Fastir pennar

Fréttamynd

Áfram með smjörið

Fyrir um þrjátíu árum voru sett herlög í Alþýðulýðveldinu Póllandi. Stjórnarandstæðingar voru sóttir heim í skjóli nætur og settir í fangelsi. „Samstaðan“ var orðin of sterk, stjórnvöld þurftu að skakka leikinn. Helstu forkólfar hins frjálsa verkalýðsfélags voru reyndar vistaðir við ágætisaðstæður í heilsulindum fyrir liðsforingja. Þeir fengu nógan mat og náðu meira að segja að hamstra smjör, sem þeir smygluðu til eiginkvenna þegar þær komu í heimsókn. Það segir sitthvað um vöruúrvalið í landinu þegar fólk er farið að smygla nauðsynjavörum úr fangelsum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fræðsla lykill að hugarfarsbreytingu

Manneskja ekki markaðsvara var mest áberandi slagorðið í allrafyrstu aðgerð Rauðsokka, 1. maí 1970. Þessi aðgerð, að ganga undir merkjum kvenfrelsis, í kröfugöngu verkalýðsfélaganna átti sér raunar stað áður en Rauðsokkahreyfingin varð til en árin á eftir áttu Rauðsokkar oft eftir að vekja athygli á margvíslegum málefnum með aðgerðum sem vöktu athygli.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kostnaðurinn við krónuna

Tveir af forystumönnum Alþýðusambandsins, Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ og Ólafur Darri Andrason hagfræðingur, hafa skrifað afar vandaðar og vel rökstuddar greinar um vaxtamál, gjaldmiðil og húsnæðismál í tvö síðustu helgarblöð Fréttablaðsins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Byssa eða bíll?

Skotárás vegna uppgjörs í undirheimum Reykjavíkur hefur réttilega vakið mikla athygli og ekki síður gríðarlegt vopnabúr, sem lögreglan fann hjá meðlimum glæpaklíku sem talin er viðriðin árásina. Klíkubræður hafa verið settir í gæzluvarðhald vegna rannsóknar málsins. Enginn dó reyndar eða slasaðist í árásinni; byssumaðurinn hitti ekki. Flestir vona samt sjálfsagt að skotmaðurinn fái þungan dóm fyrir tilraun til manndráps.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hættið að skemma

Írafárið vegna vinnubragða Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra við endurskoðun kvótafrumvarpsins hefur að mestu yfirskyggt efni málsins. Sé hins vegar rýnt í frumvarpsdrögin sem leynistarfshópur ráðherrans tók saman – eins og gert var í fréttaskýringu hér í blaðinu í fyrradag – kemur í ljós að engar grundvallarbreytingar hafa verið gerðar efnislega frá „stóra kvótafrumvarpinu“.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stór stund á Alþingi í gær

Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki innan landamæranna frá því fyrir sex daga stríðið árið 1967.“

Fastir pennar
Fréttamynd

Um gömul refsilög og nýja tækni - dómur Hæstaréttar

Tíminn líður hratt á gervihnattaöld“ var eitt sinn sönglað fyrir Íslands hönd í Júróvisjón. Sá söngur hljómar alla daga á Alþingi því löggjafinn er gjarnan í kappi við tímann. Hraðar samfélagsbreytingar og tækniþróun kalla oft á snör handtök í löggjafarstarfinu. Á þetta sérstaklega við þegar löggjafinn hyggst nota refsingar til að hafa áhrif á breytni manna. Lög þarf hins vegar að túlka eftir samhenginu eins og áður hefur verið umfjöllunarefni á þessari síðu. Það er því ekki útilokað að gömul refsilög geti tekið mið af nýjum aðstæðum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Friðarreglan: særið engan

Hvar sem mannshjartað slær, hversu illa sem lífið leikur það, er eitt sem það þráir að forðast: ofbeldi. Þessi ósk hefur, þrátt fyrir allt, búið í hjarta mannkyns frá ómunatíð. Það dýrmætasta í lífinu er oftast falið innan um hversdaglega hluti. Það er hulin fegurð, ekkert prjál og skraut. Fólk líður hjá og enginn tekur eftir því nema sá sem hefur hugrekki til að loka augunum. Hið dýrmæta er á mörkunum.

Skoðun
Fréttamynd

Góð byggðastefna?

Þegar Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra var bent á tvískinnunginn í því að hann synjaði Huang Nubo um undanþágu frá banni við fasteignakaupum útlendinga utan Evrópska efnahagssvæðisins, en EES-borgarar gætu keypt jarðir og aðrar fasteignir umyrðalaust, svaraði Ögmundur því til að hann vildi líka setja hömlur á fjárfestingar EES-borgara.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hlegið að nöfnum fólks

Úrskurðir mannanafnanefndar vekja jafnan athygli og kátínu almennings. Algengustu viðbrögð manna eru annaðhvort „Hvað er fólkið í þessari nefnd eiginlega að spá?“ eða „Hver gerir barni sínu þetta?“ Fyrri spurningin byggir á vanþekkingu, sú síðari er réttlæting eineltis.

Fastir pennar
Fréttamynd

Varkárni um Vaðlaheiðargöng

Allt stefnir nú í að Vaðlaheiðargöng verði að veruleika á undan vegaframkvæmdum sem þó eru ofar á samgönguáætlun, svo sem nýjum Norðfjarðargöngum og Dýrafjarðargöngum, auk samgöngubóta á sunnanverðum Vestfjörðum og til Vestmannaeyja.

Fastir pennar
Fréttamynd

Aðeins of glæsileg uppbygging

Aðstaða til íþróttaiðkunar á Íslandi hefur tekið gríðarlegum stakkaskiptum á undanförnum árum. Ný fjölnota íþróttahús og gervigrasvellir sem nota má allt árið hafa komið til sögu í fjöldamörgum sveitarfélögum. Þetta hefur komið öllum íþróttaiðkendum til góða, ekki sízt börnum og unglingum. Þótt mörg þessara mannvirkja hafi risið í samstarfi íþróttafélaga og sveitarfélaga hafa skattgreiðendur borið mest af kostnaðinum og glæsileg uppbygging íþróttamannvirkja á sinn þátt í fjárhagsstöðu margra sveitarfélaga, sem er ekki alveg eins glæsileg.

Fastir pennar
Fréttamynd

Um sjálfstæðismenn og flokkinn

Bloggarar og álitsgjafar um um stjórnmál og viðskiptalíf hér og þar, geta þess ekki endilega hvar þeir sjálfir standa í pólitík og hvers vegna. Í mörgum tilvikum er það á allra vitorði, en ekki alltaf. Til eru þeir sem trúa því í einlægni að þeir séu hlutlausir í málflutningi, af því að þeir eru ekki flokksbundnir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þversögnin í sigri Jóhönnu

Nýleg fylgiskönnun gaf til kynna að nærri tveir þriðju hlutar kjósenda Samfylkingarinnar gætu hugsað sér að kjósa framboð Besta flokksins og Guðmundar Steingrímssonar. Þetta er vísbending um þverrandi traust Samfylkingarinnar undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur. Ástæðan er ugglaust óánægja með stjórnarstefnuna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hlustar enginn?

Enn bætast við hrollvekjandi upplýsingar um áhrif fyrirhugaðra breytinga ríkisstjórnarinnar á fiskveiðistjórnarkerfinu á afkomu sjávarútvegsins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fastafylgi er ekki til

Ég tók þátt í síðustu kosningabaráttu gegn Besta flokknum. Þegar hann mældist snemma vors með tvo menn inni í borgarstjórn þótti mér sem öðrum það fremur augljóst að Jón Gnarr væri að „toppa of snemma“. Síðan mældist hann með fjóra, þá hugsuðu menn að nú hlyti þetta að vera algjör toppur. Svo fór hann að mælast með hreinan meirihluta og þá þurfti að fara að gá betur hverjir væru eiginlega á þessum lista.

Skoðun
Fréttamynd

Búskapur í stað veiðimennsku

Umgengni Íslendinga við auðlindir hefur fram til þessa borið meiri svip af veiðimennsku en búskap. Ef ekki væri fyrir stórhug og einurð fólks eins og Sigríðar Tómasdóttur frá Brattholti og bænda í Mývatnssveit hefði virkjanagleði framkvæmdaglaðra manna á öldinni sem leið líkast til misþyrmt eða gert að engu sumar af stærstu náttúruperlum landsins og þannig hefðu langtímahagsmunir orðið skammtímahagsmunum að bráð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stjórnsýsluafrek

Staðan sem búið er að koma Bankasýslunni í er ekta íslenzkt stjórnsýsluafrek. Stofnunin hefur enga stjórn, engan forstjóra (nema þennan sem sagði upp í sumar og er á förum), nýtur einskis trúverðugleika lengur og virðist ekki í stakk búin að sinna sínum lögbundnu verkefnum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Óviss vorkoma

Víg Muammars Gaddafí, fyrrverandi leiðtoga Líbíu, í síðustu viku batt enda á fjörutíu og tveggja ára blóðuga harðstjórn í landinu. Að því leyti markar það kaflaskil og hefur orðið mörgum tilefni til að fagna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Lestur

Nýlega kom út skýrsla þar sem fram kom að fjórðungur fimmtán ára drengja gæti ekki lesið sér til gagns. Jafnframt kom fram að þeim liði ekki tiltakanlega illa. Það er vísast vegna þess að hvers kyns tækni er víða aðgengileg, ekki síst í tölvum, sem gerir þeim kleift að nálgast þekkingu og styttir þeim leið í námsverkefnum. Hitt er furðulegra, að þessar upplýsingar komi fram svona seint.

Fastir pennar
Fréttamynd

Máttlitlir siðferðisvitar

Það hver verði biskup eftir ár er ekki mjög áhugaverð spurning. Það er heldur ekki það sem kirkjan ætti að hafa áhyggjur af eða við ættum að vera að spyrja okkur. Þess í stað ættum við að velta því fyrir okkur hvort þjóðkirkjan, eða önnur trúfélög, séu öfl sem mark er á takandi þegar kemur að því að vísa veginn í siðferðismálum. Trúleysingjanum finnst það ekki, en hver verður að fá að svara þessu fyrir sig.

Fastir pennar
Fréttamynd

Betra ESB fyrir íslenzka bændur?

Fyrirhugaðar breytingar á landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins, sem sagt var frá í fyrradag, hljóta að fá rækilega skoðun hér á landi; hjá þeim sem taka þátt í aðildarviðræðum við Evrópusambandið, hagsmunasamtökum bænda og neytenda og umhverfissamtökum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Peningana vantar

Stjórnendur Landspítalans taka þessa dagana óvinsælar og erfiðar ákvarðanir um sparnað í rekstri spítalans. Tilkynnt hefur verið að St. Jósefsspítala í Hafnarfirði verði lokað um áramótin og sjúklingunum dreift á aðrar deildir spítalans. Þá hefur verið ákveðið að loka réttargeðdeildinni á Sogni í Ölfusi og flytja starfsemina að Kleppi í Reykjavík.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bankar og fólk

Bankar eru til margra hluta nytsamlegir, mikil ósköp, en þeir geta jafnframt verið hættulegir. Það stafar af því, að stórir bankar geta umfram flest önnur fyrirtæki valdið saklausu fólki skakkaföllum, ef þeim hlekkist á. Bankakreppa getur jafnvel valdið efnahagshruni eins og dæmin sanna. Þess vegna ríður á, að eignarhaldi banka sé vel skipað og þeim stjórni hæft og heiðarlegt fólk. Í mörgum löndum og einnig á Íslandi gera lögin sérstakar hæfiskröfur til eigenda banka og annarra fjármálafyrirtækja.

Fastir pennar
Fréttamynd

Upp úr kviksyndinu?

Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, skrifaði góða grein hér í blaðið í gær um þá sjálfsblekkingu, sem alltof margir virðast enn lifa í, að „hægt sé að strika út efnahagsáhrif hrunsins og hverfa aftur til lífskjara ársins 2007“.

Fastir pennar
Fréttamynd

Aldrei of seint að takast á við ofbeldi

Guðrún Ebba Ólafsdóttir er hugrökk kona. Hún hefur stigið fram og greint frá sársaukafullum atburðum í lífi sínu, allt frá barnæsku og langt fram á fullorðinsár. Hún hefur greint frá því hvernig ofbeldismaður kom fram andstyggilegum vilja sínum við barn, meðal annars með því að láta það trúa því að það væri meðsekt, og tókst á sama tíma að halda framhlið fjölskyldunnar sléttri og felldri og komast til æðstu metorða sem starf hans bauð upp á.

Fastir pennar
Fréttamynd

Alþingi og almenningur

Þegar þeir sem prýða sitjandi ríkisstjórn skipulögðu og hvöttu til mótmæla á Austurvelli á sínum tíma, undir slagorðinu „óhæf ríkisstjórn“, og bættu rösklega í, bæði í munnsöfnuði og athæfi þegar þangað var komið, þá voru þeir að senda skilaboð til almennings um hvernig óánægja og reiði í garð sitjandi stjórnar ætti að birtast. Allir vita að mætingin á Austurvelli var ekki sjálfsprottin nema að litlu leyti. Sumir tóku með sér börn og unglinga, sem þarna fengu sýnikennslu í hvernig ætti að ná sínu fram. Og það lukkaðist. Ofbeldisteymið situr nú í ríkisstjórn við litla hrifningu hins almenna borgara.

Fastir pennar
Fréttamynd

Undirstaða velferðarinnar

Óánægja lögreglumanna með kjör sín er vel skiljanleg. Þeir hafa bent á að þeir hafi dregizt aftur úr þeim viðmiðunarhópum, sem voru skilgreindir þegar lögreglumenn voru sviptir verkfallsrétti. Niðurstöðu gerðardóms telja þeir ekki taka mið af þessu kjaramisgengi. Láti vinnuveitandi þeirra, ríkið, kjaradeilur ævinlega ganga til gerðardóms eins og nú séu lögreglumenn fastir í láglaunagildru.

Fastir pennar
Fréttamynd

Strangari agi og stærri sjóðir

Þegar aðildarríki Evrópusambandsins ráku smiðshöggið á Efnahags- og myntbandalag Evrópu um aldamótin urðu ýmsir til að gagnrýna að þrátt fyrir að myntbandalagið væri í höfn með upptöku evrunnar vantaði mikið upp á efnahagsbandalagið. Ekki væru til neinir sjóðir til að aðstoða aðildarríki sem lentu í efnahagsvanda og engin raunveruleg sameiginleg efnahags- og ríkisfjármálastefna. Reglurnar sem áttu að tryggja að aðildarríkin héldu sig innan skilyrða Maastricht-sáttmálans um fjárlagahalla og skuldasöfnun ríkissjóðs væru sömuleiðis of veikar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Spennið beltin kæru farþegar

Eitt hataðasta fyrirtæki landsins hefur fengið nýjan forstjóra. Það var viðtal við hann hér í blaðinu um síðustu helgi, Birgi Jónsson, forstjóra Iceland Express. Hann hafði reyndar áður verið forstjóri fyrirtækisins um tíma fyrir nokkrum árum og í viðtalinu viðurkenndi hann að skammast sín fyrir forstjóratitilinn í ferilskránni.

Bakþankar