„Ef ég segi sannleikann þá verð ég sakaður um að væla“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. maí 2023 13:02 Óskar Hrafn Þorvaldsson og lærisveinar hans í Breiðabliki mæta KR í Vesturbænum í dag. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, segir að erfitt gæti reynst fyrir hans menn að spila á grasvelli KR-inga þegar liðin mætast í sjöundu umferð Bestu-deildar karla í dag. „Þetta bara leggst vel í mig og ég býst við mjög erfiðum leik. Það er bara tilhlökkun okkar megin,“ sagði Óskar Hrafn í samtali við Val Pál Eiríksson í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Gengi KR í upphafi tímabils hefur ekki verið gott. Liðið hefur ekki unnið leik síðan í fyrstu umferð og er aðeins með fjögur stig að sex leikjum loknum. „Ég held að þeir mæti bara með kassann úti. Þeir eru auðvitað að fara að spila fyrsta heimaleikinn sinn á tímabilinu, eða allavega fyrsta leikinn á KR-vellinum, og ég held að þeir mæti bara með kassann úti.“ „Þetta er lið sem hefur upplifað hæðir og lægðir í gegnum árin og ég held að þeir kunni vel að glíma við það. Þeir eru með mjög færan þjálfara og ég á bara von á hörkuleik. KR-liðið er betra heldur en stigasöfnunin segir til um. Við þurfum að eiga toppleik til að fara með þrjú stig úr Vesturbænum.“ Grasvöllur KR-inga líti illa út Þetta verður fyrsti leikur sumarsins á heimavelli KR-inga. Eins og önnur lið á Íslandi sem spila á grasvelli hafa KR-ingar átt í erfiðleikum með að koma vellinum í leikhæft ástand og Óskar segir að völlurinn líti ekki vel út. „Það er ómögulegt að svara þessari spurningu. Ef ég segi sannleikann þá verð ég sakaður um að væla, en ég labbaði yfir völlinn í gær og hann lítur ekki vel út þannig þetta verður öðruvísi leikur heldur en leikirnir undanfarið. Ég held að það sé alveg ljóst.“ Hann segist þó ekki ætla að gera miklar áherslubreytingar á sínu liði fyrir leikinn þrátt fyrir að hann búist við öðruvísi leik en liðið hafi spilað undanfarið. „Við þurfum bara að spila okkar leik. En auðvitað er það þannig að það verður sennilega erfitt að gera ákveðna hluti þannig að við þurfum að aðlaga okkur að því hvað er hægt að gera. En auðvitað reynum við alltaf fyrst og síðast að halda í okkar og það sem við gerum. Það er voða erfitt að fara að vera einhver annar en maður er. En auðvitað mun leikurinn markast af aðstæðum, það er alveg ljóst,“ bætti Óskar Hrafn við. Breiðablik og KR eigast við í Vesturbænum klukkan 16:00 og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Breiðablik KR Mest lesið Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Handbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Fleiri fréttir „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Sjá meira
„Þetta bara leggst vel í mig og ég býst við mjög erfiðum leik. Það er bara tilhlökkun okkar megin,“ sagði Óskar Hrafn í samtali við Val Pál Eiríksson í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Gengi KR í upphafi tímabils hefur ekki verið gott. Liðið hefur ekki unnið leik síðan í fyrstu umferð og er aðeins með fjögur stig að sex leikjum loknum. „Ég held að þeir mæti bara með kassann úti. Þeir eru auðvitað að fara að spila fyrsta heimaleikinn sinn á tímabilinu, eða allavega fyrsta leikinn á KR-vellinum, og ég held að þeir mæti bara með kassann úti.“ „Þetta er lið sem hefur upplifað hæðir og lægðir í gegnum árin og ég held að þeir kunni vel að glíma við það. Þeir eru með mjög færan þjálfara og ég á bara von á hörkuleik. KR-liðið er betra heldur en stigasöfnunin segir til um. Við þurfum að eiga toppleik til að fara með þrjú stig úr Vesturbænum.“ Grasvöllur KR-inga líti illa út Þetta verður fyrsti leikur sumarsins á heimavelli KR-inga. Eins og önnur lið á Íslandi sem spila á grasvelli hafa KR-ingar átt í erfiðleikum með að koma vellinum í leikhæft ástand og Óskar segir að völlurinn líti ekki vel út. „Það er ómögulegt að svara þessari spurningu. Ef ég segi sannleikann þá verð ég sakaður um að væla, en ég labbaði yfir völlinn í gær og hann lítur ekki vel út þannig þetta verður öðruvísi leikur heldur en leikirnir undanfarið. Ég held að það sé alveg ljóst.“ Hann segist þó ekki ætla að gera miklar áherslubreytingar á sínu liði fyrir leikinn þrátt fyrir að hann búist við öðruvísi leik en liðið hafi spilað undanfarið. „Við þurfum bara að spila okkar leik. En auðvitað er það þannig að það verður sennilega erfitt að gera ákveðna hluti þannig að við þurfum að aðlaga okkur að því hvað er hægt að gera. En auðvitað reynum við alltaf fyrst og síðast að halda í okkar og það sem við gerum. Það er voða erfitt að fara að vera einhver annar en maður er. En auðvitað mun leikurinn markast af aðstæðum, það er alveg ljóst,“ bætti Óskar Hrafn við. Breiðablik og KR eigast við í Vesturbænum klukkan 16:00 og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Breiðablik KR Mest lesið Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Handbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Fleiri fréttir „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Sjá meira