Gervigreindin gefur ráð: Svona færðu draumastarfið þitt Rakel Sveinsdóttir skrifar 15. desember 2023 07:01 Við báðum gervigreindina AI Chat að gefa okkur góð ráð um það hvernig best væri að næla sér í draumastarfið okkar. Niðurstaðan eru sex atriði sem gervigreindin mælir með að við vinnum að. Vísir/Getty Að sjálfsögðu leitar Atvinnulífið í AI Chat þegar það á við og auðvitað klárum við ekki árið nema að athuga hvað gervigreindin segir okkur með starfsframann og draumastarfið. Samkvæmt AI Chat eru nokkur skref sem við getum fylgt til að næla okkur í draumastarfið okkar. Þessi skref eru þá helst: 1. Sjálfsrýni Að byrja á því að rýna í okkar eigin hæfileika: Þekkingu og reynslu. Velta fyrir okkur hvort það vanti eitthvað upp á hjá okkur sjálfum miðað við þá hugmynd sem við erum með um draumastarfið okkar. Skrifa niður lista yfir þau atriði sem við búum yfir og eru sérstaklega góðir eiginleikar fyrir tiltekið starf. 2. Vinnumarkaðurinn Næst er að skoða hvað er í boði á vinnumarkaðinum og hver staðan er þar. Eru störf í boði í samræmi við þær hugmyndir sem við erum með um draumastarfið? Eða hvaða störf komast næst því? Hvaða hæfniskröfur eru listaðar upp í auglýsingum um störf sem við teljum spennandi. Hvernig passar reynslan okkar, menntun og hæfni við þær kröfur? 3. Markmið Það getur verið að til þess að næla okkur í draumastarfið okkar, þurfi eitthvað meira til. Til dæmis menntun eða meiri starfsreynsla. Það sem okkur er ætlað að gera næst, er að setja okkur markmið um hvernig við ætlum að næla okkur í draumastarfið þannig að við séum líkleg til að komast í atvinnuviðtal og helst ráðningu, þegar við förum af stað að sækja um. Gott er að hafa þennan markmiðalista sýnilegan okkur því mikilvægt er að halda fókus og vera meðvituð um það hvernig við ætlum að vinna að starfsframanum okkar. 4. Ferilskráin Það skiptir engu máli hvort við erum að fara að sækja um draumastarfið okkar núna eða ekki. Gott er að leggja góða vinnu í ferilskránna og sjá til þess að hún uppfærist reglulega eftir því hvernig okkur miðar áfram. Eins er gott að æfa sig í að skrifa góð kynningarbréf til að láta fylgja með ferilskrá þegar sótt er um störf. 5. Tengslanetið Næst er að rýna í tengslanetið og þá sérstaklega með draumastarfið í huga. Ert þú í tengslaneti sem tengist þessu starfi? Ef já, er um að gera að vera svolítið meðvituð um það að rækta þetta tengslanet enn betur og nýta okkur það þegar að því kemur að við sækjum um eða förum á fullt að leita af draumastarfinu. Ef tengslanetið okkar er ekki mjög sterkt fyrir þetta draumastarf, er um að gera að velta fyrir sér með hvaða leiðum við getum eflt þetta net þannig að það nýtist okkur þegar fram í sækir. 6. Þjálfun og æfingar Loks er það að vera dugleg að æfa okkur. Til dæmis að æfa okkur í að kynna okkur sjálf, fá aðila til að undirbúa okkur undir atvinnuviðtal, sækja námskeið og fleira sem mögulega kæmi vel út að hafa bætt við okkur og/eða að nýta aðrar leiðir til að þjálfa okkur og æfa fyrir þetta draumastarf. Bent er á að vanmeta ekki þennan lið því að æfingin skapar meistarann. Starfsframi Tækni Vinnumarkaður Góðu ráðin Gervigreind Tengdar fréttir Að langa til að skipta um vinnu en þora ekki Það fylgir mannlegu eðli að hræðast stundum óvissuna eða eitthvað nýtt. Þessi ótti má þó ekki yfirtaka neitt hjá okkur, enda kemur oftast í ljós að hann er óþarfur með öllu. 25. júlí 2022 08:01 Atvinnuviðtalið: „Mikilvægt að spá vel í söguna sem maður er að selja“ „Að komast í atvinnuviðtalið eða draumastarfið snýst oft um undirbúninginn. Því sá sem situr hinum megin við borðið er kannski aðili að lesa hundrað ferilskrár og þín ferilskrá er því aðeins að fara að fá nokkrar sekúndur til að ná í gegn,“ segir Sturla Jóhann Hreinsson framkvæmdastjóri Vertu Betri ráðningaráðgjafar og vinnusálfræðingur. 19. október 2022 07:01 Sjálfið okkar: Að takast á við höfnun í kjölfar atvinnuviðtala Það myndu allir vinir og vandamenn segja það sama við þig ef þú færir í atvinnuviðtal sem síðan kæmi í ljós að hefði ekki gengið eftir sem skyldi: 15. september 2023 07:01 Góð ráð: Aftur á vinnumarkaðinn eftir langt hlé Það getur verið kvíðvænleg tilhugsun að vera að fara aftur á vinnumarkaðinn eftir langt hlé. En svo sem ekkert óalgengt ef stutt er á milli barneigna og/eða þær aðstæður hafa komið upp hjá fjölskyldunni að par ákveður að annað foreldrið sé heimavinnandi um tíma. 10. ágúst 2023 07:00 Að undirbúa uppsögn og nýja vinnu Eitt af því sem einkennir árstíðir hjá okkur er að við oft veljum að bíða með hluti fram að ákveðnum tíma. Að byrja í líkamsræktarátaki eða megrun í janúar er eflaust eitt af þekktari fyrirbærum. 2. ágúst 2023 07:02 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Samkvæmt AI Chat eru nokkur skref sem við getum fylgt til að næla okkur í draumastarfið okkar. Þessi skref eru þá helst: 1. Sjálfsrýni Að byrja á því að rýna í okkar eigin hæfileika: Þekkingu og reynslu. Velta fyrir okkur hvort það vanti eitthvað upp á hjá okkur sjálfum miðað við þá hugmynd sem við erum með um draumastarfið okkar. Skrifa niður lista yfir þau atriði sem við búum yfir og eru sérstaklega góðir eiginleikar fyrir tiltekið starf. 2. Vinnumarkaðurinn Næst er að skoða hvað er í boði á vinnumarkaðinum og hver staðan er þar. Eru störf í boði í samræmi við þær hugmyndir sem við erum með um draumastarfið? Eða hvaða störf komast næst því? Hvaða hæfniskröfur eru listaðar upp í auglýsingum um störf sem við teljum spennandi. Hvernig passar reynslan okkar, menntun og hæfni við þær kröfur? 3. Markmið Það getur verið að til þess að næla okkur í draumastarfið okkar, þurfi eitthvað meira til. Til dæmis menntun eða meiri starfsreynsla. Það sem okkur er ætlað að gera næst, er að setja okkur markmið um hvernig við ætlum að næla okkur í draumastarfið þannig að við séum líkleg til að komast í atvinnuviðtal og helst ráðningu, þegar við förum af stað að sækja um. Gott er að hafa þennan markmiðalista sýnilegan okkur því mikilvægt er að halda fókus og vera meðvituð um það hvernig við ætlum að vinna að starfsframanum okkar. 4. Ferilskráin Það skiptir engu máli hvort við erum að fara að sækja um draumastarfið okkar núna eða ekki. Gott er að leggja góða vinnu í ferilskránna og sjá til þess að hún uppfærist reglulega eftir því hvernig okkur miðar áfram. Eins er gott að æfa sig í að skrifa góð kynningarbréf til að láta fylgja með ferilskrá þegar sótt er um störf. 5. Tengslanetið Næst er að rýna í tengslanetið og þá sérstaklega með draumastarfið í huga. Ert þú í tengslaneti sem tengist þessu starfi? Ef já, er um að gera að vera svolítið meðvituð um það að rækta þetta tengslanet enn betur og nýta okkur það þegar að því kemur að við sækjum um eða förum á fullt að leita af draumastarfinu. Ef tengslanetið okkar er ekki mjög sterkt fyrir þetta draumastarf, er um að gera að velta fyrir sér með hvaða leiðum við getum eflt þetta net þannig að það nýtist okkur þegar fram í sækir. 6. Þjálfun og æfingar Loks er það að vera dugleg að æfa okkur. Til dæmis að æfa okkur í að kynna okkur sjálf, fá aðila til að undirbúa okkur undir atvinnuviðtal, sækja námskeið og fleira sem mögulega kæmi vel út að hafa bætt við okkur og/eða að nýta aðrar leiðir til að þjálfa okkur og æfa fyrir þetta draumastarf. Bent er á að vanmeta ekki þennan lið því að æfingin skapar meistarann.
Starfsframi Tækni Vinnumarkaður Góðu ráðin Gervigreind Tengdar fréttir Að langa til að skipta um vinnu en þora ekki Það fylgir mannlegu eðli að hræðast stundum óvissuna eða eitthvað nýtt. Þessi ótti má þó ekki yfirtaka neitt hjá okkur, enda kemur oftast í ljós að hann er óþarfur með öllu. 25. júlí 2022 08:01 Atvinnuviðtalið: „Mikilvægt að spá vel í söguna sem maður er að selja“ „Að komast í atvinnuviðtalið eða draumastarfið snýst oft um undirbúninginn. Því sá sem situr hinum megin við borðið er kannski aðili að lesa hundrað ferilskrár og þín ferilskrá er því aðeins að fara að fá nokkrar sekúndur til að ná í gegn,“ segir Sturla Jóhann Hreinsson framkvæmdastjóri Vertu Betri ráðningaráðgjafar og vinnusálfræðingur. 19. október 2022 07:01 Sjálfið okkar: Að takast á við höfnun í kjölfar atvinnuviðtala Það myndu allir vinir og vandamenn segja það sama við þig ef þú færir í atvinnuviðtal sem síðan kæmi í ljós að hefði ekki gengið eftir sem skyldi: 15. september 2023 07:01 Góð ráð: Aftur á vinnumarkaðinn eftir langt hlé Það getur verið kvíðvænleg tilhugsun að vera að fara aftur á vinnumarkaðinn eftir langt hlé. En svo sem ekkert óalgengt ef stutt er á milli barneigna og/eða þær aðstæður hafa komið upp hjá fjölskyldunni að par ákveður að annað foreldrið sé heimavinnandi um tíma. 10. ágúst 2023 07:00 Að undirbúa uppsögn og nýja vinnu Eitt af því sem einkennir árstíðir hjá okkur er að við oft veljum að bíða með hluti fram að ákveðnum tíma. Að byrja í líkamsræktarátaki eða megrun í janúar er eflaust eitt af þekktari fyrirbærum. 2. ágúst 2023 07:02 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Að langa til að skipta um vinnu en þora ekki Það fylgir mannlegu eðli að hræðast stundum óvissuna eða eitthvað nýtt. Þessi ótti má þó ekki yfirtaka neitt hjá okkur, enda kemur oftast í ljós að hann er óþarfur með öllu. 25. júlí 2022 08:01
Atvinnuviðtalið: „Mikilvægt að spá vel í söguna sem maður er að selja“ „Að komast í atvinnuviðtalið eða draumastarfið snýst oft um undirbúninginn. Því sá sem situr hinum megin við borðið er kannski aðili að lesa hundrað ferilskrár og þín ferilskrá er því aðeins að fara að fá nokkrar sekúndur til að ná í gegn,“ segir Sturla Jóhann Hreinsson framkvæmdastjóri Vertu Betri ráðningaráðgjafar og vinnusálfræðingur. 19. október 2022 07:01
Sjálfið okkar: Að takast á við höfnun í kjölfar atvinnuviðtala Það myndu allir vinir og vandamenn segja það sama við þig ef þú færir í atvinnuviðtal sem síðan kæmi í ljós að hefði ekki gengið eftir sem skyldi: 15. september 2023 07:01
Góð ráð: Aftur á vinnumarkaðinn eftir langt hlé Það getur verið kvíðvænleg tilhugsun að vera að fara aftur á vinnumarkaðinn eftir langt hlé. En svo sem ekkert óalgengt ef stutt er á milli barneigna og/eða þær aðstæður hafa komið upp hjá fjölskyldunni að par ákveður að annað foreldrið sé heimavinnandi um tíma. 10. ágúst 2023 07:00
Að undirbúa uppsögn og nýja vinnu Eitt af því sem einkennir árstíðir hjá okkur er að við oft veljum að bíða með hluti fram að ákveðnum tíma. Að byrja í líkamsræktarátaki eða megrun í janúar er eflaust eitt af þekktari fyrirbærum. 2. ágúst 2023 07:02