Umferð

Fréttamynd

Aldrei meiri um­ferð um Hring­veginn

Aldrei hefur fleiri bílum verið ekið um Hringveginn í októbermánuði og jókst umferðin um nærri 32 prósent frá sama tíma í fyrra. Mesta aukningin var á Mýrdalssandi þar sem umferðin reyndist 251 prósent meiri en í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Varar við mikilli hættu í vetur

Á síðustu árum hefur reglulega verið hamrað á mikilvægi þess að nota hjálm við hjólreiðar. Hjólreiðamenn virðast nota hjálm í auknum mæli en nýtt og jafnvel stærra vandamál hefur nú skotið upp kollinum; rafhlaupahjól.

Innlent
Fréttamynd

Tafir á umferð vegna áreksturs og malbikunar

Malbikun hefur staðið yfir á hægri akrein á Vesturlandsvegi til vesturs, á milli Víkurvegar og Suðurlandsvegar eftir hádegið í dag. Nokkur töf er á umferð inn í Reykjavík af þessum sökum. Sömuleiðis er töf á umferð út úr bænum vegna áreksturs.

Innlent
Fréttamynd

Betri umferð

Samfélagið er smám saman að færast í fyrra horf frá því heimsfaraldur hóf göngu sína og umturnaði því skipulagi sem við eigum að venjast. Vissulega er þetta ekki búið en smám saman fækkar takmörkunum og má meðal annars merkja það á nýjustu umferðartölum. En aukinni umferð fylgir aukin hætta á árekstrum.

Skoðun
Fréttamynd

Óttast skort á vetrar­dekkjum á landinu

Sumir á landinu gætu lent í að fá ekki vetrar­dekk í ár vegna skorts á sendingum frá Asíu, að sögn Jóhanns Jóns­sonar, markaðs- og birgða­stjóra Dekkja­hallarinnar. Flestir dekkja­salar landsins hafa lent í ein­hverjum vand­ræðum með pantanir sínar í ár og fá hluta þeirra annað­hvort seint eða ekki.

Neytendur
Fréttamynd

Hreyfi­hamlaðir megi leggja í al­menn stæði á göngu­götum

Handhafi stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða kvartaði til umboðsmanns Alþingis yfir ákvörðun Bílastæðasjóðs Reykjavíkur um að leggja á hann stöðubrotsgjald. Handhafinn hafði lagt bíl sínum í almennt stæði á göngugötu en Bílastæðasjóður taldi honum aðeins heimilt að leggja í sérmerkt bifreiðastæði fyrir hreyfihamlaða á göngugötu.

Innlent
Fréttamynd

Svona virka nýjar meðal­hraða­mynda­vélar

Sam­göngu­ráðu­neytið hefur veitt lög­reglu heimild til að styðjast við nýjar hraða­mynda­vélar sem mæla meðal­hraða bíla á löngum vegar­kafla. Enn liggur ekki fyrir hvernig sektum fyrir of hraðan meðal­akstur verður háttað.

Innlent
Fréttamynd

Vilja skipta út yfirfullu hringtorgi fyrir betri lausn

Umferðin yfir Ölfusarbrú á Selfossi var það þung í sumar að kalla þurfti til lögreglu til að stýra umferð því bílaröðin hefur náð út í Ölfus. Nú eru uppi hugmyndir að breyta þessum gatnamótum til að greiða úr flöskuhálsinum.

Innlent
Fréttamynd

Umferðaraukning á Hringveginum en samdráttur á höfuðborgarsvæðinu

Umferð á höfuðborgarsvæðinu dróst saman um rúmlega þrjú prósent í júlí á meðan umferð á Hringveginum hefur aldrei verið meiri í júlí. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Af þessum tölum má álykta að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi flykkst út á Hringveginn í júlí.

Bílar
Fréttamynd

Veittu sautján ára stút eftirför

Lögregluþjónar veittu bíl eftirför í nótt eftir að ökumaður hans neitaði að stöðva við merkjagjöf. Bílnum var ekið á miklum hraða á undan lögreglu og fór ökumaðurinn meðal annars yfir gatnamót á rauðu ljósi.

Innlent
Fréttamynd

Metumferð um Hringveginn

Umferð um Hringveginn jókst um nærri sex prósent í júlí síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra. Met var slegið í mánuðinum en umferðin reyndist 2,3 prósentum meiri en í júlí 2019 þegar fyrra met var sett.

Innlent
Fréttamynd

Ör­tröð við Sel­foss

Um­ferð á veginum frá Hvera­gerði til Sel­foss hefur þyngst mikið og er nú komin bið­röð frá Sel­fossi að Ingólfs­hvoli.

Innlent
Fréttamynd

Dusterinn er kominn aftur á kreik

Þeir sem fara akandi um stræti Reykjavíkur nú um mundir fara fæstir varhluta af kunnuglegri þróun sem orðið hefur í borginni á allra síðustu vikum. Dacia Duster, uppáhaldsbílaleigubíll ferðamannsins, er aftur kominn á kreik.

Innlent
Fréttamynd

Mikill erill, hávaði og ölvun

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Um hundrað mál eru skráð í dagbók lögreglunnar og þar af mikið um hávaðatilkynningar og annað tengt ölvun.

Innlent