Fastir pennar

Fréttamynd

Lágkúrupólitík

Forysta Framsóknarflokksins barmar sér enn yfir að vera krafin um skýra afstöðu til kosningaútspils frambjóðenda flokksins í borgarstjórn; að krækja sér í atkvæði með því að höfða til andúðar á útlendingum og fólki sem er annarrar trúar en meirihluti Íslendinga.

Skoðun
Fréttamynd

Forstjóri - ráðherra - súkkulaðikleina

Reynslan sýnir að stundum er inngrip ríkisvaldsins, því miður, eina raunhæfa lausnin til að knýja fram hugarfarsbreytingu gagnvart hópum sem hefur með ósanngjörnum hætti verið haldið frá ákveðnum kimum þjóðfélagsins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Full ástæða til þess að brosa

Eftir sigur Íslands á Albönum í gærkvöldi á karlalandsliðið í knattspyrnu í fyrsta sinn raunhæfan möguleika á því að spila í lokakeppni heimsmeistaramótsins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ný kynslóð

Kjördagur býður upp á nýtt upphaf. Sumir segja þetta ofmetna fullyrðingu. Aðrir telja að Alþingi og stjórnmálamenn séu alveg búnir að týna jarðtengingunni. Samt upplifa flestir að atkvæði þeirra skipti miklu máli og að við kosningar lokist kaflar og ný tækifæri bjóðist.

Fastir pennar
Fréttamynd

Lifað á öðrum

Fjórðungur sveitarfélaga á Íslandi fær yfir fjörutíu prósent tekna sinna úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Sex sveitarfélög fá meira en helming tekna sinna úr sjóðnum. Það sem fær mest hefur um tvo þriðju tekna sinna þaðan.

Skoðun
Fréttamynd

Mjóu bökin

Ein helstu heilsufarsvandamál sem þekkt eru í hinum vestræna heimi, og þótt víðar væri leitað, eru vandamál tengd stoðkerfi okkar. Stoðkerfi er orð sem er notað um beinin, auk vöðva- og sinakerfi líkamans. Verkir og óþægindi frá þessum svæðum er einna algengast að valdi veikindum og fjarveru frá vinnustað. Það er því afar mikilvægt að reyna að draga úr álagi, hugsa um líkamsbeitingu okkar og vinna með skipulegum hætti gegn aðstæðum sem geta haft slæm áhrif á stoðkerfið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Réttarríki viðurkennir mistök

Skýrsla starfshóps innanríkisráðherra um Guðmundar- og Geirfinnsmálin markar tímamót í hartnær fjörutíu ára sögu þeirra mála og raunar í sögu íslenzks réttarfars. Niðurstöður hópsins staðfesta það sem lengi hefur verið haldið fram af þeim sem dæmdir voru fyrir aðild að málunum, að stórkostlegir annmarkar voru á rannsókn málsins, réttindi voru brotin á hinum grunuðu í stórum stíl og játningar þeirra voru knúnar fram með þvingunum og ómannúðlegri meðferð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Misskilinn óskapnaður

Norður-Kórea hótar nú nágrönnum sínum og minnir á það hvers vegna þetta furðulega ríki hefur lengi verið kallað hættulegasti staður í heimi. Ógnarstjórn ríkir yfir algerri fátækt en hefur þó mátt til þess að valda miklum óskunda í fjölmennum heimshluta. Að ekki sé minnst á þær ótrúlegu þjáningar sem hún veldur heima fyrir. Fangabúðir landsins eru með verstu stöðum á jörðinni og frelsið utan þeirra lítið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tækifæri til að láta verkin tala

Jafnlaunavottunin, sem stéttarfélagið VR kynnti í fyrradag, er mikilvægt skref í átt til þess að uppræta launamun kynjanna. Þetta er gott framtak hjá félaginu, sem lengi hefur barizt fyrir því sjálfsagða réttlætismáli að karlar og konur fái sömu laun fyrir jafnverðmæt störf.

Fastir pennar
Fréttamynd

Næsta norræna velferðarstjórn

Tímaritið virta og víðlesna The Economist birtir í nýjasta tölublaði sínu heilmikla úttekt á nágrannaríkjum okkar fjórum á Norðurlöndunum. Ísland er ekki með í úttektinni. Á forsíðunni er birt mynd af úfnum víkingi með fyrirsögninni "Næsta súpermódel“. Þar er augljóslega vísað í norræna módelið, sem The Economist færir rök fyrir að hafi skilað norrænu ríkjunum í fremstu röð og mörg önnur ríki muni horfa til í vaxandi mæli.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vítamín og heilsa

Það hefur verið mikil vakning upp á síðkastið varðandi neyslu vítamína og þá sérstaklega hefur verið fjallað um D-vítamín og nauðsyn þess að bæta því út í matvæli á borð við mjólk og mjólkurvörur auk annarra vöruflokka. Þekkt er að íbúar á norðurhveli jarðar fá of lítið í gegnum sólarljósið og við erum hér á Íslandi líklega með gildi í lægri kantinum sem vert er að bæta upp með inntöku D-vítamíns sem fæðubót.

Skoðun
Fréttamynd

Reddar ríkið því?

Að minnsta kosti tvær athyglisverðar ranghugmyndir skutu upp kollinum í opinberri umræðu um nýársávarp Agnesar Sigurðardóttur biskups og þá tillögu hennar að þjóðkirkjan hefði forystu um landssöfnun fyrir betri tækjum handa Landspítalanum.

Skoðun
Fréttamynd

Úrræðin eru til

Fréttablaðið sagði frá því fyrr í vikunni að bandarísk stjórnvöld teldu öryggi hafnarsvæða hér á landi ábótavant og krefðust úrbóta. Þau teldu óviðunandi að fámennur hópur manna, sem farið hafa fram á hæli á Íslandi, kæmist ítrekað upp með að reyna að lauma sér um borð í skip hér á leið til Bandaríkjanna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að grípa gæsina

Jón Bjarnason hefur myndað meirihluta í utanríkisnefnd Alþingis með leiðtogum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins um að hætta aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Það merkilega við þá tillögu er að hún segir meiri sögu um innanlandspólitíkina en utanríkisstefnuna. Hún varpar ljósi á ríkisstjórn sem hefur ekki vald á þeim hlutum sem hún vélar um.

Fastir pennar
Fréttamynd

Virðing fyrir næstu kynslóð

Ein af frumskyldum þeirra sem byggja jörðina hverju sinni er að skila henni áfram til niðja sinna í jafngóðu ástandi og við henni var tekið, þ.e. að nýting á gæðum jarðar hverju sinni dragi ekki úr möguleikum þeirra sem landið erfa á að nýta og nota.

Fastir pennar
Fréttamynd

Allir að hamra inn nagla

Ég er aurvaldssinni. Það er svona míní-auðvaldssinni. Mér finnst það ekki endilega óendanlega magnað að til sé fólk sem hefur orðið ríkt af því að breyta rafmagni í ál eða fundið olíu og tekist að selja hana.

Skoðun
Fréttamynd

Ímyndað skuldafangelsi

Að undanförnu hafa fjölmiðlar greint frá samantekt Jóns Ævars Pálmasonar verkfræðings, um að fólk sem er fætt á árunum 1970 til 1989 (23-42 ára), skuldi 81,7 milljörðum króna meira en það á. Hávær minnihluti fór af hjörunum og sagði stöðuna ótrúlega. Við þyrfti að bregðast með almennum aðgerðum til að leiðrétta þetta hróplega óréttlæti. Frelsa þyrfti þennan hóp, sem á að byggja upp framtíðarþjóðfélagið, úr skuldafangelsinu. En er þessi staða óeðlileg? Nei, það er hún alls ekki.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tvöfaldur trúnaðarbrestur

Samtök atvinnulífsins (SA) og Alþýðusambandið (ASÍ) ræða nú saman um forsendur kjarasamninga á almennum vinnumarkaði og hvort til greina komi að segja þeim upp í janúar, eins og heimilt er að gera. Fyrir liggur að ýmsar forsendur kjarasamninganna hafa ekki staðizt. Kaupmáttur hefur aukizt lítillega en forsendur um verðbólgu, gengi krónunnar og fjárfestingar í atvinnulífinu hafa ekki haldið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bráðdrepandi byssumenning

Fjöldamorðin í Sandy Hook í Newtown í Bandaríkjunum á föstudag, þar sem tuttugu lítil börn og sex fullorðnir létu lífið, gætu orðið vendipunktur í umræðum um byssueign vestra.

Fastir pennar
Fréttamynd

Liðleskjur og aumingjar!

Um hátíðir minnumst við hinna látnu, ástvina og maka, fjölskyldumeðlima og vina. Heimsókn í kirkjugarðinn tilheyrir hátíðunum og það eru tregafull spor á stundum að ganga að leiði ástvinar. Það að missa einhvern náinn er sár sem aldrei grær að fullu, sérstaklega þegar sá sem frá hverfur er í blóma lífsins. Hvert okkar tekst á við slíkt á sinn eigin hátt, minningarnar eru margar og tilfinningarnar geta verið miklar, sveiflast mikið og varað lengi. Því þykir okkur flestum ákveðin huggun í því að votta hinum látnu virðingu okkar með heimsókn til þeirra og jafnvel kveikja á kerti og leggja niður skreytingu til marks um það að viðkomandi var hluti af lífi okkar sem við munum ekki gleyma.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vonbrigði og mikið ósætti við Seðlabankann

Fyrr í þessum mánuði ákvað Seðlabankinn að hækka stýrivexti. Íslendingar eru orðnir svo vanir slíkum tíðindum að þau vekja ekki meiri hughrif og umræðu en tilkynningar Veðurstofunnar um umhleypinga. Munurinn er þó sá að umhleypingarnir ráðast af lögmálum náttúrunnar en vextirnir eru afleiðing mannlegrar breytni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gegnsæið er bezt

Fréttablaðið skýrði frá því fyrr í vikunni að allt væri á huldu um hverjir væru raunverulegir eigendur Straums fjárfestingarbanka.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þeir sem vita best

Hvert hlutverk ríkisvaldsins á að vera er eilíft umræðuefni. Almennt virðist sátt um það á Íslandi að það eigi að halda uppi lögum og reglu og setja almennar leikreglur. Auk þess er víðtækur stuðningur við að hér sé víðfeðmt velferðarkerfi og að ríkið tryggi þegnum sínum tiltölulega jöfn tækifæri til náms og starfa.

Fastir pennar
Fréttamynd

Norræna nammileitin

Ímyndum okkur eftirfarandi leik: Bláum og rauðum súkkulaðieggjum er dreift um Öskjuhlíðina. Eggin sjást ekki langar leiðir heldur þarf oft að kemba grasið og fara inn í runna til að finna þau. Krakkahópur fær það hlutverk að leita að eggjunum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Elst eða yngst í bekknum?

Aldur barna í árinu hefur veruleg áhrif á gengi þeirra í skóla. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem greint var frá í frétt hér í blaðinu á mánudaginn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ójafn leikur

Enn og aftur hefur Ísrael misboðið heimsbyggðinni með yfirgangi sínum gagnvart Palestínumönnum. Sú samúð sem málstaður Ísraelsríkis naut einu sinni víðast hvar á Vesturlöndum er á hröðu undanhaldi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sveppasýkt húsnæði

Við höfum orðið vör við fréttaflutning af einstaklingum og heilu fjölskyldunum sem búa í húsum þar sem myglusveppur ræður ríkjum, veikir ónæmiskerfi þeirra og veldur hinum ýmsu einkennum, allt frá slappleika til þess að gera íbúa óstarfhæfa sökum veikinda. Nýlega var sagt frá slíku á Egilsstöðum, þar sem hefur komið í ljós að nokkur fjöldi nýlegra húsa þar og íbúar þeirra glíma við slíkt vandamál. Þá hafa komið upp dæmi víðar, jafnt í íbúðar- sem og vinnuhúsnæði.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þrællinn í næsta húsi

Fréttablaðið hefur undanfarna daga fjallað um rannsókn lögreglu á grun um mansal tengt rekstri nuddstofa á höfuðborgarsvæðinu. Kínversk kona sem starfaði þar segist um fjögurra ára skeið hafa verið látin vinna í 12-14 klukkustundir á dag fyrir um 6.500 króna mánaðarlaun, meðal annars við blaðburð og viðhald fasteigna eigandans. Hún sakar eigandann sömuleiðis um að hafa tekið vegabréfið af öðrum útlendum starfsmanni, bannað honum að hafa samband við umheiminn og ekki greitt honum laun.

Fastir pennar
Fréttamynd

Svörin og þögnin opna tvær leiðir

Viðbrögð þjóðarinnar við spurningum um stjórnarskrármálið liggja nú fyrir. Hvernig er réttast að halda á málinu í framhaldinu? Segja má að svör minnihlutans og þögn meirihlutans gefi tilefni til að velja milli tveggja meginleiða.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bindandi bindandi

Þegar Alþingi samþykkti, fyrir rúmum fimm mánuðum, að boða til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs ályktaði meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins með eftirfarandi hætti um framhald málsins:

Fastir pennar