FH

Fréttamynd

„Þetta var rosalega erfiður leikur“

„Þetta var rosalega erfiður leikur. Mjög gott ÍR lið, þeir pressuðu okkur alveg í botn og gáfu okkur aldrei frið, virkilega flottur leikur hjá þeim. Ég er mjög ánægður með sigurinn og að landa þessu,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, eftir þriggja marka sigur á ÍR í kvöld. 

Handbolti
Fréttamynd

FH endurheimtir markaskorara

Shaina Ashouri mun spila með FH-ingum á nýjan leik á næstu leiktíð, að þessu sinni í Bestu deildinni eftir að liðið vann sig upp úr Lengjudeild í sumar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Heimir kynntur til leiks hjá FH

Heimir Guðjónsson hefur formlega verið kynntur til leiks sem nýr þjálfari karlaliðs félagsins í knattspyrnu. Sigurvin Ólafsson var á sama tíma kynntur sem aðstoðarþjálfari liðsins, en félagið greindi frá þessu á stuðningsmannakvöldi sem haldið var í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Stubbarnir í Kaplakrika

Hvolpasveit Vals var aðal barnaefnið í Olís-deild karla á síðasta tímabili. Nú er nýtt efni á dagskránni; Stubbarnir í Kaplakrika.

Handbolti
Fréttamynd

Carlos: Við þurfum að skilja að við erum litla liðið

Carlos Martin Santos, þjálfari Harðar, var ánægður eftir leik þeirra við FH í Olís-deildinni þrátt fyrir 36–31 tap. Fyrir leik bjuggust flestir við stórsigri heimamanna en gestirnir seldu sig mjög dýrt. Þrátt fyrir það var sigur FH-inga aldrei í hættu.

Handbolti
Fréttamynd

Rauða spjald Jóhanns Birgis dregið til baka

Aganefnd HSÍ fundaði í gær og tók þá fyrir mál fjögurra leikmanna sem fengu rautt spjald í 7.umferð Olís-deildar karla um síðustu helgi. Rauða spjaldið sem FH-ingurinn Jóhann Birgir Ingvarsson fékk gegn ÍBV var dregið til baka.

Handbolti
Fréttamynd

Guðmundur yfir í Garðabæinn

Guðmundur Kristjánsson er genginn í raðir Stjörnunnar frá FH en Garðabæjarfélagið tilkynnti um komu Guðmundar með myndbandi á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

FH, Fram og Afturelding á leið í 16-liða úrslit

FH, Fram og Afturelding eru á leið í 16-liða úrslit bikarkeppni HSÍ eftir sigra sína í kvöld. FH vann nauman þriggja marka sigur gegn Gróttu í Olís-deildarslag, 25-22, Fram vann Grill66-deildarlið Fjölnis á útivelli, 29-33, og Afturelding vann öruggan tíu marka sigur gegn Grill66-deildarliði Þórs frá Akureyri, 21-31.

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Fram - FH 3-0 | Guðmundur jafnaði Nökkva

FH-ingar sáu vart til sólar þrátt fyrir að hún skein skært er þeir sóttu Fram heim í Bestu deilda karla í dag. Það voru danskir dagar í fyrri hálfleik þar sem að Jannik Holmsgard kom Fram í 2-0. Guðmundur Magnússon jafnaði KA-manninn Nökkva Þeyr Þórisson á markalistanum er hann skoraði þriðja mark Framara í seinni hálfleik. Lokatölur 3-0.

Íslenski boltinn