KA

Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: KA - Valur 26-35 | Þægilegur sigur Vals fyrir norðan

Valur vann afar sannfærandi sigur á KA mönnum á Akureyri í dag. Heimamenn sáu aldrei til sólar. Lokatölur 26-35 þar sem gestirnir léku á alls oddi. Leikurinn var liður í fimmtu umferð Olís deildar karla. Fyrir leikinn hafði gengi liðanna í deildinni verið ólíkt. Valur unnið fyrstu fjóra leiki mótsins á meðan KA hafði unnið tvo leiki en síðan tapað tveimur leikjum.

Handbolti
Fréttamynd

Snorri Steinn: Flestir þættir sem tikkuðu í dag

„Við vorum frábærir strax frá byrjun. Björgvin var geggjaður í markinu og við gengum eiginlega bara á lagið. Við vissum að KA menn yrðu brothættir í dag þar sem þeir eru búnir að tapa tveimur leikjum í röð þannig það var sterkt að byrja þetta svona vel. Menn héldu bara áfram og lögðu klárlega grunninn að þessu í fyrri hálfleik. Við hefum meira segja geta verið meira yfir í hálfleik,“ sagði Snorri Stein Guðjónsson þjálfari Vals eftir níu marka sigur á KA mönnum í KA heimilinu í dag.

Handbolti
Fréttamynd

KA/Þór áfram í Evrópubikarkeppninni

Íslandsmeistarar KA/Þór og Kósovómeistarar KHF Istogu áttust við í annað sinn á tveim dögum í annarri umferð Evrópubikarkeppninnar í handbolta í dag. KA/Þór vann fyrri leikinn með fjórum mörkum, og eftir þriggja marka sigur í dag, 37-34, er liðið komið áfram.

Handbolti
Fréttamynd

Andri: Við eigum ennþá fullt af hlutum inni

KA/Þór sigraði Stjörnuna með einu marki, 27-26, í KA heimilinu í dag. Heimastúlkur náðu mest sjö marka forskoti um miðbik síðari hálfleiks en misstu það svo niður í eitt mark undir lok leiks. Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þór var sáttur með stigin tvö en fannst leiðinlegt hvernig lið hans endaði leikinn.

Handbolti
Fréttamynd

Martha Hermannsdóttir: Honum verður ekki að ósk sinni í ár

Martha Hermannsdóttir leikmaður KA/Þór var frábær fyrir liðið í dag þegar þær mættu ÍBV í fyrsta leik Olís deildar kvenna. Hún skoraði 9 mörk, þar af eitt af vítalínunni þegar 15 sekúndur voru til leiksloka. Það mark tryggði sigur KA/Þór á móti ÍBV í háspennuleik sem endaði 26-24.

Handbolti
Fréttamynd

Undanúrslitin í Coca-Cola bikarnum klár

Í kvöld var dregið í undanúrslit Coca-Cola bikarsins í handbolta. Karlamegin mætast Íslandsmeistarar Vals og Afturelding, en kvennamegin halda Framarar titilvörn sinni áfram gegn Valskonum.

Handbolti