Forstjóri - ráðherra - súkkulaðikleina Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 5. febrúar 2014 07:00 Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur alla tíð verið andsnúin lögum um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja. Þau voru samþykkt á Alþingi árið 2010 af þingmönnum úr öllum stjórnmálaflokkum nema Sjálfstæðiflokki. Ragnheiður Elín var þá framsögumaður minnihlutaálits viðskiptanefndar þar sem kom fram skýr andstaða við lögin. Hún lét á þeim tíma þau fleygu orð falla að hún upplifði sig sem „súkkulaðikleinu“ fengi hún stöðu hvers konar eingöngu á þeim grundvelli að hún væri kona. Af hverju tabú?Aðeins 29 konur voru árið 2013 framkvæmdastjórar eða forstjórar 300 stærstu fyrirtækja landsins. Það eru 10%. Þá eru konur um 23 prósent aðalmanna í stjórnum íslenskra fyrirtækja og hlutfallið hækkaði lítillega á síðasta ári eins og Fréttablaðið greindi frá í janúar. Búast má við því að þetta hlutfall hækki á þessu ári þegar mörg félög halda fyrstu aðalfundi sína eftir að lögin tóku gildi fyrir aðeins fjórum mánuðum. Þá munu taka við stjórnarsætum einhverjar konur sem ella hefðu ekki endilega fengið þau ef ekki væri fyrir þessu nýju lög. Af hverju er það svona mikið tabú? Það er ekki eins og það muni koma niður á rekstri fyrirtækjanna en þau hafa algjört sjálfsvald við að velja konu sem þau telja að sé hæf og henti fyrirtækinu. Við megum ekki gleyma að í gegnum tíðina hafa mun verri og ómálefnalegri sjónarmið verið látin ráða vali á stjórnarmönnum, til dæmis hafa vinskapur og tengsl oft ráðið fremur en hæfni og reynsla. Óviðunandi staðaFámenni kvenna í atvinnulífinu endurspeglar brengluð og gamaldags viðhorf. Skakka stöðu sem hefur lítið sem ekkert breyst síðustu áratugi. Á meðan engin haldbær rök koma fram sem sýna svart á hvítu að konur séu verri stjórnendur en karlar þá er þessi staða með öllu óviðunandi. Reynslan sýnir að stundum er inngrip ríkisvaldsins, því miður, eina raunhæfa lausnin til að knýja fram hugarfarsbreytingu gagnvart hópum sem hefur með ósanngjörnum hætti verið haldið frá ákveðnum kimum þjóðfélagsins.Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova og gestur Klinksins, þessa vikuna tók við aðalviðurkenningu FKA í síðustu viku. Við það tilefni sagði Liv: „Ég hef oft verið súkkulaðikleina,“ og vísaði þar í orð ráðherrans frá því lögin voru sett. Hún hefur síðan ákveðið að hætta að vera „í kleinu“ yfir því að fá eitthvað á grundvelli kyns síns og einbeitt sér að því að sanna gildi sitt í þeim stöðum sem hún hlýtur. Liv er vel að merkja einhver farsælasti stjórnandi íslensks fyrirtækis í dag, með ánægðustu viðskiptavinina og sterkan rekstur. Körlunum mætt á heimavelliÞetta er rétt afstaða. Í stað þess að nánast kafna úr sjálfsmeðvitund eins og viðskiptaráðherra eiga konur að sýna hvað í þeim býr. Í stað þess að uppnefna og gera lítið úr sjálfum okkur þá eigum við að hafa nógu mikið sjálfstraust til að mæta körlunum á þeirra heimavelli. Þannig, eins og Liv, bregðast sterkar konur við – konur sem sérhvert fyrirtæki ætti að vera stolt af að hafa innan sinna raða. Að lokum er rétt að benda á eitt. Núverandi viðskiptaráðherra hefði aldrei verið valinn hæfastur af ráðningarfyrirtæki eða valnefnd til að gegna embættinu enda aðrir þingmenn með mun meiri reynslu og menntun á sviði viðskipta. Af hverju varð hún þá fyrir valinu? Það liggur fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi legið undir ámæli fyrir slaka stöðu kvenna í áhrifastöðum, þar á meðal í ráðherrastólum. Það er því ekki útilokað að þar hafi spilað töluverða rullu að Ragnheiður Elín er kona. Þýðir það að hún sé verri fyrir vikið? Klárlega ekki; hún þarf eins og allir aðrir að sýna að hún eigi fullt erindi í ráðherrastól. Það eru nefnilega mjög fáir sem uppnefna og dæma annað fólk sjálfkrafa úr leik. Flestir dæma fólk af verkum sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur alla tíð verið andsnúin lögum um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja. Þau voru samþykkt á Alþingi árið 2010 af þingmönnum úr öllum stjórnmálaflokkum nema Sjálfstæðiflokki. Ragnheiður Elín var þá framsögumaður minnihlutaálits viðskiptanefndar þar sem kom fram skýr andstaða við lögin. Hún lét á þeim tíma þau fleygu orð falla að hún upplifði sig sem „súkkulaðikleinu“ fengi hún stöðu hvers konar eingöngu á þeim grundvelli að hún væri kona. Af hverju tabú?Aðeins 29 konur voru árið 2013 framkvæmdastjórar eða forstjórar 300 stærstu fyrirtækja landsins. Það eru 10%. Þá eru konur um 23 prósent aðalmanna í stjórnum íslenskra fyrirtækja og hlutfallið hækkaði lítillega á síðasta ári eins og Fréttablaðið greindi frá í janúar. Búast má við því að þetta hlutfall hækki á þessu ári þegar mörg félög halda fyrstu aðalfundi sína eftir að lögin tóku gildi fyrir aðeins fjórum mánuðum. Þá munu taka við stjórnarsætum einhverjar konur sem ella hefðu ekki endilega fengið þau ef ekki væri fyrir þessu nýju lög. Af hverju er það svona mikið tabú? Það er ekki eins og það muni koma niður á rekstri fyrirtækjanna en þau hafa algjört sjálfsvald við að velja konu sem þau telja að sé hæf og henti fyrirtækinu. Við megum ekki gleyma að í gegnum tíðina hafa mun verri og ómálefnalegri sjónarmið verið látin ráða vali á stjórnarmönnum, til dæmis hafa vinskapur og tengsl oft ráðið fremur en hæfni og reynsla. Óviðunandi staðaFámenni kvenna í atvinnulífinu endurspeglar brengluð og gamaldags viðhorf. Skakka stöðu sem hefur lítið sem ekkert breyst síðustu áratugi. Á meðan engin haldbær rök koma fram sem sýna svart á hvítu að konur séu verri stjórnendur en karlar þá er þessi staða með öllu óviðunandi. Reynslan sýnir að stundum er inngrip ríkisvaldsins, því miður, eina raunhæfa lausnin til að knýja fram hugarfarsbreytingu gagnvart hópum sem hefur með ósanngjörnum hætti verið haldið frá ákveðnum kimum þjóðfélagsins.Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova og gestur Klinksins, þessa vikuna tók við aðalviðurkenningu FKA í síðustu viku. Við það tilefni sagði Liv: „Ég hef oft verið súkkulaðikleina,“ og vísaði þar í orð ráðherrans frá því lögin voru sett. Hún hefur síðan ákveðið að hætta að vera „í kleinu“ yfir því að fá eitthvað á grundvelli kyns síns og einbeitt sér að því að sanna gildi sitt í þeim stöðum sem hún hlýtur. Liv er vel að merkja einhver farsælasti stjórnandi íslensks fyrirtækis í dag, með ánægðustu viðskiptavinina og sterkan rekstur. Körlunum mætt á heimavelliÞetta er rétt afstaða. Í stað þess að nánast kafna úr sjálfsmeðvitund eins og viðskiptaráðherra eiga konur að sýna hvað í þeim býr. Í stað þess að uppnefna og gera lítið úr sjálfum okkur þá eigum við að hafa nógu mikið sjálfstraust til að mæta körlunum á þeirra heimavelli. Þannig, eins og Liv, bregðast sterkar konur við – konur sem sérhvert fyrirtæki ætti að vera stolt af að hafa innan sinna raða. Að lokum er rétt að benda á eitt. Núverandi viðskiptaráðherra hefði aldrei verið valinn hæfastur af ráðningarfyrirtæki eða valnefnd til að gegna embættinu enda aðrir þingmenn með mun meiri reynslu og menntun á sviði viðskipta. Af hverju varð hún þá fyrir valinu? Það liggur fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi legið undir ámæli fyrir slaka stöðu kvenna í áhrifastöðum, þar á meðal í ráðherrastólum. Það er því ekki útilokað að þar hafi spilað töluverða rullu að Ragnheiður Elín er kona. Þýðir það að hún sé verri fyrir vikið? Klárlega ekki; hún þarf eins og allir aðrir að sýna að hún eigi fullt erindi í ráðherrastól. Það eru nefnilega mjög fáir sem uppnefna og dæma annað fólk sjálfkrafa úr leik. Flestir dæma fólk af verkum sínum.