Innlent

Öxna­dals­heiði lokað vegna fastra bíla

Atli Ísleifsson skrifar
Ekki er ljóst hvað vegurinn verður lengi lokaður. Myndin er úr safni.
Ekki er ljóst hvað vegurinn verður lengi lokaður. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Veginum um Öxnadalsheiði hefur verið lokað vegna fastra bíla í Bakkaselsbrekku. Ljóst er að vegurinn verður ekki opnaður í kvöld og verður staðan tekin aftur í fyrramálið.

Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. 

Þar segir að ekkert sé vitað um opnunartíma og að vefurinn verði uppfærður um leið og nýjar upplýsingar berast.

Snjóþekja og hálka er á vegum norðanlands.

Fréttin hefur verið uppfærð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×