Heimir: Við spiluðum fyrir fólkið Kári Mímisson skrifar 28. maí 2023 21:59 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Vísir/Diego Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum hæstánægður með 4-3 sigur FH á HK í Kaplakrika nú í kvöld. FH lenti þrisvar sinnum undir í leiknum en náði að jafna í öll skiptin og það var svo Úlfur Ágúst Björnsson sem skoraði sigurmarkið FH-inga hér í kvöld. „Það er frábært að vinna á heimavelli. Við viljum vinna alla leiki hér. Mér fannst við sýna sterkan karakter. Við töluðum um það í hálfleik að við þyrftum að spila betri varnarleik og svo bara byrjaði seinni hálfleikurinn á að Eyþór skorar þetta geggjaða mark eftir langan bolta. Það þarf sterk bein til að koma til baka eftir það en við héldum áfram, skoruðum góð mörk og hefðum getað bætt við fleirum.“ Sagði Heimir strax eftir leik. Varnarleikur FH var oft ekki góður í kvöld. Heimir segist ekki hafa verið sáttur við hann og þá sérstaklega ekki í fyrri hálfleik. Heimir segist aftur á móti hafa verið sáttur við sóknarleik liðsins í kvöld enda lágu FH-ingar í tækifærum á köflum í þessum leik. „Fyrri hálfleikurinn var náttúrulega bara slor. Við getum sagt að við höfum spilað fyrir fólkið. Við vorum frábærir sóknarlega og fyrir utan að skora fjögur mörk þá fengum við svo mikið af opnunum og góða möguleika að það hálfa væri hellingur. Varnarleikur og þá sérstaklega í fyrri hálfleik var ekki til útflutnings. Við vorum allt of langt frá mönnunum okkar, náðum ekki að dekka og náðum ekki að yfirmanna svæðin. Það var bara ekkert sem kom frá okkur varnarlega enda skora þeir verðskuldað tvö mörk í fyrri hálfleiknum og ég held að við höfum bara verið ágætlega heppnir að sleppa með það.“ Gyrðir Hrafn Guðbrandsson hefur komið vel inn í lið FH að undanförnu. Gyrðir skoraði tvö mörk í dag en hann skoraði líka í síðustu umferð gegn ÍBV. Hvað þykir þjálfaranum um frammistöðu Gyrðis? „Hann hefur komið inn og staðið sig vel. Hann er alltaf líklegur til að skora og er með góð hlaup inn í teiginn. Hann hefur staðið sig vel eftir að hann kom til okkar. Það er engin spurning.“ Heimir snýr aftur á Hlíðarenda í næstu umferð þegar FH mætir Val. Hvernig leggst það í Heimi og hans föruneyti? „Það leggst bara vel í mig. Valur er með frábært lið og við þurfum bara að undirbúa það vel að mæta þeim. Nú fer maður bara á morgun í Víkina að horfa á Víking gegn Val.“ Besta deild karla FH HK Tengdar fréttir Leik lokið: FH - HK 4-3 | FH-ingar upp fyrir HK eftir sjö marka leik FH-ingar unnu mikilvægan sigur er liðið tók á móti nýliðum HK í Hafnarfirðinu í kvöld. Lokatölur 4-3 í leik þar sem HK-ingar tóku forystuna í þrígang. 28. maí 2023 21:10 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Sjá meira
„Það er frábært að vinna á heimavelli. Við viljum vinna alla leiki hér. Mér fannst við sýna sterkan karakter. Við töluðum um það í hálfleik að við þyrftum að spila betri varnarleik og svo bara byrjaði seinni hálfleikurinn á að Eyþór skorar þetta geggjaða mark eftir langan bolta. Það þarf sterk bein til að koma til baka eftir það en við héldum áfram, skoruðum góð mörk og hefðum getað bætt við fleirum.“ Sagði Heimir strax eftir leik. Varnarleikur FH var oft ekki góður í kvöld. Heimir segist ekki hafa verið sáttur við hann og þá sérstaklega ekki í fyrri hálfleik. Heimir segist aftur á móti hafa verið sáttur við sóknarleik liðsins í kvöld enda lágu FH-ingar í tækifærum á köflum í þessum leik. „Fyrri hálfleikurinn var náttúrulega bara slor. Við getum sagt að við höfum spilað fyrir fólkið. Við vorum frábærir sóknarlega og fyrir utan að skora fjögur mörk þá fengum við svo mikið af opnunum og góða möguleika að það hálfa væri hellingur. Varnarleikur og þá sérstaklega í fyrri hálfleik var ekki til útflutnings. Við vorum allt of langt frá mönnunum okkar, náðum ekki að dekka og náðum ekki að yfirmanna svæðin. Það var bara ekkert sem kom frá okkur varnarlega enda skora þeir verðskuldað tvö mörk í fyrri hálfleiknum og ég held að við höfum bara verið ágætlega heppnir að sleppa með það.“ Gyrðir Hrafn Guðbrandsson hefur komið vel inn í lið FH að undanförnu. Gyrðir skoraði tvö mörk í dag en hann skoraði líka í síðustu umferð gegn ÍBV. Hvað þykir þjálfaranum um frammistöðu Gyrðis? „Hann hefur komið inn og staðið sig vel. Hann er alltaf líklegur til að skora og er með góð hlaup inn í teiginn. Hann hefur staðið sig vel eftir að hann kom til okkar. Það er engin spurning.“ Heimir snýr aftur á Hlíðarenda í næstu umferð þegar FH mætir Val. Hvernig leggst það í Heimi og hans föruneyti? „Það leggst bara vel í mig. Valur er með frábært lið og við þurfum bara að undirbúa það vel að mæta þeim. Nú fer maður bara á morgun í Víkina að horfa á Víking gegn Val.“
Besta deild karla FH HK Tengdar fréttir Leik lokið: FH - HK 4-3 | FH-ingar upp fyrir HK eftir sjö marka leik FH-ingar unnu mikilvægan sigur er liðið tók á móti nýliðum HK í Hafnarfirðinu í kvöld. Lokatölur 4-3 í leik þar sem HK-ingar tóku forystuna í þrígang. 28. maí 2023 21:10 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Sjá meira
Leik lokið: FH - HK 4-3 | FH-ingar upp fyrir HK eftir sjö marka leik FH-ingar unnu mikilvægan sigur er liðið tók á móti nýliðum HK í Hafnarfirðinu í kvöld. Lokatölur 4-3 í leik þar sem HK-ingar tóku forystuna í þrígang. 28. maí 2023 21:10