Breiðablik

Fréttamynd

Jason Daði þarf að fara í að­gerð að loknu Ís­lands­mótinu

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, mætti til Guðmundar Benediktssonar í Stúkuna í kvöld eftir að titillinn var kominn í hús. Þar staðfesti hann að Jason Daði, vængmaður liðsins, hefði spilað meiddur stóran hluta Íslandsmótsins og þyrfti að fara í aðgerð eftir tímabilið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fagnaðar­læti Ís­lands­meistara Breiða­bliks: Myndir og myndbönd

Breiðablik varð í kvöld Íslandsmeistari karla í fótbolta. Liðið átti ekki leik en Víkingar, sem eru í öðru sæti, heimsóttu Stjörnuna í Garðabæ. Víkingar urðu að vinna þar sem þeir voru eina liðið sem átti tölfræðilegan möguleika á að ná toppliðinu. Það tókst ekki og því er Breiðablik Íslandsmeistari þó enn séu þrjár umferðir eftir af Bestu deildinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Breiða­blik Ís­lands­­meistari karla í fót­bolta árið 2022

Breiðablik varð í kvöld Íslandsmeistari karla í fótbolta. Stjarnan og Víkingur, Íslandsmeistarar síðasta árs, áttust við í Garðabæ en gestirnir voru fyrir leik kvöldsins eina liðið sem átti tölfræðilega möguleika á að ná toppliðinu. Það fór svo að Stjarnan vann 2-1 sigur sem þýðir að Breiðablik er Íslandsmeistari árið 2022.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Gott að maður hafi náð að sokka allavega einhverja“

Dagur Dan Þórhallsson, leikmaður Breiðabliks, hefur verið einn besti leikmaður Íslandsmótsins í knattspyrnu í sumar. Þeir voru ekki margir sem höfðu trú á honum þegar hann gekk til liðs við Breiðablik frá Mjøndalen í Noregi fyrir tímabilið, en hann hefur heldur betur sannað sig.

Fótbolti
Fréttamynd

Ísak Snær mættur til Þrándheims

Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Breiðabliks, er mættur til Þrándheims í Noregi og mun líklega ganga frá skiptum til Rosenborgar. Hann mun þá ganga til liðs við félagið þegar félagsskiptaglugginn opnar á ný um áramótin.

Íslenski boltinn