Mælingar truflast áfram vegna rigningar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. október 2021 12:01 Skriðan sem féll á Seyðisfirði í desember er sú stærsta sem fallið hefur í þéttbýli á Íslandi. Vísir/Egill Aðalsteinsson Jarðvegsfleki utan við Búðará á Seyðisfirði hefur færst um rúma fjóra sentímetra síðan á sunnudag. Truflun hefur hins vegar orðið á mælingum þar sem mælar virka aðeins í þurru veðri og góðu skyggni. Íbúar á rýmingarsvæðum fá ekki að fara inn í hús sín um helgina. Um klukkan níu í gærkvöldi stytti upp eftir um fjörutíu millimetra úrkomu líkt og spáð var. Hreyfing mælist enn í hlíðinni hægra megin við Búðará í skriðusárinu sem myndaðist í skriðuföllunum í desember í fyrra og er hættustig því enn í gildi. „Þetta eru orðnir rúmir fjórir sentimetrar þar sem mælist mest síðan á sunnudag,” segir Magni Hreinn Jónsson, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofunni. Almannavarnir tilkynntu í morgun að vegna úrkomunnar og þeirrar óvissu sem henni fylgi fái íbúar á rýmingarsvæðum ekki að fara inn í hús sín fram yfir helgi. Hreyfingar síðasta sólarhring mældar með Bylgjuvíxlmælingu. Hreyfingin er svipuð og verið hefur frá því á sunnudag.Ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands Magni segir erfitt að bera saman hreyfingarnar sem nú mælist við hreyfingarnar í fyrra, þar sem önnur tækni sé nú til staðar. „Þá var þetta sama mælakerfi ekki komið upp. Þannig að við höfum svo sem ekki beinan samanburð en svona miðað við sjónmat þá er þetta væntanlega mun minni hreyfing heldur en var,” segir hann en bætir við að hreyfingarnar séu engu að síður töluverðar. „Á þessum tíma er þetta mikil hreyfing, verður að teljast,” segir Magni. Ekki var hægt að fylgjast sérstaklega með hreyfingum við Búðará í fyrra þar sem mælar Veðurstofunnar virka aðeins í þurru veðri og góðu skyggni, en hamfararigning hafði verið í bænum dagana áður en stóra skriðan féll. Nýir mælar voru settir upp í kjölfarið en þeir eru þó áfram að vissu leyti bundnir við góðar aðstæður. Þannig varð truflun á alstöðinni í rigningunni í gær og hefur hún enn ekki farið rétt í gang eftir að stytti upp. „GPS tækin og radarskanninn þau virka alveg óháð aðstæðum hvort sem það er rigning eða þoka. Alstöðin mælir með lasermælingu, hún þarf gott skyggni þannig að hún truflast eins og í úrkomunni í gær og þá eru truflanir á þeim þá þurfum við að styðjast við radargögnin og GPS mælingar í gegnum svoleiðis atburði.” Íbúafundur verður haldinn á Teams og í Herðubreið klukkan sextán þar sem fulltrúar Veðurstofu munu svara spurningum. Íbúar á rýmingarsvæðum eru sérstaklega hvattir til að mæta. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Mest lesið Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Um klukkan níu í gærkvöldi stytti upp eftir um fjörutíu millimetra úrkomu líkt og spáð var. Hreyfing mælist enn í hlíðinni hægra megin við Búðará í skriðusárinu sem myndaðist í skriðuföllunum í desember í fyrra og er hættustig því enn í gildi. „Þetta eru orðnir rúmir fjórir sentimetrar þar sem mælist mest síðan á sunnudag,” segir Magni Hreinn Jónsson, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofunni. Almannavarnir tilkynntu í morgun að vegna úrkomunnar og þeirrar óvissu sem henni fylgi fái íbúar á rýmingarsvæðum ekki að fara inn í hús sín fram yfir helgi. Hreyfingar síðasta sólarhring mældar með Bylgjuvíxlmælingu. Hreyfingin er svipuð og verið hefur frá því á sunnudag.Ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands Magni segir erfitt að bera saman hreyfingarnar sem nú mælist við hreyfingarnar í fyrra, þar sem önnur tækni sé nú til staðar. „Þá var þetta sama mælakerfi ekki komið upp. Þannig að við höfum svo sem ekki beinan samanburð en svona miðað við sjónmat þá er þetta væntanlega mun minni hreyfing heldur en var,” segir hann en bætir við að hreyfingarnar séu engu að síður töluverðar. „Á þessum tíma er þetta mikil hreyfing, verður að teljast,” segir Magni. Ekki var hægt að fylgjast sérstaklega með hreyfingum við Búðará í fyrra þar sem mælar Veðurstofunnar virka aðeins í þurru veðri og góðu skyggni, en hamfararigning hafði verið í bænum dagana áður en stóra skriðan féll. Nýir mælar voru settir upp í kjölfarið en þeir eru þó áfram að vissu leyti bundnir við góðar aðstæður. Þannig varð truflun á alstöðinni í rigningunni í gær og hefur hún enn ekki farið rétt í gang eftir að stytti upp. „GPS tækin og radarskanninn þau virka alveg óháð aðstæðum hvort sem það er rigning eða þoka. Alstöðin mælir með lasermælingu, hún þarf gott skyggni þannig að hún truflast eins og í úrkomunni í gær og þá eru truflanir á þeim þá þurfum við að styðjast við radargögnin og GPS mælingar í gegnum svoleiðis atburði.” Íbúafundur verður haldinn á Teams og í Herðubreið klukkan sextán þar sem fulltrúar Veðurstofu munu svara spurningum. Íbúar á rýmingarsvæðum eru sérstaklega hvattir til að mæta.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Mest lesið Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira