Real vill losna við sex leikmenn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. nóvember 2021 20:01 Talið er að Real hafi sett bæði Hazard og Bale á sölulista. Oscar J. Barroso/Getty Images Spænska knattspyrnufélagið Real Madríd stefnir á að losa sig við sex leikmenn sem fyrst til þess að lækka launakostnað félagsins og búa þannig til pláss fyrir leikmenn á borð við Kylian Mbappé. Samkvæmt spænska miðlinum AS vill Real losna við þá Marcelo, Isco, Gareth Bale, Eden Hazard, Luka Jović og Jesus Vallejo. Leikmennirnir hafa lítið komið við sögu síðan Carlo Ancelotti tók við og væri félagið til í að losa þessa leikmenn við fyrsta tækifæri. Miklar breytingar urðu á leikmannahópi Real í sumar og virðist stefna í áframhaldandi breytingar næsta sumar. Talið er nær öruggt að Kylian Mbappé gangi til liðs við félagið á frjálsri sölu. Erling Braut Håland er einnig á óskalistanum sem og Paul Pogba. Þó bæði Mbappé og Pogba séu samningslausir næsta sumar vill Real losa áðurnefnda leikmenn til að geta boðið samninga sem ómögulegt er að neita. Vandræði Real varðandi þá Marcelo, Isco og Gareth Bale er að þeir renna allir út á samningi næsta sumar. Það væri því erfitt að selja þá - eða gefa - í janúar þar sem fá lið væru tilbúin að borga sömu laun og Real. Forráðamenn félagsins halda þó í vonina að samningar náist og félagið nái allavega að spara hlut af launakostnaði þremenninganna hér að ofan ásamt því að selja Isco, Jović og Vallejo. Talið er að félagið spari í kringum 90 milljónir punda með því að losna við þessa sex leikmenn af launaskrá sinni. Það ætti að hjálpa í von þeirra um að sækja leikmenn á borð við Mbappé, Pogba og Håland næsta sumar. Real Madríd er sem stendur í 2. sæti La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, með 27 stig að loknum 12 leikjum. Real Sociedad situr á toppnum með 28 stig en hefur leikið leik meira. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira
Samkvæmt spænska miðlinum AS vill Real losna við þá Marcelo, Isco, Gareth Bale, Eden Hazard, Luka Jović og Jesus Vallejo. Leikmennirnir hafa lítið komið við sögu síðan Carlo Ancelotti tók við og væri félagið til í að losa þessa leikmenn við fyrsta tækifæri. Miklar breytingar urðu á leikmannahópi Real í sumar og virðist stefna í áframhaldandi breytingar næsta sumar. Talið er nær öruggt að Kylian Mbappé gangi til liðs við félagið á frjálsri sölu. Erling Braut Håland er einnig á óskalistanum sem og Paul Pogba. Þó bæði Mbappé og Pogba séu samningslausir næsta sumar vill Real losa áðurnefnda leikmenn til að geta boðið samninga sem ómögulegt er að neita. Vandræði Real varðandi þá Marcelo, Isco og Gareth Bale er að þeir renna allir út á samningi næsta sumar. Það væri því erfitt að selja þá - eða gefa - í janúar þar sem fá lið væru tilbúin að borga sömu laun og Real. Forráðamenn félagsins halda þó í vonina að samningar náist og félagið nái allavega að spara hlut af launakostnaði þremenninganna hér að ofan ásamt því að selja Isco, Jović og Vallejo. Talið er að félagið spari í kringum 90 milljónir punda með því að losna við þessa sex leikmenn af launaskrá sinni. Það ætti að hjálpa í von þeirra um að sækja leikmenn á borð við Mbappé, Pogba og Håland næsta sumar. Real Madríd er sem stendur í 2. sæti La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, með 27 stig að loknum 12 leikjum. Real Sociedad situr á toppnum með 28 stig en hefur leikið leik meira.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira