Erlent

Tjóðraði móður sína við stól til að drepa eigin­mann sinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Minnisvarði við skólann þar sem hinn fjórtán ára gamli Colt Grey er sakaður um að hafa skotið fjóra til bana.
Minnisvarði við skólann þar sem hinn fjórtán ára gamli Colt Grey er sakaður um að hafa skotið fjóra til bana. AP/Mike Stewart

Móðir unglingspilts sem skaut fjóra til bana í framhaldsskóla í Georgíu í Bandaríkjunum fyrr í mánuðinum hefur verið ákærð fyrir ofbeldi í garð aldraðar móður sinnar. Ákærurnar tengjast ekki skotárásinni þegar hinn fjórtán ára gamli Colt Gray fór með riffil í skólann og skaut tvo kennara og tvo samnemendur sína.

Marcee Gray, sem er 43 ára gömul, er meðal annars ákærð fyrir að hafa tjóðrað 74 ára móður sína við stól og skilið hana eftir þannig. Héraðsmiðlar segja að enginn hafi fundið Deborah Polhamus, móðurina, í nærri því heilan dag.

Í lögregluskýrslu segir að Gray hafi orðið reið yfir því að móðir hennar vildi ekki fara með henni heim til fyrrverandi eiginmanns hennar, því Gray sagðist ætla að myrða hann. Ekki liggur fyrir af hverju.

Þetta atvik er sagt hafa átt sér stað í nóvember í fyrra. Gray tók síma móður sinnar tjóðraði hana við stól með límbandi og skildi hana síðan eftir eina á meðan hún fór heim til fyrrverandi eiginmanns hennar, sem bjó með syni þeirra og tveimur öðrum börnum í nærliggjandi sýslu.

Þar er Gray sögð hafa valdið skemmdum en hún var handtekinn tveimur dögum síðar og dæmd til 45 daga fangelsisvistar vegna skemmdarverka og fara inn á lóð annarra í leyfisleysi, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Hann hafði þá sent henni skilaboð þar sem hann sagði að honum þætti þetta leitt.

Gray er sögð hafa varað við „bráðri neyð“ rétt áður en sonur hennar hóf skotárásina.

Sjá einnig: Hringdi í skólann og varaði við rétt fyrir árásina

Marcee Gray stendur frammi fyrir allt að tuttugu ára fangelsisvist, verði hún fundin sek í öllum ákæruliðum.

Colin Gray, faðir Colt, hefur einnig verið ákærður vegna árásarinnar en hann er sakaður um að hafa veitt syni sínum aðgang að rifflinum sem hann notaði til árásarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×