„Hættir að haltra og farnir að labba“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. maí 2023 22:26 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, var eðlilega sáttur með sigurinn. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik sigraði Val 1-0 á Kópavogsvellinum fyrr í kvöld. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins, var ánægður með frammistöðu sinna manna. „Ég er bara gríðarlega sáttur, mér fannst þetta mjög öflug frammistaða og mér fannst við stjórna þessum leik eiginlega frá upphafi til enda. Vissulega vorum við ekkert vaðandi í færum, þetta var frekar lokaður leikur þannig lagað en mér fannst við hafa stjórn á þessu og ég er bara virkilega ánægður“ Eftir erfiða byrjun á mótinu og tvö töp í fyrstu þremur leikjunum hefur Breiðablik nú unnið sína síðustu sex leiki. „Að byggja á KA leiknum inn í þennan leik og við byggjum svo áfram á þessari frammistöðu, þá finnst mér við vera hættir að haltra og farnir að labba allavega“ Breiðablik spilaði góðan varnarleik og tókst að halda markinu hreinu gegn Val sem hafði fyrir þennan leik skorað flest mörk allra liða í deildinni. Óskar sagði fyrir leik að það væri mikilvægt að brjóta niður spil Valsmanna upp kantinn en það var ekki það eina sem skilaði sigrinum í dag. „Lykillinn var að vera aggressívir á bæði kantspilið og síðan auðvitað þessi gæði sem eru inni á miðjunni [hjá Val]. Þetta eru rosalega góðir fótboltamenn, Aron og Kiddi, það er ekkert grín að eiga við þetta Valslið en vissulega er mikilvægt að Birkir og Sigurður Egill séu ekki með flugbraut upp kantinn og nái ekki að tengjast Adami og Orra.“ Breiðablik mættu einbeittir til leiks, virkuðu hættulegir strax frá fyrstu mínútu og stjórnuðu leiknum þrátt fyrir að skapa sér ekki mörg hættuleg færi. „Þegar við töpuðum boltanum þá vorum við mjög fljótir að skipta yfir í varnarhugarfar sem gerði það að verkum að við vorum sárasjaldan opnir, vorum mjög þéttir.“ Breiðablik fer með þessum sigri upp í annað sæti deildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Víkings. Óskar segir varasamt að rýna of mikið í töfluna þegar svo lítið er búið af mótinu. „Það eru 18 leikir eftir, fullt af stigum í pottinum. Við erum á ágætis róli núna og gæði Valsmanna eru gríðarleg, síðan eiga önnur lið eftir að fara á skrið... Mér finnst þessi deild vera betri en áður, liðin eru jafnari síðan ég byrjaði að þjálfa, fleiri lið sem þora að spila fótbolta og mér finnst það frábært. Það er rosalega margt sem á eftir að gerast og við erum að ná taktinum, höltruðum framan af móti, erum farnir að labba óstuddir ekki með staf og vonandi verðum við farnir að hlaupa áður en við vitum.“ Breiðablik vonast til að byggja ofan á þessu góða gengi þegar liðið mætir Keflavík í 9. umferð deildarinnar. Leikurinn fer fram á HS Orku vellinum í Keflavík, næsta mánudag klukkan 19:15. Besta deild karla Breiðablik Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Valur 1-0 | Blikar upp í annað sæti eftir sigur í stórleiknum Breiðablik vann virkilega mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Val í stórleik níundu umferða Bestu-deildar karla í knattsprnu í kvöld. Með sigrinum stekkur Breiðablik upp fyrir Valsmenn í annað sæti deildarinnar. 25. maí 2023 21:55 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Sjá meira
„Ég er bara gríðarlega sáttur, mér fannst þetta mjög öflug frammistaða og mér fannst við stjórna þessum leik eiginlega frá upphafi til enda. Vissulega vorum við ekkert vaðandi í færum, þetta var frekar lokaður leikur þannig lagað en mér fannst við hafa stjórn á þessu og ég er bara virkilega ánægður“ Eftir erfiða byrjun á mótinu og tvö töp í fyrstu þremur leikjunum hefur Breiðablik nú unnið sína síðustu sex leiki. „Að byggja á KA leiknum inn í þennan leik og við byggjum svo áfram á þessari frammistöðu, þá finnst mér við vera hættir að haltra og farnir að labba allavega“ Breiðablik spilaði góðan varnarleik og tókst að halda markinu hreinu gegn Val sem hafði fyrir þennan leik skorað flest mörk allra liða í deildinni. Óskar sagði fyrir leik að það væri mikilvægt að brjóta niður spil Valsmanna upp kantinn en það var ekki það eina sem skilaði sigrinum í dag. „Lykillinn var að vera aggressívir á bæði kantspilið og síðan auðvitað þessi gæði sem eru inni á miðjunni [hjá Val]. Þetta eru rosalega góðir fótboltamenn, Aron og Kiddi, það er ekkert grín að eiga við þetta Valslið en vissulega er mikilvægt að Birkir og Sigurður Egill séu ekki með flugbraut upp kantinn og nái ekki að tengjast Adami og Orra.“ Breiðablik mættu einbeittir til leiks, virkuðu hættulegir strax frá fyrstu mínútu og stjórnuðu leiknum þrátt fyrir að skapa sér ekki mörg hættuleg færi. „Þegar við töpuðum boltanum þá vorum við mjög fljótir að skipta yfir í varnarhugarfar sem gerði það að verkum að við vorum sárasjaldan opnir, vorum mjög þéttir.“ Breiðablik fer með þessum sigri upp í annað sæti deildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Víkings. Óskar segir varasamt að rýna of mikið í töfluna þegar svo lítið er búið af mótinu. „Það eru 18 leikir eftir, fullt af stigum í pottinum. Við erum á ágætis róli núna og gæði Valsmanna eru gríðarleg, síðan eiga önnur lið eftir að fara á skrið... Mér finnst þessi deild vera betri en áður, liðin eru jafnari síðan ég byrjaði að þjálfa, fleiri lið sem þora að spila fótbolta og mér finnst það frábært. Það er rosalega margt sem á eftir að gerast og við erum að ná taktinum, höltruðum framan af móti, erum farnir að labba óstuddir ekki með staf og vonandi verðum við farnir að hlaupa áður en við vitum.“ Breiðablik vonast til að byggja ofan á þessu góða gengi þegar liðið mætir Keflavík í 9. umferð deildarinnar. Leikurinn fer fram á HS Orku vellinum í Keflavík, næsta mánudag klukkan 19:15.
Besta deild karla Breiðablik Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Valur 1-0 | Blikar upp í annað sæti eftir sigur í stórleiknum Breiðablik vann virkilega mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Val í stórleik níundu umferða Bestu-deildar karla í knattsprnu í kvöld. Með sigrinum stekkur Breiðablik upp fyrir Valsmenn í annað sæti deildarinnar. 25. maí 2023 21:55 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik - Valur 1-0 | Blikar upp í annað sæti eftir sigur í stórleiknum Breiðablik vann virkilega mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Val í stórleik níundu umferða Bestu-deildar karla í knattsprnu í kvöld. Með sigrinum stekkur Breiðablik upp fyrir Valsmenn í annað sæti deildarinnar. 25. maí 2023 21:55
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“