Jónatan Magnússon: KA-menn hafa hingað til ekki gefist upp Þorsteinn Hjálmsson skrifar 29. október 2021 22:36 Jónatan Magnússon, þjálfari KA, var súr og svekktur eftir tap sinna manna í kvöld. vísir/bára Jónatan Magnússon, þjálfari KA var niðurlútur eftir fjórða tap sinna manna í röð. Tapaði KA 28-21 fyrir FH í kvöld. Jónatan Magnússon, þjálfari KA-manna segist taka það úr þessum leik að lið hans hélst lengur inn í leiknum heldur en síðustu leikjum. „Við vorum ekki búnir að, ólíkt síðasta leik, stimpla okkur út í hálfleik. Við náðum hérna smá vörn í fyrri hálfleik, það er svona það sem ég tek mest út úr þessu. Mér finnst við standa varnarlega mjög vel í fyrri hálfleik og hefði viljað vera með betri stöðu í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var ekki góður frekar en í síðustu leikjum.“ Sóknarleikur KA gekk brösuglega fyrir sig í kvöld. „Það segir sig bara sjálft með fjölda marka. Held það sé núna annar leikurinn í röð þar sem skotnýtingin er langt frá því að vera nógu góð. Sóknarleikurinn var ekki góður í dag, erum bara ekki að ná þessari frammistöðu sem við vorum svo mikið að reyna að ná í. Núna er það bara þannig, sjálfstraustið í liðinu er farið að brotna. Akkúrat núna erum við ekki að ná að tengja kafla.“ Sérfræðingar Seinni bylgjunnar ræddu mögulega krísu í herbúðum KA í síðasta þætti. Aðspurður hvort sú umræða ætti rétt á sér, svaraði Jónatan Magnússon þessu: „Krísa er eitthvað þegar gengur ekki vel. Þegar maður er ekki að vinna handboltaleiki þá er engin ánægður og sérstaklega við þjálfarar og leikmenn, sem stöndum í þessu. Við erum ekki ánægðir að ná ekki að sýna það sem við getum, það er það sem við erum að vinna í. Hvað sérfræðingar Seinni bylgjunnar segja eða ekki segja, þá er það alveg ljóst að þeir leikmenn sem ég er með hérna í liði, við viljum gera betur og strákarnir geta betur.“ „Það er engin skömm að tapa hérna fyrir FH á útivelli. Það er svolítið bara brotið sjálfstraustið í hópnum og það er það sem við þurfum að vinna í núna að finna aftur það. Ég meina, allan fyri hálfleikinn erum við virkilega að berjast og það er það sem mér fannst jákvætt miðað við það sem mér fannst upp á síðkastið, fjara undan okkar leik frekar snemma.“ „Núna var þetta leikur lengur og við erum sjálfum okkur verstir það er alveg ljóst hvernig við glötum niður góðum stöðum og færanýting í seinni hálfleik o.fl.. Ef það er eitthvað sem tengist KA, því sem ég hef staðið fyrir þá er það þegar á móti blæs þá þýðir ekkert að leggjast niður og grenja. Þetta er erfitt verkefni og það er verk að vinna. Við fáum núna góða pásu, það er að koma landsleikjapása.“ „KA-menn hafa hingað til ekki gefist upp, en núna þurfum við hins vegar virkilega að leita að þessu DNA okkar KA-manna til þess að kalla fram frammistöðu til að vinna, það kemur.“ Handbolti KA Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - KA 28-21 | KA-krísan heldur áfram Í kvöld fór fram leikur FH og KA í sjöttu umferð Olís-deildar karla, í Kaplakrika. Leiknum lauk með sigri heimamanna, 28-21. Fjórða tap KA í röð staðreynd. 29. október 2021 21:58 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Sjá meira
Jónatan Magnússon, þjálfari KA-manna segist taka það úr þessum leik að lið hans hélst lengur inn í leiknum heldur en síðustu leikjum. „Við vorum ekki búnir að, ólíkt síðasta leik, stimpla okkur út í hálfleik. Við náðum hérna smá vörn í fyrri hálfleik, það er svona það sem ég tek mest út úr þessu. Mér finnst við standa varnarlega mjög vel í fyrri hálfleik og hefði viljað vera með betri stöðu í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var ekki góður frekar en í síðustu leikjum.“ Sóknarleikur KA gekk brösuglega fyrir sig í kvöld. „Það segir sig bara sjálft með fjölda marka. Held það sé núna annar leikurinn í röð þar sem skotnýtingin er langt frá því að vera nógu góð. Sóknarleikurinn var ekki góður í dag, erum bara ekki að ná þessari frammistöðu sem við vorum svo mikið að reyna að ná í. Núna er það bara þannig, sjálfstraustið í liðinu er farið að brotna. Akkúrat núna erum við ekki að ná að tengja kafla.“ Sérfræðingar Seinni bylgjunnar ræddu mögulega krísu í herbúðum KA í síðasta þætti. Aðspurður hvort sú umræða ætti rétt á sér, svaraði Jónatan Magnússon þessu: „Krísa er eitthvað þegar gengur ekki vel. Þegar maður er ekki að vinna handboltaleiki þá er engin ánægður og sérstaklega við þjálfarar og leikmenn, sem stöndum í þessu. Við erum ekki ánægðir að ná ekki að sýna það sem við getum, það er það sem við erum að vinna í. Hvað sérfræðingar Seinni bylgjunnar segja eða ekki segja, þá er það alveg ljóst að þeir leikmenn sem ég er með hérna í liði, við viljum gera betur og strákarnir geta betur.“ „Það er engin skömm að tapa hérna fyrir FH á útivelli. Það er svolítið bara brotið sjálfstraustið í hópnum og það er það sem við þurfum að vinna í núna að finna aftur það. Ég meina, allan fyri hálfleikinn erum við virkilega að berjast og það er það sem mér fannst jákvætt miðað við það sem mér fannst upp á síðkastið, fjara undan okkar leik frekar snemma.“ „Núna var þetta leikur lengur og við erum sjálfum okkur verstir það er alveg ljóst hvernig við glötum niður góðum stöðum og færanýting í seinni hálfleik o.fl.. Ef það er eitthvað sem tengist KA, því sem ég hef staðið fyrir þá er það þegar á móti blæs þá þýðir ekkert að leggjast niður og grenja. Þetta er erfitt verkefni og það er verk að vinna. Við fáum núna góða pásu, það er að koma landsleikjapása.“ „KA-menn hafa hingað til ekki gefist upp, en núna þurfum við hins vegar virkilega að leita að þessu DNA okkar KA-manna til þess að kalla fram frammistöðu til að vinna, það kemur.“
Handbolti KA Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - KA 28-21 | KA-krísan heldur áfram Í kvöld fór fram leikur FH og KA í sjöttu umferð Olís-deildar karla, í Kaplakrika. Leiknum lauk með sigri heimamanna, 28-21. Fjórða tap KA í röð staðreynd. 29. október 2021 21:58 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: FH - KA 28-21 | KA-krísan heldur áfram Í kvöld fór fram leikur FH og KA í sjöttu umferð Olís-deildar karla, í Kaplakrika. Leiknum lauk með sigri heimamanna, 28-21. Fjórða tap KA í röð staðreynd. 29. október 2021 21:58