Fótbolti

Fréttamynd

Real vill losna við sex leik­menn

Spænska knattspyrnufélagið Real Madríd stefnir á að losa sig við sex leikmenn sem fyrst til þess að lækka launakostnað félagsins og búa þannig til pláss fyrir leikmenn á borð við Kylian Mbappé.

Fótbolti
Fréttamynd

Zamora­no í Sel­foss

Hinn 26 ára gamli Gonzalo Zamorano er genginn í raðir Selfyssinga og mun leika með liðinu í Lengjudeild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð. Zamorano lék síðast með ÍBV hér á landi og heldur sig við Suðurlandið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Arnar Þór: „Ekki spurning, við viljum fá stig“

Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson sat fyrir svörum eftir að hann tilkynnti hvaða leikmenn verða í hópnum sem spilar tvo síðustu leiki sína í undankeppni HM nú í nóvember. Hann segir úrslitin ekki aðalatriðið, en að sigur sé að sjálfsögðu alltaf vel þeginn.

Fótbolti
Fréttamynd

Xavi vill komast „heim“ á Nývang

Allt bendir til þess að Barcelona goðsögnin Xavi taki við sem þjálfari spænska stórliðsins Barcelona á næstunni. Hann er í dag þjálfari Al Sadd í Katar en vonast til að liðin komist að samkomulagi svo hann komist „heim“ á Nývang í Katalóníu.

Fótbolti
Fréttamynd

Benzema hetja Real enn á ný

Karim Benzema kom Real Madríd til bjargar er liðið vann Shakhtar Donetsk 2-1 í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Þá gerðu AC Milan og Porto 1-1 jafntefli í Mílanó.

Fótbolti
Fréttamynd

Blatter og Platini ákærðir í Sviss

Sepp Blatter og Michel Platini, fyrrverandi forsetar FIFA og UEFA, hafa verið ákærðir af saksóknurum í Sviss. Ákvörðun um að ákæra þá byggir á sex ára rannsókn á greiðslu tveggja milljóna svissneskra franka frá FIFA til Platini.

Erlent