála, rannsóknar og þróunar, sem verkfræðingar, markaðsstjórar, lögfræðingar og læknar eru að ráða sig á Íslandi í störf eins og á búðarkassa, á leikskólum, við þrif, móttökustörf og fleira. Tekið skal fram að svarendur voru 192 erlendir sérfræðingar þegar búsettir á Íslandi. Sem samkvæmt útreikningum um fimmföldun sérfræðinga fyrir hvern vinnustað er gífurleg sóun á mannauði. „Já það var sláandi að sjá á niðurstöðum að það virðist nánast án undantekninga að fólk með gífurlega mikla menntun og reynslu er að ráða sig niður á við í störf. Þarna erum við augljóslega að missa af mjög miklum tækifærum. Einstaka fyrirtæki hafa reyndar náð að gera þetta mjög vel. Ég nefni CCP sem dæmi. Fyrirtæki sem hefur einfaldlega lagt sig fram við að byggja upp menningu sem laðar þetta fólk til sín.“ En ljóst er að fyrirtæki þurfa að bregðast við með einhvers konar endurskoðun á ráðningaferlinu. Því svo ójafnt er aðgengið. Vissulega skilur maður upp að vissu marki að vinnustaðir horfi til tengslanetsins við ráðningar, meðmæli skipta miklu máli. Það getur hins vegar líka verið dýrt fyrir atvinnulífið að missa þetta fólk frá okkur því hættan er sú að ef þessi hópur fær ekki störf við hæfi þegar hingað er komið, eða makar þeirra fá ekki störf við hæfi, missum við þetta fólk frá okkur aftur af landi brott.“ Nanna bendir á að þetta ójafna aðgengi sem niðurstöðurnar sýna úr rannsókninni umræddu, séu ekki einsdæmi. „Staðan er líka svona víða erlendis. Íslendingur búsettur í Danmörku getur verið að upplifa það sama og aðfluttur sérfræðingur hér og svo framvegis. Sjálf þekki ég það til dæmis af eigin raun að hafa verið búsett í Bandaríkjunum þar sem ég átti ekkert auðvelt með að fá starf í samræmi við mína menntun né reynslu,“ segir Nanna en bætir við: „Það breytir því ekki að alþjóðlegur sérfræðingur sem er hingað komin, hvort sem viðkomandi er með tveggja ára eða tuttugu ára starfsreynslu erlendis frá, getur verið gríðarlega dýrmæt ráðning fyrir fyrirtæki hér. Því bakgrunnur og menning þessa fólks er allt annar og við það eitt er þekkingaryfirfærslan sem við fáum með hverri ráðningu gífurlega mikil. Við erum því alltaf að tala um mikla sóun á mannauði ef við höldum áfram að missa af þessum hæfileikum.“
Tækni Nýsköpun Starfsframi Innflytjendamál Mannauðsmál Stjórnun Skóla - og menntamál Háskólar Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Algengt að fólk breyti nöfnum sínum eða taki útlenskt nafn af ferilskrá „Mér finnst of algengt að vinnuveitendur horfi framhjá umsóknum fólks með útlenskt nafn og ákveði hreinlega fyrirfram að þetta sé einhver sem talar ekki ensku eða íslensku. Þetta á sérstaklega við um umsóknir fyrir stærri störf eða skrifstofustörf,“ segir Monika K. Waleszczynska ráðgjafi hjá Attentus. 28. september 2022 07:00 „Dæmi eru til um að læknir sé að skúra“ „Mér finnst svo mikil synd að við séum ekki að nýta þann mannauð sem kemur til Íslands. Árið 2018 sáum við til dæmis á niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal starfsfólks velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að 48% starfsfólks af erlendum uppruna starfar í ófaglærðum störfum en er háskólamenntað ,“ segir Irina S. Ogurtsova mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. 29. september 2022 07:01 Starfsmenn frá 45 löndum í Krónunni og hátt í þriðjungur fastráðinna „Við höfum verið að sjá það undanfarið að starfsþróun starfsfólks af erlendum uppruna er að færast í aukana þannig að þessi hópur er að færa sig í auknu mæli í yfirmanna- og stjórnunarstöður,“ segir Erla María Sigurðardóttir, mannauðsstjóri Krónunnar. 9. mars 2023 07:00 Ekki vera feimin við að spyrja: Viltu að ég tali við þig á íslensku? Fleira hæft starfsfólk vantar erlendis frá til að vinna á Íslandi. 8. mars 2023 07:01 Fjölskyldum hjálpað að flytja til Íslands vegna Alvotech „Við auglýsum lausar stöður á vef Alvotech og fáum mikið magn umsókna. Við höfum einnig auglýst á ýmsum miðlum og það er mikill áhugi á störfum hjá Alvotech. En sumar stöður gengur verr að manna eins og gengur og gerist. Aðilar með mikla sérþekkingu sjá það sumir sem stóran þröskuld að flytja til Íslands,“ segir Guðrún Elsa Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Aztiq Fjárfestinga, en það félag heldur utan um fasteignir sem leigðar eru út til erlendra starfsmanna hjá Alvotech og aðstoðar fjölskyldur sem flytjast erlendis frá, að koma sér fyrir á Íslandi. 5. maí 2021 07:01 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Algengt að fólk breyti nöfnum sínum eða taki útlenskt nafn af ferilskrá „Mér finnst of algengt að vinnuveitendur horfi framhjá umsóknum fólks með útlenskt nafn og ákveði hreinlega fyrirfram að þetta sé einhver sem talar ekki ensku eða íslensku. Þetta á sérstaklega við um umsóknir fyrir stærri störf eða skrifstofustörf,“ segir Monika K. Waleszczynska ráðgjafi hjá Attentus. 28. september 2022 07:00
„Dæmi eru til um að læknir sé að skúra“ „Mér finnst svo mikil synd að við séum ekki að nýta þann mannauð sem kemur til Íslands. Árið 2018 sáum við til dæmis á niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal starfsfólks velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að 48% starfsfólks af erlendum uppruna starfar í ófaglærðum störfum en er háskólamenntað ,“ segir Irina S. Ogurtsova mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. 29. september 2022 07:01
Starfsmenn frá 45 löndum í Krónunni og hátt í þriðjungur fastráðinna „Við höfum verið að sjá það undanfarið að starfsþróun starfsfólks af erlendum uppruna er að færast í aukana þannig að þessi hópur er að færa sig í auknu mæli í yfirmanna- og stjórnunarstöður,“ segir Erla María Sigurðardóttir, mannauðsstjóri Krónunnar. 9. mars 2023 07:00
Ekki vera feimin við að spyrja: Viltu að ég tali við þig á íslensku? Fleira hæft starfsfólk vantar erlendis frá til að vinna á Íslandi. 8. mars 2023 07:01
Fjölskyldum hjálpað að flytja til Íslands vegna Alvotech „Við auglýsum lausar stöður á vef Alvotech og fáum mikið magn umsókna. Við höfum einnig auglýst á ýmsum miðlum og það er mikill áhugi á störfum hjá Alvotech. En sumar stöður gengur verr að manna eins og gengur og gerist. Aðilar með mikla sérþekkingu sjá það sumir sem stóran þröskuld að flytja til Íslands,“ segir Guðrún Elsa Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Aztiq Fjárfestinga, en það félag heldur utan um fasteignir sem leigðar eru út til erlendra starfsmanna hjá Alvotech og aðstoðar fjölskyldur sem flytjast erlendis frá, að koma sér fyrir á Íslandi. 5. maí 2021 07:01