Múlaþing

Fréttamynd

Ekkert sem bendir til að verk­lagi lög­reglu hafi ekki verið fylgt

Ekkert bendir á þessu stigi til þess að verklagi lögreglu í atburðunum sem áttu sér stað í Dalseli á Egilsstöðum aðfararnótt föstudagsins hafi ekki verið fylgt. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi sem hafi rýnt í atburðina innanhúss. Þá segir að lögreglumenn sem að aðgerðinni komu hafi fengið sálræna aðstoð.

Innlent
Fréttamynd

Grænlendingar kaupa sex hraðfleygar farþegaþyrlur

Grænlenska flugfélagið Air Greenland, sem er í eigu landsstjórnar Grænlands, hefur keypt sex þyrlur af gerðinni Airbus H155. Fyrsta þyrlan kemur við á Íslandi í dag á leiðinni frá Evrópu til nýrra heimkynna og lenti hún á Egilsstöðum klukkan 12.40 til eldsneytistöku. Þaðan áætla flugmennirnir að fara í loftið klukkan 13.30 áleiðis til Ísafjarðar með lendingu þar um klukkan 15.30 en þaðan verður svo flogið áfram til Kulusuk.

Innlent
Fréttamynd

Hvetur íbúa til að standa saman eftir skot­á­rásina

Sveitarstjóri Múlaþings hvetur íbúa á Egilsstöðum til þess að standa við bakið hver á öðrum eftir skotárás sem varð í bænum í fyrradag og er þakklátur lögreglu fyrir góð viðbrögð. Nokkrar fjölskyldur hafa leitað sér áfallahjálpar eftir árásina.

Innlent
Fréttamynd

Líðan skotmannsins stöðug eftir aðgerð

Karlmaður á fimmtugsaldri sem skotinn var af lögreglu á Egilsstöðum í gærkvöldi liggur á gjörgæsludeild Landspítalans. Líðan hans er stöðug en hann gekkst undir aðgerð í nótt eftir að hafa verið skotinn í kviðinn.

Innlent
Fréttamynd

Mætti heim til barnsföður kærustu sinnar

Karlmaður á fimmtugsaldri var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík frá Egilsstöðum í gær eftir að lögregla skaut hann við Dalsel í útjaðri bæjarins í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlaði hann að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni og mætti þangað vopnaður.

Innlent
Fréttamynd

150 kílóa dróna flogið yfir Egils­staða­flug­völl

Dróna á vegum norska fyrirtækisins Norwegian Special Mission (NSM) hefur verið flogið í nágrenni Egilsstaðaflugvallar síðustu daga. Markmið verkefnisins er að safna gögnum sem styðja við að drónar verði notaðir við flugprófanir á búnaði flugvalla í framtíðinni.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri greinast á Seyðisfirði

Alls hafa nú tveir til viðbótar greinst með Covid-19 á Seyðisfirði í tengslum við smit sem rakið hefur verið til leikskólans í bænum. Sex af þeim tíu virku smitum sem eru á Austurlandi nú eru rakin til leikskólans.

Innlent
Fréttamynd

Leik­skóla lokað út vikuna og allir í sótt­kví

Allir nem­endur og kennarar á leik­skólanum á Seyðis­firði eru komnir í sótt­kví eftir að nemandi í skólanum greindist með kórónuveiruna síðasta mánu­dag. Leik­skólanum hefur því verið lokað fram á næsta mánu­dag þegar sótt­kvínni lýkur.

Innlent
Fréttamynd

Sigurður Guðmundsson gefur listaverk að verðmæti 125 milljóna króna

Ars longa, nýstofnuðu alþjóðlegu samtímalistasafni staðsettu á Djúpavogi, hefur borist listaverkagjöf tuttugu og sjö listaverka eftir myndlistarmanninn Sigurð Guðmundsson. Öll verkin má finna á sýningu Sigurðar, Alheimurinn er ljóð, sem opnuð var í Bræðslunni á Djúpavogi 10. júlí og stendur til 15. ágúst næstkomandi. Sýningin er sú síðasta sem haldin er í Bræðslunni eftir átta ára samfellt sýningarhald.

Menning
Fréttamynd

Smit á hjúkrunarheimili á Egilsstöðum

Allir starfsmenn og íbúar á hjúkrunarheimilinu Dyngju á Egilsstöðum hafa verið skimaðir eftir að starfsmaður á heimilinu greindist smitaður af Covid-19. Þeir eru taldir hafa verið útsettir fyrir smiti hafa verið settir í sóttkví.

Innlent