Hagkaup fylgir A4 og Dominos og styrkir fastagestinn Diegó Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. nóvember 2022 12:05 Diegó á sínum stað fyrir utan Hagkaup í Skeifunni. Vísir Kötturinn frægi Diegó er enn á dýraspítala eftir að hann varð fyrir bíl fyrir helgi en til stóð að hann færi í aðra aðgerð í dag. Það gekk þó ekki eftir þar sem hann telst ekki nógu hraustur eins og stendur. Hann mun dvelja á dýraspítalanum næstu daga meðan hann jafnar sig. Hagkaup hefur bæst í hóp fyrirtækja sem styrkja bataferli Diegó og hefur nú hálf milljón safnast í heildina. Sigrún Ósk Snorradóttir, eigandi Diegó, greinir frá þessu í færslu í Facebook hópnum Spottaði Diegó en fyrirtækin A4 og Dominos styrktu Diegó um hundrað þúsund krónur hver eftir að greint var frá slysinu. Hagkaup hefur nú lagt fram sömu upphæð. Sigrún Ósk birtir reglulega stöðuuppfærslur inni í hópnum. „Þannig það eru komnir hans helstu staðir,“ segir Sigrún í samtali við fréttastofu en Diegó var fastagestur í verslunum fyrirtækjanna þriggja í Skeifunni og gladdi reglulega gesti og gangandi þar. Þá náðu aðdáendur Diegó að safna 200 þúsund krónum fyrir höfðingjann og upphæðin því komin upp í hálfa milljón. Sú fjárhæð sem eftir stendur eftir að Diegó hefur lokið bataferli sínu mun renna til Villikatta. Þakklát fyrir stuðninginn Sigrún Ósk greindi frá því í Facebook hóp Diegó í gærkvöldi að hætt hafi verið við aðgerð á Diegó sem átti að vera í dag þar sem hann þurfti meiri tíma til að jafna sig. Sigrún segir í samtali við fréttastofu í dag að Diegó sé enn slappur og að ekki liggi fyrir hvenær hann fari í seinni aðgerðina en að hann sé í góðum höndum undir eftirliti starfsmanna dýraspítalans, sem hún kann miklar þakkir. Þá sé fjölskyldan þakklát fyrir allan stuðning sem þau hafi fengið og söfnunin hjálpað þeim mikið. Rúmlega tíu þúsund manns eru í Facebook hópnum Spottaði Diegó og hefur þeim fjölgað talsvert frá því að slysið varð. Þannig er ljóst að kötturinn frægi eigi fjölmarga aðdáendur og dælast batakveðjur þar inn daglega, aðallega fyrir hönd annarra ferfætlinga. Reykjavík Kettir Gæludýr Kötturinn Diegó Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Fleiri fréttir Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Sjá meira
Sigrún Ósk Snorradóttir, eigandi Diegó, greinir frá þessu í færslu í Facebook hópnum Spottaði Diegó en fyrirtækin A4 og Dominos styrktu Diegó um hundrað þúsund krónur hver eftir að greint var frá slysinu. Hagkaup hefur nú lagt fram sömu upphæð. Sigrún Ósk birtir reglulega stöðuuppfærslur inni í hópnum. „Þannig það eru komnir hans helstu staðir,“ segir Sigrún í samtali við fréttastofu en Diegó var fastagestur í verslunum fyrirtækjanna þriggja í Skeifunni og gladdi reglulega gesti og gangandi þar. Þá náðu aðdáendur Diegó að safna 200 þúsund krónum fyrir höfðingjann og upphæðin því komin upp í hálfa milljón. Sú fjárhæð sem eftir stendur eftir að Diegó hefur lokið bataferli sínu mun renna til Villikatta. Þakklát fyrir stuðninginn Sigrún Ósk greindi frá því í Facebook hóp Diegó í gærkvöldi að hætt hafi verið við aðgerð á Diegó sem átti að vera í dag þar sem hann þurfti meiri tíma til að jafna sig. Sigrún segir í samtali við fréttastofu í dag að Diegó sé enn slappur og að ekki liggi fyrir hvenær hann fari í seinni aðgerðina en að hann sé í góðum höndum undir eftirliti starfsmanna dýraspítalans, sem hún kann miklar þakkir. Þá sé fjölskyldan þakklát fyrir allan stuðning sem þau hafi fengið og söfnunin hjálpað þeim mikið. Rúmlega tíu þúsund manns eru í Facebook hópnum Spottaði Diegó og hefur þeim fjölgað talsvert frá því að slysið varð. Þannig er ljóst að kötturinn frægi eigi fjölmarga aðdáendur og dælast batakveðjur þar inn daglega, aðallega fyrir hönd annarra ferfætlinga.
Reykjavík Kettir Gæludýr Kötturinn Diegó Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Fleiri fréttir Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Sjá meira