Gæludýr Snoop Dogg er mættur í gæludýrabransann Rapparinn Snoop Dogg hefur ákveðið að fara í gæludýrabransann með nýju Snoop Doggie Doggs línunni sinni sem hann hannaði sjálfur. Lífið 18.11.2022 16:01 Mega nú ferðast með gæludýrin í búrum á útisvæði Herjólfs Farþegar Herjólfs mega nú fara með gæludýr í búrum upp á útisvæði ferjunnar á meðan á siglingu stendur. Áður þurftu þurfti gæludýraeigendur að geyma gæludýr sín í bílnum eða þá í sérstöku herbergi á bíladekki. Innlent 18.10.2022 11:32 Segir hundinn ekki hafa ráðist á neinn Eigandi hundsins á Akureyri sem fjallað var um á Vísi í gær segir hann ekki hafa bitið neinn heldur einungis hlaupið í átt að stúlku með annan hund í bandi. Hundurinn sé aldrei skilinn einn eftir úti. Innlent 27.9.2022 21:31 Tveir kettir, kannski einn, á fyndnustu gæludýramynd ársins Sigurvegarar hinnar árlegu gæludýraljósmyndakeppni Comedy Pet Photo Awards voru opinberaðir í síðustu viku. Rúmlega tvö þúsund myndir bárust í keppnina þetta árið en sigurvegarinn er Kenichi Morinaga sem tók kostulega mynd ef tveimur köttum, eða jafnvel bara einum. Lífið 27.9.2022 12:30 Segir hund nágrannans hafa ráðist á litla stelpu: „Maður bara fékk sjokk“ Íbúi á Akureyri segist ráðalaus vegna hunds sem börnum stafi ógn af. Hundurinn hafi glefsað í litla stelpu fyrr í dag, og kallað hafi verið á lögreglu. Hún segir hundinn sitja bundinn úti í garði heilu og hálfu dagana og gelta stanslaust. Íbúinn vill hundinn burt. Innlent 26.9.2022 21:11 Húsvíkingar ósáttir við himinhátt kattagjald og slæma þjónustu: „Það er mikið dýrahatur sem fólk finnur fyrir“ Nokkrir kattaeigendur á Húsavík hafa óskað eftir að afskrá ketti sína eftir að leyfisgjaldið hækkaði um rúmlega tíu þúsund krónur milli ára og er nú það hæsta á landinu öllu. Einn kattareigandi segir að um óskiljanlega hækkun sé að ræða, þar sem ekkert sé í raun innifalið í gjaldinu og kettirnir fái ekki einu sinni að fara út. Það sé sjálfsagt að kattaeigendur sýni ábyrgð en eitthvað þurfi að koma á móti. Innlent 21.9.2022 15:44 Vilja stækka Hundavinahópinn: „Þeim mun fleiri sem við náum til, því betra er það fyrir okkar skjólstæðinga“ Hundavinir Rauða krossins leita að sjálfboðaliðum sem vilja bætast í starfið en þegar eru 42 virk pör sem sinna heimsóknum til einstaklinga og stofnana. Verkefnastjóri segir alltaf þörf á fleiri sjálfboðaliðum og eru allir og hundar þeirra, stórir sem smáir, velkomnir. Innlent 20.9.2022 17:32 Týnd í fjögur ár en heldur nú til fjölskyldunnar í Svíþjóð Saga kattarins Dimmu er lyginni líkust. Hún týndist í pössun árið 2018 og hefur verið á vergangi síðan. Nú, fjórum árum síðar, heldur læðan til fjölskyldu sinnar sem er flutt til Svíþjóðar. Fjölskyldan var ansi hissa er þau fengu símtal frá Dýraverndarfélaginu Villikettir sem hafði fundið hana í holu undir bílskúr í Hlíðunum. Lífið 19.9.2022 17:38 Eigandi Plútós vill leyfa skriðdýrahald á Íslandi Snákar og skriðdýr eru orðin nokkuð algeng gæludýr á Íslandi. Ætla má að dýrin finnist hér í hundraðatali. Við litum við hjá eiganda snáksins Plútós, sem vill leyfa skriðdýrahald á Íslandi. Innlent 18.9.2022 10:13 Lést eftir árás kengúru sem hann hélt sem gæludýr Ástralskur maður er látinn eftir að kengúra, sem hann hafði haldið sem gæludýr, réðst á hann. Erlent 13.9.2022 07:53 Andrés mun sjá um hunda drottningarinnar Andrés prins, annar sonur Elísabetar II, og fyrrverandi eiginkona hans, Sara, munu sjá um Corgi-hunda drottningarinnar, Muick og Sandy, eftir andlát hennar. Hundana fékk drottningin að gjöf frá syni sínum. Erlent 12.9.2022 06:57 Kraftaverkakötturinn Grána gamla lifði af alvarlega árás Það þykir kraftaverki líkast að átján ára köttur hafi lifað af alvarlega árás sem talin er vera eftir hund. Þetta er í annað skipti á stuttum tíma sem köttur er illa leikinn eftir slíka árás. Eigandinn biðlar til hundaeigenda að passa upp á dýrin sín. Innlent 4.9.2022 23:30 Hundrað hundar hlupu hundahlaup með húsbændum Hundrað hundaeigendur sprettu fyrr í kvöld úr spori í hundahlaupi UMFÍ á Seltjarnarnesi. Þetta er fyrsta skiptið sem hundahlaupið er haldið. Innlent 25.8.2022 20:35 Dýralæknar mátu að aflífa þyrfti Kasper eftir að hann beit mann „mjög illa“ í hendina Lögregla segir að hundur fjölskyldu á Siglufirði hafi bitið gamlan mann „mjög illa“ í hendina að ástæðulausu, hann hafi verið ógn við nágranna sína „í langan tíma“ og að dýraeftirlitsmaður og dýralæknar hafi metið það svo að aflífa þyrfti hundinn. Innlent 25.8.2022 15:18 „Allt við þetta mál er fyrir neðan allar hellur“ Fyrrverandi formaður Dýraverndarsambands Íslands segir fyrir neðan allar hellur að hundur á Siglufirði hafi verið aflífaður innan við tveimur tímum eftir að hann var tekinn frá fjölskyldu sinni. Reglur sveitarfélaga um hvernig haga eigi gæludýramálum séu ekki samræmdar, sem sé miður. Innlent 23.8.2022 13:29 Í sárum eftir að hundurinn var aflífaður án nokkurs fyrirvara Hundur fjölskyldu á Siglufirði var aflífaður á föstudaginn, einum og hálfum tíma eftir að hann var tekinn af þeim. Hundurinn var ekki settur í geðmat líkt og Heilbrigðiseftirlitið fer fram á. Fjölskyldan segist ekki hafa fengið að vita að það ætti að aflífa hann fyrr aðgerðin var þegar hafin í öðru bæjarfélagi. Innlent 22.8.2022 17:14 Selur braust inn á heimili og áreitti heimilisköttinn Selur braust inn á heimili íbúa úthverfisins Mount Maunganui í Nýja-Sjálandi á miðvikudaginn og dvaldi þar í tvær klukkustundir. Áður en hann kom sér fyrir inni í húsinu hafði hann hrellt heimilisköttinn. Erlent 19.8.2022 13:00 Mæla gegn því að taka hunda að gosstöðvunum Matvælastofnun (MAST) ræður fólki eindregið frá því að taka hunda og önnur dýr með að gosstöðvunum í Meradölum. Mengun getur haft afar skaðleg áhrif á dýrin. Innlent 17.8.2022 16:29 Vissi ekki að hundahlaup væri íþrótt Dýrahjúkrunarfræðingurinn Kolbrún Arna hefur hlaupið með husky-hundunum sínum í mörg ár. Hún segir mikilvægt að vera með rétta búnaðinn svo að bæði hundar og fólk njóti hlaupsins. Samstarf 17.8.2022 11:14 Gæludýr séu að drepast eftir ferðir í Herjólfi Formaður dýravinafélagsins í Vestmannaeyjum segir dýravini tala fyrir daufum eyrum þegar kemur að auknu öryggi dýra í Herjólfi. Þau hafi undirbúið undirskriftalista sem 1.400 einstaklingar hafi nú þegar undirritað en dæmi séu um það að dýr hafi dáið vegna álags og kvíða eftir veru á bíladekki Herjólfs. Innlent 15.8.2022 16:38 17,7 kíló af skilyrðislausri ást og gleði Úr stórum hvolpahópi þótti okkur einn bera af og við völdum hann. Það var ekki þú. Fórum heim og efuðumst um valið. Hafði ekki einn hvolpanna haft sig sérlega mikið í frammi? Þessi sem reyndi ítrekað að hoppa upp í fangið á mér? Var hann ekki krúttlega i ágengur og dólgslegur? Við endurskoðuðum valið og völdum ágenga dólginn. Skoðun 12.8.2022 12:01 Hefur engar áhyggjur af hundasjúkdómi sem getur smitast í menn Starfandi sóttvarnalæknir segir að bakterían sem grunur leikur á að hafi greinst í hundi hér á landi í fyrsta skipti smitist mjög ólíklega yfir í menn þó hún geti það vissulega. Hún hefur ekki áhyggjur af stöðunni sem Matvælastofnun hafi þegar náð vel utan um. Innlent 26.7.2022 17:26 Grunur um nýja bakteríusýkingu í hundum hér á landi Matvælastofnun hefur borist tilkynning um grun og Brucella canis bakteríusýkingu í hundi hér á landi. Sýkingin er súna, sem sagt sjúkdómur sem getur smitast á milli dýra og manna. Þetta er í fyrsta sinn sem grunur um Brucella canis kemur upp hér á landi. Innlent 26.7.2022 14:00 Ótrúlegur páfagaukur í Breiðholti getur ekki hætt að tala Fyrir um ári síðan byrjaði lítill en óvenjulegur páfagaukur í Breiðholti að tala, eiganda sínum að óvörum. Fuglinn býr nú yfir fjölbreyttum orðaforða, eins og sjá má í meðfylgjandi frétt. Lífið 24.7.2022 19:42 Sléttuúlfar átu páfugla Martha Stewart Sléttuúlfar brutu sér leið inn að búgarði sjónvarpskonunnar Martha Stewart í dag og átu þar sex af páfuglum hennar. Atvikið átti sér stað um hábjartan dag. Lífið 23.7.2022 20:31 Fyndnustu gæludýramyndir ársins Forsvarsmenn hinnar árlegu Comedy Pet Photo Awards gæludýraljósmyndakeppninnar hafa valið þær myndir sem keppa til úrslita í ár. Fjölmargar myndir af kostulegum dýrum bárust í keppnina. Lífið 21.7.2022 10:01 Ekki fúl út í Reykjavíkurborg eftir mánaðar aðskilnað Gleðifundir voru á heimili í Vesturbænum í gær þegar kötturinn Nóra kom aftur heim eftir að hafa verið numin á brott fyrir mánuði. Eigandinn segist alltaf hafa vitað að Nóra kæmi aftur heim - sama hversu langan tíma það tæki. Innlent 14.7.2022 21:43 Sparkaði í konu og hundana hennar Lögreglu barst í dag tilkynning frá konu sem hafði orðið fyrir árás manns en hún segir árásarmanninn hafa sparkað í sig og hundana sína. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Innlent 14.7.2022 17:31 Nóra er fundin og komin heim Guðmundur Felixson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir fengu köttinn Nóru aftur heim til sín í dag, mánuði eftir að Reykjavíkurborg fjarlægði hana. Þau vonast til þess að borgin endurskoði verkferla sína eftir málið. Innlent 13.7.2022 20:08 Takmarka eigi lausagöngu katta til að hlífa fuglum Varptími smáfugla stendur yfir þessa dagana og bendir Fuglavernd kattaeigendum því á að halda köttum sínum inni á næturnar. Undanfarin ár hefur dýravinur í Vesturbæ vakið athygli á fuglaveiðum katta í nær árlegri færslu á Facebook. Hún segir kattaeigendur í nágrenninu orðna meðvitaðri um ábyrgðarhlutverk sitt af því í ár hafi ungar komist á legg í fyrsta skipti í hverfinu. Innlent 11.7.2022 13:31 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 8 ›
Snoop Dogg er mættur í gæludýrabransann Rapparinn Snoop Dogg hefur ákveðið að fara í gæludýrabransann með nýju Snoop Doggie Doggs línunni sinni sem hann hannaði sjálfur. Lífið 18.11.2022 16:01
Mega nú ferðast með gæludýrin í búrum á útisvæði Herjólfs Farþegar Herjólfs mega nú fara með gæludýr í búrum upp á útisvæði ferjunnar á meðan á siglingu stendur. Áður þurftu þurfti gæludýraeigendur að geyma gæludýr sín í bílnum eða þá í sérstöku herbergi á bíladekki. Innlent 18.10.2022 11:32
Segir hundinn ekki hafa ráðist á neinn Eigandi hundsins á Akureyri sem fjallað var um á Vísi í gær segir hann ekki hafa bitið neinn heldur einungis hlaupið í átt að stúlku með annan hund í bandi. Hundurinn sé aldrei skilinn einn eftir úti. Innlent 27.9.2022 21:31
Tveir kettir, kannski einn, á fyndnustu gæludýramynd ársins Sigurvegarar hinnar árlegu gæludýraljósmyndakeppni Comedy Pet Photo Awards voru opinberaðir í síðustu viku. Rúmlega tvö þúsund myndir bárust í keppnina þetta árið en sigurvegarinn er Kenichi Morinaga sem tók kostulega mynd ef tveimur köttum, eða jafnvel bara einum. Lífið 27.9.2022 12:30
Segir hund nágrannans hafa ráðist á litla stelpu: „Maður bara fékk sjokk“ Íbúi á Akureyri segist ráðalaus vegna hunds sem börnum stafi ógn af. Hundurinn hafi glefsað í litla stelpu fyrr í dag, og kallað hafi verið á lögreglu. Hún segir hundinn sitja bundinn úti í garði heilu og hálfu dagana og gelta stanslaust. Íbúinn vill hundinn burt. Innlent 26.9.2022 21:11
Húsvíkingar ósáttir við himinhátt kattagjald og slæma þjónustu: „Það er mikið dýrahatur sem fólk finnur fyrir“ Nokkrir kattaeigendur á Húsavík hafa óskað eftir að afskrá ketti sína eftir að leyfisgjaldið hækkaði um rúmlega tíu þúsund krónur milli ára og er nú það hæsta á landinu öllu. Einn kattareigandi segir að um óskiljanlega hækkun sé að ræða, þar sem ekkert sé í raun innifalið í gjaldinu og kettirnir fái ekki einu sinni að fara út. Það sé sjálfsagt að kattaeigendur sýni ábyrgð en eitthvað þurfi að koma á móti. Innlent 21.9.2022 15:44
Vilja stækka Hundavinahópinn: „Þeim mun fleiri sem við náum til, því betra er það fyrir okkar skjólstæðinga“ Hundavinir Rauða krossins leita að sjálfboðaliðum sem vilja bætast í starfið en þegar eru 42 virk pör sem sinna heimsóknum til einstaklinga og stofnana. Verkefnastjóri segir alltaf þörf á fleiri sjálfboðaliðum og eru allir og hundar þeirra, stórir sem smáir, velkomnir. Innlent 20.9.2022 17:32
Týnd í fjögur ár en heldur nú til fjölskyldunnar í Svíþjóð Saga kattarins Dimmu er lyginni líkust. Hún týndist í pössun árið 2018 og hefur verið á vergangi síðan. Nú, fjórum árum síðar, heldur læðan til fjölskyldu sinnar sem er flutt til Svíþjóðar. Fjölskyldan var ansi hissa er þau fengu símtal frá Dýraverndarfélaginu Villikettir sem hafði fundið hana í holu undir bílskúr í Hlíðunum. Lífið 19.9.2022 17:38
Eigandi Plútós vill leyfa skriðdýrahald á Íslandi Snákar og skriðdýr eru orðin nokkuð algeng gæludýr á Íslandi. Ætla má að dýrin finnist hér í hundraðatali. Við litum við hjá eiganda snáksins Plútós, sem vill leyfa skriðdýrahald á Íslandi. Innlent 18.9.2022 10:13
Lést eftir árás kengúru sem hann hélt sem gæludýr Ástralskur maður er látinn eftir að kengúra, sem hann hafði haldið sem gæludýr, réðst á hann. Erlent 13.9.2022 07:53
Andrés mun sjá um hunda drottningarinnar Andrés prins, annar sonur Elísabetar II, og fyrrverandi eiginkona hans, Sara, munu sjá um Corgi-hunda drottningarinnar, Muick og Sandy, eftir andlát hennar. Hundana fékk drottningin að gjöf frá syni sínum. Erlent 12.9.2022 06:57
Kraftaverkakötturinn Grána gamla lifði af alvarlega árás Það þykir kraftaverki líkast að átján ára köttur hafi lifað af alvarlega árás sem talin er vera eftir hund. Þetta er í annað skipti á stuttum tíma sem köttur er illa leikinn eftir slíka árás. Eigandinn biðlar til hundaeigenda að passa upp á dýrin sín. Innlent 4.9.2022 23:30
Hundrað hundar hlupu hundahlaup með húsbændum Hundrað hundaeigendur sprettu fyrr í kvöld úr spori í hundahlaupi UMFÍ á Seltjarnarnesi. Þetta er fyrsta skiptið sem hundahlaupið er haldið. Innlent 25.8.2022 20:35
Dýralæknar mátu að aflífa þyrfti Kasper eftir að hann beit mann „mjög illa“ í hendina Lögregla segir að hundur fjölskyldu á Siglufirði hafi bitið gamlan mann „mjög illa“ í hendina að ástæðulausu, hann hafi verið ógn við nágranna sína „í langan tíma“ og að dýraeftirlitsmaður og dýralæknar hafi metið það svo að aflífa þyrfti hundinn. Innlent 25.8.2022 15:18
„Allt við þetta mál er fyrir neðan allar hellur“ Fyrrverandi formaður Dýraverndarsambands Íslands segir fyrir neðan allar hellur að hundur á Siglufirði hafi verið aflífaður innan við tveimur tímum eftir að hann var tekinn frá fjölskyldu sinni. Reglur sveitarfélaga um hvernig haga eigi gæludýramálum séu ekki samræmdar, sem sé miður. Innlent 23.8.2022 13:29
Í sárum eftir að hundurinn var aflífaður án nokkurs fyrirvara Hundur fjölskyldu á Siglufirði var aflífaður á föstudaginn, einum og hálfum tíma eftir að hann var tekinn af þeim. Hundurinn var ekki settur í geðmat líkt og Heilbrigðiseftirlitið fer fram á. Fjölskyldan segist ekki hafa fengið að vita að það ætti að aflífa hann fyrr aðgerðin var þegar hafin í öðru bæjarfélagi. Innlent 22.8.2022 17:14
Selur braust inn á heimili og áreitti heimilisköttinn Selur braust inn á heimili íbúa úthverfisins Mount Maunganui í Nýja-Sjálandi á miðvikudaginn og dvaldi þar í tvær klukkustundir. Áður en hann kom sér fyrir inni í húsinu hafði hann hrellt heimilisköttinn. Erlent 19.8.2022 13:00
Mæla gegn því að taka hunda að gosstöðvunum Matvælastofnun (MAST) ræður fólki eindregið frá því að taka hunda og önnur dýr með að gosstöðvunum í Meradölum. Mengun getur haft afar skaðleg áhrif á dýrin. Innlent 17.8.2022 16:29
Vissi ekki að hundahlaup væri íþrótt Dýrahjúkrunarfræðingurinn Kolbrún Arna hefur hlaupið með husky-hundunum sínum í mörg ár. Hún segir mikilvægt að vera með rétta búnaðinn svo að bæði hundar og fólk njóti hlaupsins. Samstarf 17.8.2022 11:14
Gæludýr séu að drepast eftir ferðir í Herjólfi Formaður dýravinafélagsins í Vestmannaeyjum segir dýravini tala fyrir daufum eyrum þegar kemur að auknu öryggi dýra í Herjólfi. Þau hafi undirbúið undirskriftalista sem 1.400 einstaklingar hafi nú þegar undirritað en dæmi séu um það að dýr hafi dáið vegna álags og kvíða eftir veru á bíladekki Herjólfs. Innlent 15.8.2022 16:38
17,7 kíló af skilyrðislausri ást og gleði Úr stórum hvolpahópi þótti okkur einn bera af og við völdum hann. Það var ekki þú. Fórum heim og efuðumst um valið. Hafði ekki einn hvolpanna haft sig sérlega mikið í frammi? Þessi sem reyndi ítrekað að hoppa upp í fangið á mér? Var hann ekki krúttlega i ágengur og dólgslegur? Við endurskoðuðum valið og völdum ágenga dólginn. Skoðun 12.8.2022 12:01
Hefur engar áhyggjur af hundasjúkdómi sem getur smitast í menn Starfandi sóttvarnalæknir segir að bakterían sem grunur leikur á að hafi greinst í hundi hér á landi í fyrsta skipti smitist mjög ólíklega yfir í menn þó hún geti það vissulega. Hún hefur ekki áhyggjur af stöðunni sem Matvælastofnun hafi þegar náð vel utan um. Innlent 26.7.2022 17:26
Grunur um nýja bakteríusýkingu í hundum hér á landi Matvælastofnun hefur borist tilkynning um grun og Brucella canis bakteríusýkingu í hundi hér á landi. Sýkingin er súna, sem sagt sjúkdómur sem getur smitast á milli dýra og manna. Þetta er í fyrsta sinn sem grunur um Brucella canis kemur upp hér á landi. Innlent 26.7.2022 14:00
Ótrúlegur páfagaukur í Breiðholti getur ekki hætt að tala Fyrir um ári síðan byrjaði lítill en óvenjulegur páfagaukur í Breiðholti að tala, eiganda sínum að óvörum. Fuglinn býr nú yfir fjölbreyttum orðaforða, eins og sjá má í meðfylgjandi frétt. Lífið 24.7.2022 19:42
Sléttuúlfar átu páfugla Martha Stewart Sléttuúlfar brutu sér leið inn að búgarði sjónvarpskonunnar Martha Stewart í dag og átu þar sex af páfuglum hennar. Atvikið átti sér stað um hábjartan dag. Lífið 23.7.2022 20:31
Fyndnustu gæludýramyndir ársins Forsvarsmenn hinnar árlegu Comedy Pet Photo Awards gæludýraljósmyndakeppninnar hafa valið þær myndir sem keppa til úrslita í ár. Fjölmargar myndir af kostulegum dýrum bárust í keppnina. Lífið 21.7.2022 10:01
Ekki fúl út í Reykjavíkurborg eftir mánaðar aðskilnað Gleðifundir voru á heimili í Vesturbænum í gær þegar kötturinn Nóra kom aftur heim eftir að hafa verið numin á brott fyrir mánuði. Eigandinn segist alltaf hafa vitað að Nóra kæmi aftur heim - sama hversu langan tíma það tæki. Innlent 14.7.2022 21:43
Sparkaði í konu og hundana hennar Lögreglu barst í dag tilkynning frá konu sem hafði orðið fyrir árás manns en hún segir árásarmanninn hafa sparkað í sig og hundana sína. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Innlent 14.7.2022 17:31
Nóra er fundin og komin heim Guðmundur Felixson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir fengu köttinn Nóru aftur heim til sín í dag, mánuði eftir að Reykjavíkurborg fjarlægði hana. Þau vonast til þess að borgin endurskoði verkferla sína eftir málið. Innlent 13.7.2022 20:08
Takmarka eigi lausagöngu katta til að hlífa fuglum Varptími smáfugla stendur yfir þessa dagana og bendir Fuglavernd kattaeigendum því á að halda köttum sínum inni á næturnar. Undanfarin ár hefur dýravinur í Vesturbæ vakið athygli á fuglaveiðum katta í nær árlegri færslu á Facebook. Hún segir kattaeigendur í nágrenninu orðna meðvitaðri um ábyrgðarhlutverk sitt af því í ár hafi ungar komist á legg í fyrsta skipti í hverfinu. Innlent 11.7.2022 13:31