Tjóðraði móður sína við stól til að drepa eiginmann sinn Samúel Karl Ólason skrifar 22. september 2024 10:10 Minnisvarði við skólann þar sem hinn fjórtán ára gamli Colt Grey er sakaður um að hafa skotið fjóra til bana. AP/Mike Stewart Móðir unglingspilts sem skaut fjóra til bana í framhaldsskóla í Georgíu í Bandaríkjunum fyrr í mánuðinum hefur verið ákærð fyrir ofbeldi í garð aldraðar móður sinnar. Ákærurnar tengjast ekki skotárásinni þegar hinn fjórtán ára gamli Colt Gray fór með riffil í skólann og skaut tvo kennara og tvo samnemendur sína. Marcee Gray, sem er 43 ára gömul, er meðal annars ákærð fyrir að hafa tjóðrað 74 ára móður sína við stól og skilið hana eftir þannig. Héraðsmiðlar segja að enginn hafi fundið Deborah Polhamus, móðurina, í nærri því heilan dag. Í lögregluskýrslu segir að Gray hafi orðið reið yfir því að móðir hennar vildi ekki fara með henni heim til fyrrverandi eiginmanns hennar, því Gray sagðist ætla að myrða hann. Ekki liggur fyrir af hverju. Þetta atvik er sagt hafa átt sér stað í nóvember í fyrra. Gray tók síma móður sinnar tjóðraði hana við stól með límbandi og skildi hana síðan eftir eina á meðan hún fór heim til fyrrverandi eiginmanns hennar, sem bjó með syni þeirra og tveimur öðrum börnum í nærliggjandi sýslu. Þar er Gray sögð hafa valdið skemmdum en hún var handtekinn tveimur dögum síðar og dæmd til 45 daga fangelsisvistar vegna skemmdarverka og fara inn á lóð annarra í leyfisleysi, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Hann hafði þá sent henni skilaboð þar sem hann sagði að honum þætti þetta leitt. Gray er sögð hafa varað við „bráðri neyð“ rétt áður en sonur hennar hóf skotárásina. Sjá einnig: Hringdi í skólann og varaði við rétt fyrir árásina Marcee Gray stendur frammi fyrir allt að tuttugu ára fangelsisvist, verði hún fundin sek í öllum ákæruliðum. Colin Gray, faðir Colt, hefur einnig verið ákærður vegna árásarinnar en hann er sakaður um að hafa veitt syni sínum aðgang að rifflinum sem hann notaði til árásarinnar. Bandaríkin Erlend sakamál Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Marcee Gray, sem er 43 ára gömul, er meðal annars ákærð fyrir að hafa tjóðrað 74 ára móður sína við stól og skilið hana eftir þannig. Héraðsmiðlar segja að enginn hafi fundið Deborah Polhamus, móðurina, í nærri því heilan dag. Í lögregluskýrslu segir að Gray hafi orðið reið yfir því að móðir hennar vildi ekki fara með henni heim til fyrrverandi eiginmanns hennar, því Gray sagðist ætla að myrða hann. Ekki liggur fyrir af hverju. Þetta atvik er sagt hafa átt sér stað í nóvember í fyrra. Gray tók síma móður sinnar tjóðraði hana við stól með límbandi og skildi hana síðan eftir eina á meðan hún fór heim til fyrrverandi eiginmanns hennar, sem bjó með syni þeirra og tveimur öðrum börnum í nærliggjandi sýslu. Þar er Gray sögð hafa valdið skemmdum en hún var handtekinn tveimur dögum síðar og dæmd til 45 daga fangelsisvistar vegna skemmdarverka og fara inn á lóð annarra í leyfisleysi, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Hann hafði þá sent henni skilaboð þar sem hann sagði að honum þætti þetta leitt. Gray er sögð hafa varað við „bráðri neyð“ rétt áður en sonur hennar hóf skotárásina. Sjá einnig: Hringdi í skólann og varaði við rétt fyrir árásina Marcee Gray stendur frammi fyrir allt að tuttugu ára fangelsisvist, verði hún fundin sek í öllum ákæruliðum. Colin Gray, faðir Colt, hefur einnig verið ákærður vegna árásarinnar en hann er sakaður um að hafa veitt syni sínum aðgang að rifflinum sem hann notaði til árásarinnar.
Bandaríkin Erlend sakamál Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira