Ímyndað skuldafangelsi 20. desember 2012 06:00 Að undanförnu hafa fjölmiðlar greint frá samantekt Jóns Ævars Pálmasonar verkfræðings, um að fólk sem er fætt á árunum 1970 til 1989 (23-42 ára), skuldi 81,7 milljörðum króna meira en það á. Hávær minnihluti fór af hjörunum og sagði stöðuna ótrúlega. Við þyrfti að bregðast með almennum aðgerðum til að leiðrétta þetta hróplega óréttlæti. Frelsa þyrfti þennan hóp, sem á að byggja upp framtíðarþjóðfélagið, úr skuldafangelsinu. En er þessi staða óeðlileg? Nei, það er hún alls ekki. Í fyrsta lagi er þetta sá aldurshópur Íslendinga sem er að koma sér fyrir í lífinu. Hann hefur tekið námslán til að mennta sig, auka þekkingu sína og verðmæti sitt á vinnumarkaði. Hópurinn er að vinna sig upp metorðastigann í samfélaginu og er því almennt ekki með há laun. Þess utan er hann að koma þaki yfir höfuðið og flestir innan hans þurfa að taka til þess fasteignalán fyrir þorra kaupverðsins. Sé lánið verðtryggt mun höfuðstóll þess líklegast hækka. Sé það óverðtryggt eru afborganir hærri og draga því úr getu til að spara eða eyða peningunum í aðra eignamyndun. Þá stendur þessi hópur, öðrum fremur, í stórtækum barneignum og er því með fjölda einstaklinga á sínu framfæri sem skila honum engum tekjum heldur umtalsverðum kostnaði, sem greiddur er til baka í óefnislegum verðmætum. Í öðru lagi verður einfaldlega að viðurkenna að líkast til hefur engin kynslóð Íslendinga skuldsett sig jafn djarft og óábyrgt og sú sem hér er um fjallað. Sú skuldsetning hefur verið til að öðlast aukin efnisleg lífsgæði fyrr en hún gæti ella. Gríðarlegt framboð af lánsfé auðveldaði ákvörðun hópsins en skuldsetningin var samt sem áður val, ekki átroðningur. Þegar eignabólan sprakk þá hríðféll virði eignanna sem hann hafði skuldsett sig til að kaupa. Þar af leiðandi varð eiginfjárstaða hópsins sem heild verri og meðalskuldir hans hækkuðu. Í þriðja lagi verða Íslendingar að meðaltali um 82 ára gamlir. Foreldrar þessa hóps eru því að langstærstu leyti enn á lífi og hafa ekki arfleitt hann eignum sínum. Nettóeignir þeirra hlaupa á hundruðum milljarða króna. Þegar eignatilfærsla milli kynslóðanna á sér stað mun eiginfjárstaða hópsins batna til muna. Það er fátt jafn bjagað og umræða um skuldara á Íslandi. Háværir þrýstihópar vilja að ríkið eða lífeyrissjóðir borgi þeim til baka ímyndaðar eignir sem þeir áttu aldrei með afleiðingum sem yrðu ákaflega neikvæðar fyrir samfélagið sem heild. Auðvitað skulda sumir meira en þeir ráða við. Hluti þeirra var beinleiðis óheppinn vegna þeirra aðstæðna sem ríktu þegar þeir voru að koma undir sig fótunum. Það er enda óþolandi fylgifiskur íslenskrar peningamálastefnu að tilfærsla peninga á milli kynslóða eigi sér stað með því að láta verðbólgu hækka lánin okkar á meðan raunvirði launa rýrnar stöðugt. Þessum hópi á að hjálpa með sértækum aðgerðum. En að láta eins og að það sé óeðlilegt að fólk á þrítugs og fertugsaldri skuldi meira en það á er fjarstæðukennt. Og það á alls ekki að grípa til stórtækra almennra aðgerða til að leysa þann ímyndaða vanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun
Að undanförnu hafa fjölmiðlar greint frá samantekt Jóns Ævars Pálmasonar verkfræðings, um að fólk sem er fætt á árunum 1970 til 1989 (23-42 ára), skuldi 81,7 milljörðum króna meira en það á. Hávær minnihluti fór af hjörunum og sagði stöðuna ótrúlega. Við þyrfti að bregðast með almennum aðgerðum til að leiðrétta þetta hróplega óréttlæti. Frelsa þyrfti þennan hóp, sem á að byggja upp framtíðarþjóðfélagið, úr skuldafangelsinu. En er þessi staða óeðlileg? Nei, það er hún alls ekki. Í fyrsta lagi er þetta sá aldurshópur Íslendinga sem er að koma sér fyrir í lífinu. Hann hefur tekið námslán til að mennta sig, auka þekkingu sína og verðmæti sitt á vinnumarkaði. Hópurinn er að vinna sig upp metorðastigann í samfélaginu og er því almennt ekki með há laun. Þess utan er hann að koma þaki yfir höfuðið og flestir innan hans þurfa að taka til þess fasteignalán fyrir þorra kaupverðsins. Sé lánið verðtryggt mun höfuðstóll þess líklegast hækka. Sé það óverðtryggt eru afborganir hærri og draga því úr getu til að spara eða eyða peningunum í aðra eignamyndun. Þá stendur þessi hópur, öðrum fremur, í stórtækum barneignum og er því með fjölda einstaklinga á sínu framfæri sem skila honum engum tekjum heldur umtalsverðum kostnaði, sem greiddur er til baka í óefnislegum verðmætum. Í öðru lagi verður einfaldlega að viðurkenna að líkast til hefur engin kynslóð Íslendinga skuldsett sig jafn djarft og óábyrgt og sú sem hér er um fjallað. Sú skuldsetning hefur verið til að öðlast aukin efnisleg lífsgæði fyrr en hún gæti ella. Gríðarlegt framboð af lánsfé auðveldaði ákvörðun hópsins en skuldsetningin var samt sem áður val, ekki átroðningur. Þegar eignabólan sprakk þá hríðféll virði eignanna sem hann hafði skuldsett sig til að kaupa. Þar af leiðandi varð eiginfjárstaða hópsins sem heild verri og meðalskuldir hans hækkuðu. Í þriðja lagi verða Íslendingar að meðaltali um 82 ára gamlir. Foreldrar þessa hóps eru því að langstærstu leyti enn á lífi og hafa ekki arfleitt hann eignum sínum. Nettóeignir þeirra hlaupa á hundruðum milljarða króna. Þegar eignatilfærsla milli kynslóðanna á sér stað mun eiginfjárstaða hópsins batna til muna. Það er fátt jafn bjagað og umræða um skuldara á Íslandi. Háværir þrýstihópar vilja að ríkið eða lífeyrissjóðir borgi þeim til baka ímyndaðar eignir sem þeir áttu aldrei með afleiðingum sem yrðu ákaflega neikvæðar fyrir samfélagið sem heild. Auðvitað skulda sumir meira en þeir ráða við. Hluti þeirra var beinleiðis óheppinn vegna þeirra aðstæðna sem ríktu þegar þeir voru að koma undir sig fótunum. Það er enda óþolandi fylgifiskur íslenskrar peningamálastefnu að tilfærsla peninga á milli kynslóða eigi sér stað með því að láta verðbólgu hækka lánin okkar á meðan raunvirði launa rýrnar stöðugt. Þessum hópi á að hjálpa með sértækum aðgerðum. En að láta eins og að það sé óeðlilegt að fólk á þrítugs og fertugsaldri skuldi meira en það á er fjarstæðukennt. Og það á alls ekki að grípa til stórtækra almennra aðgerða til að leysa þann ímyndaða vanda.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun