Martha Hermannsdóttir: Við erum ekki að spila undir neinni pressu Ester Ósk Árnadóttir skrifar 3. nóvember 2021 20:01 Martha Hermannsdóttir fyrirliði KA/Þórs Vísir/Hulda Margrét „Þetta var frábært, mér finnst svona KA/Þór liðið vera komið aftur. Við tókum góðan fund eftir síðasta leik þar sem við höfum ekki verið sjálfum okkur líkar, vantaði einhvern veginn gleði og að finna aftur að við erum ekki að spila undir neinni pressu,“ sagði Martha Hermannsdóttir fyrirliði KA/Þórs eftir góðan sigur á móti Haukum í KA heimilinu í kvöld. „Við vildum bara finna gleðina og hafa gaman af því að spila handbolta þannig við tókum mjög skemmtilega æfingu í gær, góð tónlist og gaman hjá okkur. Við vildum minna á okkur að njóta þess að spila og ég held að við höfum sýnt það í dag. Við mætum þvílíkt flottar til leiks.“ Hálfleikstölur voru 17 - 14 fyrir KA/Þór. Eftir tólf mínútna leik í seinni hálfleik var staðan orðinn 25-15 fyrir heimakonur. „Við ræddum það í hálfleik að keyra aðeins betur á þær í seinni hálfleik, það hefur verið okkar einkenni að geta keyrt dálítið. Við erum með flottan hóp og getum skipt ört á milli leikmanna ef að mannskapurinn er þreyttur þannig að Andri Snær þjálfari lagði upp með það í hálfleik. Við sýndum það strax í síðari hálfleik að við gætum það, náðum forystu og héldum henni út leikinn.“ Martha talaði um þreyttu í hópnum eftir erfitt ferðalag til Kosovó en KA/Þór tekur þátt í Evrópubikarkeppni eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar í fyrra. „Það var rosalega langt ferðalag til Kosovó þar sem við þurftum að taka þrjár flugvélar og tvær rútur. Það sat rosalega lengi í okkur. Þannig auðvitað spilar það inn í og svo erum við að spila þrjá leiki á viku þannig að við þurftum að ná í eitthvað extra fyrir leikinn í dag. Við vorum þreyttar á móti HK og margir sem töluðu um það. Við náðum að bæta það og komum sterkar í dag.“ Eftir að hafa náð góðri forystu í leik dagsins gat KA/Þór rúllað vel á hópnum og margir leikmenn sem fengu mínútur í dag. „Það er frábært að geta leyft ungu stelpunum að spila og gott að þær fái mínútur í öllum leikjum. Það er ótrúlega mikilvægt fyrir þær þannig að það er stór plús í dag að allir hafi fengið að spila.“ KA/Þór er í þriðja sæti deildarinnar með sjö stig. Fram og Valur eru fyrir ofan þær í fyrsta og öðru sæti. „Þetta er þreföld umferð, það er nóg eftir af stigum í pottinum. Það eiga öll lið eftir að tapa einhverjum stigum. Það fer ekkert lið í gegnum þetta án þess að tapa. Þannig að við höldum bara áfram að hugsa um okkur og spila okkar leik og þá held ég að við verðum bara í góðri stöðu í lok tímabils.“ KA/Þór á leik aftur á heimavelli á laugardaginn og er það þriðji leikurinn í röð sem liðið spilar í KA heimilinu. „Afturelding er búið að vera að sýna þvílíkt góðan leik, nýliðar í deildinni og hafa staðið sig vel þannig við mætum brjálaðar til leiks. Enginn værukærð þar.“ Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - Haukar 34-26 | Öruggur sigur Íslandsmeistaranna Íslandsmeistarar KA/Þórs unnu öruggan átta marka sigur er Haukar mættu norður í kvöld, lokatölur 34-26. KA/Þór fer þar með upp í sjö stig á meðan Haukar eru áfram með fimm stig. 3. nóvember 2021 19:20 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
„Við vildum bara finna gleðina og hafa gaman af því að spila handbolta þannig við tókum mjög skemmtilega æfingu í gær, góð tónlist og gaman hjá okkur. Við vildum minna á okkur að njóta þess að spila og ég held að við höfum sýnt það í dag. Við mætum þvílíkt flottar til leiks.“ Hálfleikstölur voru 17 - 14 fyrir KA/Þór. Eftir tólf mínútna leik í seinni hálfleik var staðan orðinn 25-15 fyrir heimakonur. „Við ræddum það í hálfleik að keyra aðeins betur á þær í seinni hálfleik, það hefur verið okkar einkenni að geta keyrt dálítið. Við erum með flottan hóp og getum skipt ört á milli leikmanna ef að mannskapurinn er þreyttur þannig að Andri Snær þjálfari lagði upp með það í hálfleik. Við sýndum það strax í síðari hálfleik að við gætum það, náðum forystu og héldum henni út leikinn.“ Martha talaði um þreyttu í hópnum eftir erfitt ferðalag til Kosovó en KA/Þór tekur þátt í Evrópubikarkeppni eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar í fyrra. „Það var rosalega langt ferðalag til Kosovó þar sem við þurftum að taka þrjár flugvélar og tvær rútur. Það sat rosalega lengi í okkur. Þannig auðvitað spilar það inn í og svo erum við að spila þrjá leiki á viku þannig að við þurftum að ná í eitthvað extra fyrir leikinn í dag. Við vorum þreyttar á móti HK og margir sem töluðu um það. Við náðum að bæta það og komum sterkar í dag.“ Eftir að hafa náð góðri forystu í leik dagsins gat KA/Þór rúllað vel á hópnum og margir leikmenn sem fengu mínútur í dag. „Það er frábært að geta leyft ungu stelpunum að spila og gott að þær fái mínútur í öllum leikjum. Það er ótrúlega mikilvægt fyrir þær þannig að það er stór plús í dag að allir hafi fengið að spila.“ KA/Þór er í þriðja sæti deildarinnar með sjö stig. Fram og Valur eru fyrir ofan þær í fyrsta og öðru sæti. „Þetta er þreföld umferð, það er nóg eftir af stigum í pottinum. Það eiga öll lið eftir að tapa einhverjum stigum. Það fer ekkert lið í gegnum þetta án þess að tapa. Þannig að við höldum bara áfram að hugsa um okkur og spila okkar leik og þá held ég að við verðum bara í góðri stöðu í lok tímabils.“ KA/Þór á leik aftur á heimavelli á laugardaginn og er það þriðji leikurinn í röð sem liðið spilar í KA heimilinu. „Afturelding er búið að vera að sýna þvílíkt góðan leik, nýliðar í deildinni og hafa staðið sig vel þannig við mætum brjálaðar til leiks. Enginn værukærð þar.“
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - Haukar 34-26 | Öruggur sigur Íslandsmeistaranna Íslandsmeistarar KA/Þórs unnu öruggan átta marka sigur er Haukar mættu norður í kvöld, lokatölur 34-26. KA/Þór fer þar með upp í sjö stig á meðan Haukar eru áfram með fimm stig. 3. nóvember 2021 19:20 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
Leik lokið: KA/Þór - Haukar 34-26 | Öruggur sigur Íslandsmeistaranna Íslandsmeistarar KA/Þórs unnu öruggan átta marka sigur er Haukar mættu norður í kvöld, lokatölur 34-26. KA/Þór fer þar með upp í sjö stig á meðan Haukar eru áfram með fimm stig. 3. nóvember 2021 19:20